Jæja, þá er fyrri önn í kvikmyndafræði lokið og mig langar til að drepa á nokkrum atriðum hver varða þessa stórskemmtilegu tíma.
-Ég hef ekki klárað nema 20 færslur í vetur. Ég hef kannski verið örlítið latur að blogga en þó tel ég mig vera með nokkuð vandaðar færslur. Einnig vantar nokkrar „skyldumyndir“ hingað inn og kenni ég því um að ég er alltaf að vinna á miðvikudögum, en framan af horfðum við á myndirnar þá. Til gamans má geta að ég tók aukavakt mánudag einn, en þá var einmitt ákveðið að horfa á myndirnar á mánudögum. Óheppnin eltir mig uppi.
-Eftir að hafa verið í kvikmyndafræði horfi ég á miklu fleiri bíómyndir en ég gerði. Já, ég horfi örugglega á svona 5 myndir í viku, einu sinni horfði ég nánast aldrei á myndir. Ég horfi líka á myndir frá allt öðru sjónarhorni en ég gerði. Núna spái ég virkilega í myndatöku, lýsingu, hljóði, leik og leikstjórn. Og ég spái líka í leikstjórum, hvaða leikstjóri gerði hvaða myndir og hvernig myndir gerir hann o.s.frv.
Það er óhætt að segja að þessi áfangi sé sá skemmtilegast í skólanum í vetur og ég hlakka til að halda áfram eftir jól. Djöfull á ég eftir að horfa á mikið af myndum í jólafríinu.
Friday, December 7, 2007
Topp 10 listinn, 4/4
Myndin sem endar í fyrsta sæti hjá mér er The Green Mile.
Myndin er byggð á sögu Stephen King, sem er einn af mínum uppáhalds rithöfundum (þrátt fyrir að hafa gert mikið af súru dóti). Góðu verkin hans eru að mínu mati einhver þau mögnuðustu sem ég hef lesið. Sem dæmi má nefna The Shining, sem er talin vera eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Frank Darabont leikstýrði myndinni, en hann leikstýrði einmitt líka The Shawshank Redemption, sem er önnur fangelsismynd byggða á bók Stepeh King.
Ég man þegar ég sá The Green Mile. Það er ekki mjög langt síðan, bara eitt og hálft ár eða eitthvað. Mig hafði alltaf langað til að sjá hana og eitt kvöldið var ég að fletta í Morgunblaðinu og sá að hún var í sýnd á RÚV það kvöld. Ég hlammaði mér fyrir framan tækið og upplifði magnaðasta bíó sem ég hef á ævi minni orðið vitni af. Ég gat ekki sofnað um nóttina og myndin var föst í hausnum á mér í margar vikur á eftir. Ég minnist hennar alltaf af og til. Þegar ég horfði á hana aftur um daginn fékk ég ósjaldan gæsahúð, og það gerist ekki oft yfir myndum hjá mér.
Aðalhlutverkið fer Tom Hanks með og leikur hann fangavörðinn Paul Edgecomb sem er hæstráðandi á dauðadeild í bandarísku fangelsi. Með honum starfa Brutus Howell og óþokkinn Percy Wetmore, ásamt nokkrum öðrum. Einn daginn kemur risastór blökkumaður, John Coffey,
og er leiddur inn í klefa. Hann var dæmdur fyrir nauðgun og morð á tveimur stelpum. Fljótlega kemur í ljós að John Coffey er ekki allur þar sem hann er séður. Hann er einfeldningur sem hefur þann mátt að geta læknað og lífgað við menn og dýr. Í myndinni er mikið um átök og drama. Percy Wetmore er maður sem maður fer virkilega að hata þegar líður á myndina, og eitt óhugnalegasta atriði sem ég hef séð er þegar hann nær sér niðri á Eduard Delacroix.
Ég hef einnig lesið bókina, og er skemmtilegt að sjá hvernig leikstjóri heldur sér við söguna. Aðeins er örfáum smáatriðum sleppt úr bókinni, ólíkt því sem var t.d. gert við The Shining, þrátt fyrir að hún sé meistarastykki. En Stephen King var ekki sáttur við Kubrick og leikstýrði sinni eigin Shining sem á víst að sökka. Ég hef ekki séð hana.
En The Green Mile er besta mynd sem ég hef séð. Engin mynd hefur setið jafnlengi í mér eftir að hafa horft á hana.
The Green Mile (1999)
Myndin er byggð á sögu Stephen King, sem er einn af mínum uppáhalds rithöfundum (þrátt fyrir að hafa gert mikið af súru dóti). Góðu verkin hans eru að mínu mati einhver þau mögnuðustu sem ég hef lesið. Sem dæmi má nefna The Shining, sem er talin vera eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Frank Darabont leikstýrði myndinni, en hann leikstýrði einmitt líka The Shawshank Redemption, sem er önnur fangelsismynd byggða á bók Stepeh King.
Ég man þegar ég sá The Green Mile. Það er ekki mjög langt síðan, bara eitt og hálft ár eða eitthvað. Mig hafði alltaf langað til að sjá hana og eitt kvöldið var ég að fletta í Morgunblaðinu og sá að hún var í sýnd á RÚV það kvöld. Ég hlammaði mér fyrir framan tækið og upplifði magnaðasta bíó sem ég hef á ævi minni orðið vitni af. Ég gat ekki sofnað um nóttina og myndin var föst í hausnum á mér í margar vikur á eftir. Ég minnist hennar alltaf af og til. Þegar ég horfði á hana aftur um daginn fékk ég ósjaldan gæsahúð, og það gerist ekki oft yfir myndum hjá mér.
Aðalhlutverkið fer Tom Hanks með og leikur hann fangavörðinn Paul Edgecomb sem er hæstráðandi á dauðadeild í bandarísku fangelsi. Með honum starfa Brutus Howell og óþokkinn Percy Wetmore, ásamt nokkrum öðrum. Einn daginn kemur risastór blökkumaður, John Coffey,
og er leiddur inn í klefa. Hann var dæmdur fyrir nauðgun og morð á tveimur stelpum. Fljótlega kemur í ljós að John Coffey er ekki allur þar sem hann er séður. Hann er einfeldningur sem hefur þann mátt að geta læknað og lífgað við menn og dýr. Í myndinni er mikið um átök og drama. Percy Wetmore er maður sem maður fer virkilega að hata þegar líður á myndina, og eitt óhugnalegasta atriði sem ég hef séð er þegar hann nær sér niðri á Eduard Delacroix.
Ég hef einnig lesið bókina, og er skemmtilegt að sjá hvernig leikstjóri heldur sér við söguna. Aðeins er örfáum smáatriðum sleppt úr bókinni, ólíkt því sem var t.d. gert við The Shining, þrátt fyrir að hún sé meistarastykki. En Stephen King var ekki sáttur við Kubrick og leikstýrði sinni eigin Shining sem á víst að sökka. Ég hef ekki séð hana.
En The Green Mile er besta mynd sem ég hef séð. Engin mynd hefur setið jafnlengi í mér eftir að hafa horft á hana.
Die Hard!
Djöfull er langt síðan maður sá Die Hard myndirnar. Ég horfði á fyrstu þrjár um daginn og varð helvíti hrifinn. Þetta er ekkert verra en í minningunni. Ég hef reyndar ekki séð fjórðu myndina, en hef heyrt misjafna hluti um hana. Mörgum finnst hún vera geðveik, en sumum finnst hún vera hálfslöpp. Ég er eiginlega á því að fyrsta myndin sé sú besta í trílogíunni. Bruce Willis, í hlutverki John McClane, er án efa sá allra harðasti í bransanum. Alltaf þegar hryðjuverkamennirnir hringja í hann og vilja tala um eitthvað upp á líf og dauða, þá er McClane-inn alltaf með einhverja helvítis stæla og útúrsnúninga. Þvílíkur meistari.
Önnur myndin var líka helvíti góð. Söguþráðurinn tók skemmtilegar beygjur og ekki vantaði testósteronið í McClane. Það bar þá stundum á svona „over the top“ súrum atriðum sem voru of asnaleg.
Þriðja myndin er síst, að mínu mati. Samt er hún mjög góð og frábær afþreygin. En Simon var bara einum of súr á köflum fyrir minn smekk.
En ég fór einmitt að spá eftir að hafa horft á þetta, það eru ekki gerðar svona action myndir lengur. Kannski er ég bara uppfullur af nostalgíu en mér finnst dáldið eins og spennumyndir dagsins í dag séu flestar annað hvort á miklu lægri gæðastandardi, eða þá alltof alvarlegar.
Önnur myndin var líka helvíti góð. Söguþráðurinn tók skemmtilegar beygjur og ekki vantaði testósteronið í McClane. Það bar þá stundum á svona „over the top“ súrum atriðum sem voru of asnaleg.
Þriðja myndin er síst, að mínu mati. Samt er hún mjög góð og frábær afþreygin. En Simon var bara einum of súr á köflum fyrir minn smekk.
En ég fór einmitt að spá eftir að hafa horft á þetta, það eru ekki gerðar svona action myndir lengur. Kannski er ég bara uppfullur af nostalgíu en mér finnst dáldið eins og spennumyndir dagsins í dag séu flestar annað hvort á miklu lægri gæðastandardi, eða þá alltof alvarlegar.
Topp 10 listinn, 3/4
Jæja, þá er komið að þeim myndum sem prýða 2. og 3. sætið. Í engri sérstakri röð.
Oldboy (2003)
Leikstjórinn Chan-wook Park sýndi meistaratakta við gerð Oldboy. Þessi mynd er ein sú rosalegasta sem ég hef á ævi minni séð. Myndin er frá Suður-Kóreu og segir frá Oh Dae-Su sem vaknar einn daginn eftir fyllerí í herbergi sem hann hefur aldrei séð áður. Þar er hann læstur inni í 15 ár án þess að hitta aðra manneskju og án útskýringa. Einn daginn vaknar hann svo í tösku upp á húsþaki, hann er frjáls og veit ekkert af hverju. Stuttu síðar fara að berast honum símtöl frá manninum sem fangaði hann og þar Oh-Dae Su að komast að því af hverju hann var læstur inni. Hefst svo gríðarlega spennandi atburðarrás sem endar með plotti, sem ég held að geti fullyrt að sé það rosalegasta sem ég hef séð. Ég veit ekki hvert ég ætlaði þegar það kom í ljós, svo agndofa varð ég.
Eitt það eftirminnilegasta úr myndinni er bardagaatriði þar sem Oh Dae-Su lemur fullt af gaurum í klessu inn á einhverjum gangi. Atriðið er örugglega vel á þriðju mínútu og er tekið upp í einu skoti. Ég horfði á aukaefni um gerð myndarinnar og þar var fjallað um þegar þeir voru að æfa þetta atriði. Það tók ekki stuttan tíma. Þessi mynd er ein af þremur bestu myndum sem ég hef séð, svo mikið er víst.
Eitt það eftirminnilegasta úr myndinni er bardagaatriði þar sem Oh Dae-Su lemur fullt af gaurum í klessu inn á einhverjum gangi. Atriðið er örugglega vel á þriðju mínútu og er tekið upp í einu skoti. Ég horfði á aukaefni um gerð myndarinnar og þar var fjallað um þegar þeir voru að æfa þetta atriði. Það tók ekki stuttan tíma. Þessi mynd er ein af þremur bestu myndum sem ég hef séð, svo mikið er víst.
American History X (1998)
Tony Kaye er leikstjóri sem ekki hefur farið mikið fyrir. Hann á tiltölulega fá verk að baki sér en ein af myndum hans er American History X, sem er ein rosalegasta mynd sem ég hef séð. Myndin segir frá nýnasistahetjunni Derek og litla bróður hans Danny. Faðir þeirra var myrtur af blökkumanni og í kjölfarið greip gamall nýnasisti, Cameron, tækifærið og innrætti Derek með vafasömum hugmyndum. Derek lendir svo í fangelsi fyrir að myrða tvo blökkumenn og meðan hann er í fangelsinu kynnist hann blökkumanni og þeir tveir verða ágætis félagar þegar yfir líkur. Þegar Derek kemur svo út hefur hann sagt skilið við fyrri hugmyndir sínar og berst fyrir því að litli bróðir hans taki þær ekki upp.
Myndin er ótrúlega átakanleg. Ég man þegar ég sá hana fyrst, árið sem hún kom út. Ég fylltist óhug yfir atriðinu þegar gengið ræðst inn í verslun mannaða af innflytjendum. En þessi saga á vel við hvar sem er, hún er sígild og tímalaus. Hún minnir á það að ekki er hægt að dæma fjöldann, heldur einstaklingana. Vonandi að fólkið í ÍFÍ horfi á þessa mynd og hugsi.
Myndin er ótrúlega átakanleg. Ég man þegar ég sá hana fyrst, árið sem hún kom út. Ég fylltist óhug yfir atriðinu þegar gengið ræðst inn í verslun mannaða af innflytjendum. En þessi saga á vel við hvar sem er, hún er sígild og tímalaus. Hún minnir á það að ekki er hægt að dæma fjöldann, heldur einstaklingana. Vonandi að fólkið í ÍFÍ horfi á þessa mynd og hugsi.
Wednesday, December 5, 2007
Tuesday, December 4, 2007
Topp 10 listinn, 2/4
Jæja, þá er komið að öðrum hluta af topp 10 listanum mínum.
Fyrsta mynd á dagskrá er...
Fyrsta mynd á dagskrá er...
Das Leben der Anderes (2006)
Myndin Das Leben der Anderes, eða The Lives of Others, kom mér rækilega á óvart. Ein af þessum bíóferðum þar sem maður spáir ekkert í hverju maður er að fara að sjá, en svo kemur einhver bomba. Ég fékk nefnilega frímiða á þessa mynd, minnir að það hafi verið á vegum Græna ljóssins. Ég tók frímiðanum fagnandi og spáði ekkert í því hvaða mynd var um að ræða.
Eins og titillinn gefur til kynna er myndin þýsk. Henni er leikstýrt af Florian Henckel von Donnersmarck. Myndin gerist í Austur-Þýskalandi, nokkrum árum fyrir fall Berlínarmúrsins, og hún fjallar um mann í leyniþjónustunni sem vinnur meðal annars við að hlera íbúðir fólks sem gætu verið „ógn við kommúnismann“. Þessi maður, Gerd Wiesler, fær það verkefni að hlera íbúð hins frjálslynda skálds Georg Dreyman því hann er grunaður um að vera hliðhollur Vestur-Þýskalandi. Ekki líður á löngu áður en að Wiesler fer að sogast inn í líf Dreyman og verða eiginlega hooked á því. Upp frá því skapast mikil togstreita innra með honum, og vel sköpuð og raunveruleg persóna hans fær að njóta sín. Það var eitt af því sem heillaði mig við þessa mynd, hversu raunverulegt tilfinningalíf fólksins var. Draman var rosaleg á köflum, og hún var alltaf átakanleg og aldrei klaufaleg. Þegar ég gekk útaf myndinni leið mér ekki eins og þegar ég gekk inn á hana. Það nota ég stundum sem mælikvarða á góðar myndir.
Myndin Das Leben der Anderes, eða The Lives of Others, kom mér rækilega á óvart. Ein af þessum bíóferðum þar sem maður spáir ekkert í hverju maður er að fara að sjá, en svo kemur einhver bomba. Ég fékk nefnilega frímiða á þessa mynd, minnir að það hafi verið á vegum Græna ljóssins. Ég tók frímiðanum fagnandi og spáði ekkert í því hvaða mynd var um að ræða.
Eins og titillinn gefur til kynna er myndin þýsk. Henni er leikstýrt af Florian Henckel von Donnersmarck. Myndin gerist í Austur-Þýskalandi, nokkrum árum fyrir fall Berlínarmúrsins, og hún fjallar um mann í leyniþjónustunni sem vinnur meðal annars við að hlera íbúðir fólks sem gætu verið „ógn við kommúnismann“. Þessi maður, Gerd Wiesler, fær það verkefni að hlera íbúð hins frjálslynda skálds Georg Dreyman því hann er grunaður um að vera hliðhollur Vestur-Þýskalandi. Ekki líður á löngu áður en að Wiesler fer að sogast inn í líf Dreyman og verða eiginlega hooked á því. Upp frá því skapast mikil togstreita innra með honum, og vel sköpuð og raunveruleg persóna hans fær að njóta sín. Það var eitt af því sem heillaði mig við þessa mynd, hversu raunverulegt tilfinningalíf fólksins var. Draman var rosaleg á köflum, og hún var alltaf átakanleg og aldrei klaufaleg. Þegar ég gekk útaf myndinni leið mér ekki eins og þegar ég gekk inn á hana. Það nota ég stundum sem mælikvarða á góðar myndir.
Pulp Fiction (1994)
Tja, það er varla að maður þurfi að kynna þessa mynd fyrir neinum. Eitt af svölustu myndum allra tíma. Leikstýrt af Tarantino. En ekki hverjum. En þessi mynd er samt nokkuð merkileg á marga vegu. Það sem er lang svalast við hana er það að það er ósköp lítill söguþráður í henni, þannig séð. Myndin er bara blanda af nokkrum smásögum, ef svo mætti að orði komast. Hún er aðallega keyrð á góðum karakterum og það er magnað hvað það virkar vel. Maður fær bara ekki nóg af því að horfa á þessa karaktera gera einhverja vitleysu. Ég held ég geti fullyrt það að Samuel L. Jackson sé imhumanly svalur í þessari mynd og að Bruce Willis sé inhumanly harður. Travolta nær að núlla út hversu hallærislegur hann var í Grease. Eins og einhver notandi á imdb segir: „Masterpiece without a message“. Gæti ekki orðað það betur.
Braveheart (1995)
Um daginn fór ég á Elizabeth: The Golden Age í bíó. Þvílík helvítis drulla og niðurgangur. Flestar svona „era“ myndir sem hafa verið gerðar nýverið eru svooo lélegar að það hálfa væri nóg. Það sama má þó ekki segja um Braveheart, sem er að mínu mati ein allra magnaðasta mynd allra tíma. Mel Gibson leikstýrði henni ásamt því að sjá um aðalhlutverkið. Myndin segir frá sögu William Wallace og baráttu hans og Skota gegn kúgun Breta. Það er ekki nóg með það að það séu flottar leikmyndir og búningar, eins og í Elizabeth, heldur er sagan vel sögð og bardagaatriðin eru fáránlega hörð. Ekkert baby stuff, bara alvöru slagsmál, ekkert tæknibrelluklám. Þetta er ein af þessum myndum sem ég get horft á aftur og aftur. Og ég er ekki mikið fyrir það að horfa á sömu myndirnar. Tónlistin í myndinni er líka stórfengleg. Stefið sem er spilað af og til út myndina lætur engan mann ósnortinn, ekki frekar en myndin sjálf.
Wednesday, November 28, 2007
Zodiac (2007)
Kvikmyndin Zodiac fór fram hjá fæstum þegar hún kom í bíó hér á landi. Ég var samt einn af þeim fáu sem sá hana aldrei. Um daginn ákvað ég þó að kíkja á hana því hún hafði fengið svo brjálaða dóma og var talað um hana sem bestu spennumynd sem hefur verið gerð í mörg ár. Enda var ekki af öðru að búast frá leikstjóranum sem leikstýrði Fight Club, David Fincher.
Ég settist því niður fyrir framan skjáinn, fullur eftirvæntingar. Ég verð þó að viðurkenna að ég varð fyrir örlitlum vonbrigðum með þessa blessuðu mynd. Ég er alls ekki að segja að hún hafi verið léleg, en það var bara búið að hæpa hana svo ógeðslega mikið upp.
Myndin byrjar mjög vel, myndatakan og atmóið er alveg ógeðslega töff og ég sá fram á frábæra mynd fyrsta hálftímann eða svo. En mér fannst myndin svo leysast svolítið upp þegar leið á hana. Ég náði ekki að halda athyglinni út alla myndina. Morðinginn náðist aldrei en myndin skilur eftir sig „prime suspect“. Aðalpointið með myndinni var eiginlega hvernig Robert Graysmith (Jake Gyllenhaal) varð obsessed og missti vitið út af þessum blessaða raðmorðingja.
Eins og ég segi, myndin var mjög töff og hún lofaði góðu í byrjun. En myndin endaði dáldið í lausu lofti og það var pæling sem mér fannst ekki virka nógu vel á mig. Kannski var það vegna þess að ég hafði gert mér hugmynd um mynd sem var jafnsjúk og Se7en eða eitthvað.
Ég skelli þremur stjörnum á Zodiac. Kannski þremur og hálfri.
Ég settist því niður fyrir framan skjáinn, fullur eftirvæntingar. Ég verð þó að viðurkenna að ég varð fyrir örlitlum vonbrigðum með þessa blessuðu mynd. Ég er alls ekki að segja að hún hafi verið léleg, en það var bara búið að hæpa hana svo ógeðslega mikið upp.
Myndin byrjar mjög vel, myndatakan og atmóið er alveg ógeðslega töff og ég sá fram á frábæra mynd fyrsta hálftímann eða svo. En mér fannst myndin svo leysast svolítið upp þegar leið á hana. Ég náði ekki að halda athyglinni út alla myndina. Morðinginn náðist aldrei en myndin skilur eftir sig „prime suspect“. Aðalpointið með myndinni var eiginlega hvernig Robert Graysmith (Jake Gyllenhaal) varð obsessed og missti vitið út af þessum blessaða raðmorðingja.
Eins og ég segi, myndin var mjög töff og hún lofaði góðu í byrjun. En myndin endaði dáldið í lausu lofti og það var pæling sem mér fannst ekki virka nógu vel á mig. Kannski var það vegna þess að ég hafði gert mér hugmynd um mynd sem var jafnsjúk og Se7en eða eitthvað.
Ég skelli þremur stjörnum á Zodiac. Kannski þremur og hálfri.
Tuesday, November 27, 2007
Dexter
Langaði bara að bomba inn einni örfærslu um sjónvarpsþættina um Dexter. Ég er ekki að tala um Dexter's Laboratory heldur skemmtilega og góða Dexter þáttinn sem er ekki ógeðslega leiðinleg teiknimynd á Cartoon Network.
Ég ætla svo sem ekkert að fara í einhverja djúpa greiningu á þættinum. Þessi færsla er hugsuð sem virðingavottur fyrir þáttinn sem breytti sýn minni á sjónvarpsþætti yfir höfuð.
Þannig er mál með vexti að ég var lengi vel mjög fordómafullur í garð sjónvarpsþátta. Á seinustu misserum hafa alls konar þættir verið að koma sterkir inn og fólk virðist verða hooked á sjónvarpsþáttum í mun meiri mæli en áður þekktist. Þetta gat ég aldrei skilið.
Þangað til ég varð mér út um 1. seríu af Dexter. Þá varð ekki aftur snúið. Þá gerði ég mér grein fyrir því að þættir gætu alveg verið á sama gæðaplani og góðar bíómyndir.
Nú eru komnir 9 þættir í 2. seríu. Þetta er bara að verða betra og betra.
Respect.
Ég ætla svo sem ekkert að fara í einhverja djúpa greiningu á þættinum. Þessi færsla er hugsuð sem virðingavottur fyrir þáttinn sem breytti sýn minni á sjónvarpsþætti yfir höfuð.
Þannig er mál með vexti að ég var lengi vel mjög fordómafullur í garð sjónvarpsþátta. Á seinustu misserum hafa alls konar þættir verið að koma sterkir inn og fólk virðist verða hooked á sjónvarpsþáttum í mun meiri mæli en áður þekktist. Þetta gat ég aldrei skilið.
Þangað til ég varð mér út um 1. seríu af Dexter. Þá varð ekki aftur snúið. Þá gerði ég mér grein fyrir því að þættir gætu alveg verið á sama gæðaplani og góðar bíómyndir.
Nú eru komnir 9 þættir í 2. seríu. Þetta er bara að verða betra og betra.
Respect.
Topp 10 listinn, 1/4
Jæja. Ég hef ákveðið fyrirkomulagið á topp 10 listanum mínum. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég get ómögulega raðað myndunum í röð, en ég er samt búinn að ákveða hver er í 1. sæti. Ég er búinn að blogga um Requiem for a Dream nú þegar, þannig að ég mun hafa þetta þannig að núna blogga ég um þrjár, svo þrjár, svo tvær og svo kemur eitt ofurblogg um myndina sem ég tel vera bestu mynd sem ég hef séð.
En að öðru. Fyrsta mynd á dagskrá:
Næsta mynd á listanum er Rosemary's Baby. Þá mynd ætti varla að þurfa að kynna fyrir nokkrum. Myndinni er leikstýrt af sjálfum Roman Polanski og hin undurfagra Mia Farrow fer með aðalhlutverkið. Myndin er talin vera ein af meistarastykkjum kvikmyndasögunnar og ég get fúslega skrifað undir það.
Það sem myndin skilur eftir fyrir mig er „atmóið“. Myndin fjallar um Rosemary Woodhouse, sem verður ólétt og sjálfur Kölski er faðir barnsins. Myndin er laus við gore og bregðuatriði en það er andrúmsloftið sem gerir hana eins creepy og hún er. Hún er frekar geðveikisleg út í gegn, hvernig allir í kringum Rosemary eru með í plottinu. Hún er í svo hrikalegri aðstöðu í allri myndinni að ég fylltist af einhverjum undarlegum tilfinningum þegar ég horfði á hana. Polanski sýnir vel snilli sína í þessari mynd og tel ég hana eiga fullt erindi á listann minn.
The Shawshank Redemption er mynd byggð á sögu Stephen King. Þar sem ég er forfallinn King aðdáandi þá hitti þessi mynd beint í mark fyrir mig. Myndin segir frá bankamanninum Andy Dufresne, leiknum af Tim Robbins, sem er dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki. Í fangelsinu nær hann að pota sér í fremstu röð eftirlætisfanga fangelsisyfirvalda og á endanum fer hann að sjá um fjármál fyrir ýmsa starfsmenn fangelsisins. Í lokin strýkur hann úr fangelsinu í gegnum gat sem hann bjó til með pínulitlum hamri, kemur upp um fjársvik fangelsisstjórans og hirðir alla peningana hans.
Myndinni er leikstýrt af Frank Darabont og á hann hrós skilið fyrir góða leikstjórn. Þó finnst mér Stephen King eiga mest kredit skilið fyrir þessa mynd, því það er í rauninni þessi frábæra saga sem gerir myndina að því sem hún er.
Frásagnaraðferð myndarinnar er dálítið skemmtileg. Þrátt fyrir að Andy Dufresne sé aðalpersónan í myndinni þá er vinur hans, Red, leikinn af Morgan Freeman, sögumaður myndarinnar. Áhorfendur sjá inn í huga hans og hann segir söguna af aðalpersónunni.
Þessi frábæra mynd á fullt erindi inn á listann minn. Til gamans má geta að hún er í 2. sæti á imdb.com.
En að öðru. Fyrsta mynd á dagskrá:
Þegar ég heyrði fyrst um þessa mynd þá var ég örlítið efins um hana. Mér fannst pælingin um tvo töframenn að berjast um rosalegasta töfrabragð allra tíma vera hálf tæp. En þegar ég sá leikarana þá fór ég að verða ögn bjartsýnni. Christian Bale og Hugh Jackman eru í aðalhlutverkunum. Þegar ég horfði svo á myndina þá kom hún mér rækilega á óvart.
Christopher Nolan fer hrikalega vel með söguna og er myndinni vel leikstýrt í alla staði. Það sem heillaði mig mest við myndina var hversu ótrúlega vönduð hún var. Góð leikstjórn, góð myndataka, góðir leikarar, skemmtileg saga með ógeðslega töff plotti. Allt sem góð mynd þarf að hafa. Myndin er ein eftirminnilegasta nýja mynd sem ég hef séð lengi, og þess vegna fannst mér hún eiga erindi á topp 10 listann minn.
Christopher Nolan fer hrikalega vel með söguna og er myndinni vel leikstýrt í alla staði. Það sem heillaði mig mest við myndina var hversu ótrúlega vönduð hún var. Góð leikstjórn, góð myndataka, góðir leikarar, skemmtileg saga með ógeðslega töff plotti. Allt sem góð mynd þarf að hafa. Myndin er ein eftirminnilegasta nýja mynd sem ég hef séð lengi, og þess vegna fannst mér hún eiga erindi á topp 10 listann minn.
Næsta mynd á listanum er Rosemary's Baby. Þá mynd ætti varla að þurfa að kynna fyrir nokkrum. Myndinni er leikstýrt af sjálfum Roman Polanski og hin undurfagra Mia Farrow fer með aðalhlutverkið. Myndin er talin vera ein af meistarastykkjum kvikmyndasögunnar og ég get fúslega skrifað undir það.
Það sem myndin skilur eftir fyrir mig er „atmóið“. Myndin fjallar um Rosemary Woodhouse, sem verður ólétt og sjálfur Kölski er faðir barnsins. Myndin er laus við gore og bregðuatriði en það er andrúmsloftið sem gerir hana eins creepy og hún er. Hún er frekar geðveikisleg út í gegn, hvernig allir í kringum Rosemary eru með í plottinu. Hún er í svo hrikalegri aðstöðu í allri myndinni að ég fylltist af einhverjum undarlegum tilfinningum þegar ég horfði á hana. Polanski sýnir vel snilli sína í þessari mynd og tel ég hana eiga fullt erindi á listann minn.
The Shawshank Redemption er mynd byggð á sögu Stephen King. Þar sem ég er forfallinn King aðdáandi þá hitti þessi mynd beint í mark fyrir mig. Myndin segir frá bankamanninum Andy Dufresne, leiknum af Tim Robbins, sem er dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki. Í fangelsinu nær hann að pota sér í fremstu röð eftirlætisfanga fangelsisyfirvalda og á endanum fer hann að sjá um fjármál fyrir ýmsa starfsmenn fangelsisins. Í lokin strýkur hann úr fangelsinu í gegnum gat sem hann bjó til með pínulitlum hamri, kemur upp um fjársvik fangelsisstjórans og hirðir alla peningana hans.
Myndinni er leikstýrt af Frank Darabont og á hann hrós skilið fyrir góða leikstjórn. Þó finnst mér Stephen King eiga mest kredit skilið fyrir þessa mynd, því það er í rauninni þessi frábæra saga sem gerir myndina að því sem hún er.
Frásagnaraðferð myndarinnar er dálítið skemmtileg. Þrátt fyrir að Andy Dufresne sé aðalpersónan í myndinni þá er vinur hans, Red, leikinn af Morgan Freeman, sögumaður myndarinnar. Áhorfendur sjá inn í huga hans og hann segir söguna af aðalpersónunni.
Þessi frábæra mynd á fullt erindi inn á listann minn. Til gamans má geta að hún er í 2. sæti á imdb.com.
Monday, November 26, 2007
Stuttmyndamaraþonið
7. des nálgast óðfluga. Ég var reyndar búinn að steingleyma að maður ætti að blogga um stuttmyndamaraþonið ógurlega en það gerir ekkert til, myndin er mér enn í fersku minni.
Ég, Ingólfur „Bóbó“ Halldórsson, Árni Þór „Aslan“ Árnason, Ari „Yrja“ Guðjónsson og Jón „Sugarsick“ Benediktsson vorum saman í hóp og eftir miklar vangaveltur varð til kvikmyndin Opinberun Hannesar 2: Í skugga trúar.
Plot outline: Tveir trúboðar ofsækja ungan, latan mann sem þráir ekkert heitar en að fá að vera í friði.
Arnar Már Ólafsson átti leiksigur í þessari mynd og er byrjunaratriðið talið vera eitt það besta í stuttmyndamaraþoninu. Þar má sjá augljós áhrif úr myndinni The Big Lebowski. Það er augljóst að The Dude er kominn til að vera í kvikmyndum, sama hvers lenskar þær kunna að vera.
Myndatakan heppnaðist vel, fyrir utan lýsinguna í lokaatriðinu, og það eyðilagði örlítið fyrir myndinni, því plottið er eitt það sjúkasta sem hefur sést á hvíta tjaldinu. Fyrir utan það var myndataka og klipping hnökralaus með öllu.
Það var samt nett pirrandi að þurfa að klippa og hljóðsetja allt í vélinni sjálfri, en það voru þær takmarkanir sem settar voru. Við hlökkum mikið til þess að fá að klippa í alvöru forriti eftir áramót.
Myndin hlaut lof bekkjarfélaganna og var æðsta vald áfangans, Sigurður Páll Guðbjartsson, svo ánægt með myndinni að hún hlaut 9,5 í einkunn, hæst allra mynda.
Ég, Ingólfur „Bóbó“ Halldórsson, Árni Þór „Aslan“ Árnason, Ari „Yrja“ Guðjónsson og Jón „Sugarsick“ Benediktsson vorum saman í hóp og eftir miklar vangaveltur varð til kvikmyndin Opinberun Hannesar 2: Í skugga trúar.
Plot outline: Tveir trúboðar ofsækja ungan, latan mann sem þráir ekkert heitar en að fá að vera í friði.
Arnar Már Ólafsson átti leiksigur í þessari mynd og er byrjunaratriðið talið vera eitt það besta í stuttmyndamaraþoninu. Þar má sjá augljós áhrif úr myndinni The Big Lebowski. Það er augljóst að The Dude er kominn til að vera í kvikmyndum, sama hvers lenskar þær kunna að vera.
Myndatakan heppnaðist vel, fyrir utan lýsinguna í lokaatriðinu, og það eyðilagði örlítið fyrir myndinni, því plottið er eitt það sjúkasta sem hefur sést á hvíta tjaldinu. Fyrir utan það var myndataka og klipping hnökralaus með öllu.
Það var samt nett pirrandi að þurfa að klippa og hljóðsetja allt í vélinni sjálfri, en það voru þær takmarkanir sem settar voru. Við hlökkum mikið til þess að fá að klippa í alvöru forriti eftir áramót.
Myndin hlaut lof bekkjarfélaganna og var æðsta vald áfangans, Sigurður Páll Guðbjartsson, svo ánægt með myndinni að hún hlaut 9,5 í einkunn, hæst allra mynda.
Rashomon (1950)
Jæja. Í dag horfðum við á meint meistarastykki Akira Kurosawa, Rashomon. Eftir að hafa keppt æfingakeppni í leiðinlegustu keppni skólans, Ratakúk, þá skelltum við félagarnir okkur upp í J stofu og horfðum á þessa blessuðu mynd. Myndin segir frá þremur gæjum sem sitja saman í skjóli og eru að bíða eftir að storm lægi. Þeir fara að skeggræða morð á Samurai, sem involveraði konu hans og „bandit“. Frásögn hvers og eins er ólík annarri og pointið með myndinni var að fólk hagræddi alltaf sannleikanum sér í hag.
Ég er ef til vill algjör menningaróviti en mér fannst þessi mynd alveg hundleiðinleg. Eins og svo margar gamlar myndir. Mér fannst sagan leiðinleg til að byrja með og ofleikurinn hjá konunni sérstaklega fór í mínar fínustu. Kvikmyndin er eflaust merkileg í kvikmyndasögulegu samhengi en ég held ég sé bara ekki nógu harður kvikmyndanölli til að geta haft gaman af þessu.
Það eina sem ég man eftir sem mér fannst virkilega töff voru skotin þar sem fólkið talaði fyrir rétti. Þar var nett „point of view“ skot og dómarinn virtist ósýnilegur.
Ég er ef til vill algjör menningaróviti en mér fannst þessi mynd alveg hundleiðinleg. Eins og svo margar gamlar myndir. Mér fannst sagan leiðinleg til að byrja með og ofleikurinn hjá konunni sérstaklega fór í mínar fínustu. Kvikmyndin er eflaust merkileg í kvikmyndasögulegu samhengi en ég held ég sé bara ekki nógu harður kvikmyndanölli til að geta haft gaman af þessu.
Það eina sem ég man eftir sem mér fannst virkilega töff voru skotin þar sem fólkið talaði fyrir rétti. Þar var nett „point of view“ skot og dómarinn virtist ósýnilegur.
Monday, November 5, 2007
Fear and Loathing in Las Vegas (1998)
Kæru samnemendur. Ég hef risið upp frá dauðum. Mættur aftur, ferskari en allt sem ferskt er og tilbúinn að bomba út bloggi annan hvern dag fram að mánaðarlokum.
Hér í dag ætla ég að fjalla um myndina Fear and Loathing in Las Vegas, sem er frá árinu 1998.
Myndinni er leikstýrt af Terry Gilliam og með aðalhlutverk fara Johnny Depp og Benicio Del Toro.
Myndin segir frá Raoul Duke (Depp), meintum fréttaritara og lögfræðingi hans, Dr. Gonzo (Del Toro) og ferðalagi þeirra til Las Vegas. Í þessari mynd, sem er um tveir tímar að lengd, gerist voða lítið fyrir utan það að þeir bakkabræður eru að vaða uppi í Las Vegas á ofskynjunarlyfjum. Myndin er eiginlega laus við plott og söguþráðurinn er alls ekki krassandi. Þessi mynd er pjúra dópmynd. En hún var góð engu að síður. Leikstjórinn, með hjálp frábærra leikara nær að láta pælinguna sína ganga fullkomlega upp. Þrátt fyrir að myndin sé eitt stórt sýrutripp í orðsins fyllstu merkingu þá nær maður að halda athyglinni og skemmta sér allan tímann.
Í þessari mynd sýnir Johnny Depp okkur að hann er einn besti leikari samtímans. Leikur hans einn og sér væri næg ástæða til að horfa á myndina. Hann sekkur sér svo djúpt ofan í karakter sinn og nær að leika gæja á öllum eiturlyfjum sem til eru á ótrúlega sannfærandi hátt.
Ég held ég gefi myndinni 3,5 stjörnur, og eigna Depp meirihluta þeirra.
PS: Ég er kominn með imdb-linka á titla, leikstjóra og leikara.
Hér í dag ætla ég að fjalla um myndina Fear and Loathing in Las Vegas, sem er frá árinu 1998.
Myndinni er leikstýrt af Terry Gilliam og með aðalhlutverk fara Johnny Depp og Benicio Del Toro.
Myndin segir frá Raoul Duke (Depp), meintum fréttaritara og lögfræðingi hans, Dr. Gonzo (Del Toro) og ferðalagi þeirra til Las Vegas. Í þessari mynd, sem er um tveir tímar að lengd, gerist voða lítið fyrir utan það að þeir bakkabræður eru að vaða uppi í Las Vegas á ofskynjunarlyfjum. Myndin er eiginlega laus við plott og söguþráðurinn er alls ekki krassandi. Þessi mynd er pjúra dópmynd. En hún var góð engu að síður. Leikstjórinn, með hjálp frábærra leikara nær að láta pælinguna sína ganga fullkomlega upp. Þrátt fyrir að myndin sé eitt stórt sýrutripp í orðsins fyllstu merkingu þá nær maður að halda athyglinni og skemmta sér allan tímann.
Í þessari mynd sýnir Johnny Depp okkur að hann er einn besti leikari samtímans. Leikur hans einn og sér væri næg ástæða til að horfa á myndina. Hann sekkur sér svo djúpt ofan í karakter sinn og nær að leika gæja á öllum eiturlyfjum sem til eru á ótrúlega sannfærandi hátt.
Ég held ég gefi myndinni 3,5 stjörnur, og eigna Depp meirihluta þeirra.
PS: Ég er kominn með imdb-linka á titla, leikstjóra og leikara.
Thursday, September 27, 2007
RIFF - Híena (2006)
Jæja. Í kvöld skellti ég mér á pólsku myndina Híena. Myndin er sýnd á RIFF og var leikstýrt af Grzegorz Lewandowski. Ég get nú eiginlega ekki sagt annað en að þetta sé ein slakasta bíóferð sem ég hef farið.
Til að byrja með var sýningarstjórinn að drulla á sig. Eftir að hafa beðið heillengi meðan það var verið að laga eitthvað tæknivesen fengum við að horfa á myndina án hljóðs í nokkrar mínútur. Loksins komst hljóðið á og okkar kæri sýningarstjóri stækkaði myndina töluvert, eða zoomaði, því hún hafði bara þakið hluta tjaldsins fyrstu mínúturnar. Þá kom í ljós að myndin var í álíkla gæðum og myndband á youtube. Myndin var einnig illa þýdd og á tímapuntki voru engir textar. Robert Pajdak hefði eflaust ekki kippt sér upp við það en það sama gildir ekki um okkur hina í áfanganum.
Fyrir utan þessi tæknilegu atriði þá var myndin sjálf alveg ótrúlega leiðinleg. Ég áttaði mig engann veginn á þessum söguþræði og myndin var bara all around ótrúlega asnaleg. Ég fór eiginlega bara hálfhlæjandi út úr bíósalnum. Myndin er um einhvern krakka sem er með það á heilanum að það sé einhverj hýena að drepa alla í bænum sínum. Hann hittir einhvern burnt-face dude sem hlær geðveikt mikið og í lokin kemst hann að því að local löggan var alltaf með gínu heima hjá sér á nóttunni. Ég skil samt ekkert hvað var að gerast þarna. Kannski var löggan morðingi eða eitthvað.
En myndinni til varnar þá leið hún mikið fyrir slæmt hljóð og slæm myndgæði. Þessi mynd reiddi sig augljóslega á atmosphere-ið og ég verð að játa að sumar senurnar voru alveg ótrúlega morbid og töff.
En þetta var samt hundleiðinleg mynd.
Smelli einni og hálfri stjörnu á þetta.
Til að byrja með var sýningarstjórinn að drulla á sig. Eftir að hafa beðið heillengi meðan það var verið að laga eitthvað tæknivesen fengum við að horfa á myndina án hljóðs í nokkrar mínútur. Loksins komst hljóðið á og okkar kæri sýningarstjóri stækkaði myndina töluvert, eða zoomaði, því hún hafði bara þakið hluta tjaldsins fyrstu mínúturnar. Þá kom í ljós að myndin var í álíkla gæðum og myndband á youtube. Myndin var einnig illa þýdd og á tímapuntki voru engir textar. Robert Pajdak hefði eflaust ekki kippt sér upp við það en það sama gildir ekki um okkur hina í áfanganum.
Fyrir utan þessi tæknilegu atriði þá var myndin sjálf alveg ótrúlega leiðinleg. Ég áttaði mig engann veginn á þessum söguþræði og myndin var bara all around ótrúlega asnaleg. Ég fór eiginlega bara hálfhlæjandi út úr bíósalnum. Myndin er um einhvern krakka sem er með það á heilanum að það sé einhverj hýena að drepa alla í bænum sínum. Hann hittir einhvern burnt-face dude sem hlær geðveikt mikið og í lokin kemst hann að því að local löggan var alltaf með gínu heima hjá sér á nóttunni. Ég skil samt ekkert hvað var að gerast þarna. Kannski var löggan morðingi eða eitthvað.
En myndinni til varnar þá leið hún mikið fyrir slæmt hljóð og slæm myndgæði. Þessi mynd reiddi sig augljóslega á atmosphere-ið og ég verð að játa að sumar senurnar voru alveg ótrúlega morbid og töff.
En þetta var samt hundleiðinleg mynd.
Smelli einni og hálfri stjörnu á þetta.
Wednesday, September 26, 2007
American Hardcore (2006)
Já. Mér datt allt í einu í hug um að blogga um mynd sem ég er nokkuð viss um að enginn í áfanganum hefur horft á. Ég er ekki einu sinni viss um að Siggi Palli hafi séð hana. Ef ég ætti að giska þá mundi ég segja nei. Og þó. Sjáum til.
Kvikmyndin American Hardcore er heimildarmynd byggð á bókinni American Hardcore: A Tribal History sem var skrifuð af Steven Blush. Myndinni er leikstýrt af Paul Rachman.
Eins og nafnið gefur kannski til kynna fjallar myndin um frumbernsku Hardcore-tónlistar sem blómstrar enn þann dag í dag. Stefnan á rætur sínar að rekja til Bandaríkjana, late 70's/early 80's.
Millistéttarkrakkar sem fengu einn daginn upp í kok af samfélaginu sem þau bjuggu í slitu sig frá því og stofnuðu hreyfingu sem fór eins og eldur í sinu um heiminn. Eins og svo oft áður var fagnaðarerindið boðað með tónlist.
Þar sem ég hef mikinn áhuga á þessari tónlist og menningu var ótrúlega gaman að sjá þessa mynd. Skemmtilegt að heyra viðtöl við gamla garpa og sjá footage af tónleikum hjá legendary hljómsveitum eins og Minor Threat og Black Flag.
Það er svo sem ekki mikið meira að segja um þessa mynd þannig séð, nema ef ég mundi rekja öll viðtölin eða eitthvað. Það mundi sökka.
Í staðinn ætla ég að linka á youtube myndband ef einhver skyldi hafa áhuga. Sjón er sögu ríkari, tékkið á þessu myndbandi. Gefur smjörþefinn af því hvernig hlutirnir voru þarna. Hljóðið er samt ömurlegt. Verið þolinmóð, þeir blaðra mikið milli laga, en um leið og þeir byrja að spila - the place goes apeshit.
PS: Ég sá þessa mynd í USA, gaman að segja frá því. Leigði hana á DVD á 2 dollara, glænýja.
Kvikmyndin American Hardcore er heimildarmynd byggð á bókinni American Hardcore: A Tribal History sem var skrifuð af Steven Blush. Myndinni er leikstýrt af Paul Rachman.
Eins og nafnið gefur kannski til kynna fjallar myndin um frumbernsku Hardcore-tónlistar sem blómstrar enn þann dag í dag. Stefnan á rætur sínar að rekja til Bandaríkjana, late 70's/early 80's.
Millistéttarkrakkar sem fengu einn daginn upp í kok af samfélaginu sem þau bjuggu í slitu sig frá því og stofnuðu hreyfingu sem fór eins og eldur í sinu um heiminn. Eins og svo oft áður var fagnaðarerindið boðað með tónlist.
Þar sem ég hef mikinn áhuga á þessari tónlist og menningu var ótrúlega gaman að sjá þessa mynd. Skemmtilegt að heyra viðtöl við gamla garpa og sjá footage af tónleikum hjá legendary hljómsveitum eins og Minor Threat og Black Flag.
Það er svo sem ekki mikið meira að segja um þessa mynd þannig séð, nema ef ég mundi rekja öll viðtölin eða eitthvað. Það mundi sökka.
Í staðinn ætla ég að linka á youtube myndband ef einhver skyldi hafa áhuga. Sjón er sögu ríkari, tékkið á þessu myndbandi. Gefur smjörþefinn af því hvernig hlutirnir voru þarna. Hljóðið er samt ömurlegt. Verið þolinmóð, þeir blaðra mikið milli laga, en um leið og þeir byrja að spila - the place goes apeshit.
PS: Ég sá þessa mynd í USA, gaman að segja frá því. Leigði hana á DVD á 2 dollara, glænýja.
Græna ljósið - Cocaine Cowboys
Þegar bíódagar Græna ljóssins voru haldnir um daginn skelltum við frúin okkur á eitt klippikort saman. Ég sá fjórar myndir og þær voru allar nokkuð skemmtilegar. Ég mundi þó aðeins segja að ein þeirra hafi borið af, þess vegna ætla ég að blogga um hana síðast.
Fyrsta myndin sem ég smellti mér á var myndin Cocaine Cowboys, Billy Corben leikstýrði. Myndin er heimildarmynd um dópinnflutning og allt sem skapaðist í kringum hann í Miami á níunda áratug seinustu aldar. Í myndinni er sagan rakin frá því að ferlið hófst og þangað til því „lauk“, ef svo má að orði komast.
Myndin er að mestu leyti byggð á viðtölum við glæpamenn, lögreglumenn og aðra sem voru viðriðnir fíkniefnaheiminn. Það var ótrúlega gaman að sjá gamla eiturlyfjakónga láta allt flakka en þó var það einn helsti galli myndarinnar á sama tíma. Því myndin var ekki stutt, 116 mínútur, og hún var satt að segja frekar þreytandi á köflum. Til dæmis þegar einhver gamall, skemmdur og þoglumæltur handrukkari tók sér góðar 10 mínútur í að lýsa einhverju missioni sem hann var sendur í sem endaði í einhverri vitleysu.
Það sem mér fannst eftirminnilegast var það hversu agndofa ég var að sjá hversu stórt þetta varð. Eftir að hafa séð Scarface vissi maður að Miami á þessum árum var frekar fucked up staður en samkvæmt þessari heimildarmynd var þetta milljón sinnum stærra en ég hafði nokkurn tímann getað ímyndað mér. Í orðsins fyllstu merkingu voru lögreglumenn að flytja tugi kílóa í skottinu á löggubílunum yfir í banka sem eingöngu innihéldu dóppeninga. Í lokin var síðan gert eitthvað risa drugbust og þá fóru ógeðslega margir bankar, bílaumboð, spilavíti, skartgripaverslanir á hausinn í kjölfarið.
Í heildina var myndin helvíti góð. Eins og ég sagði áður varð hún kannski örlítið þreytandi á köflum en ég gekk sáttur út úr bíósal, fullur undrunar. Alltaf gaman þegar heimildarmyndir gera mann orðlausan.
Fyrsta myndin sem ég smellti mér á var myndin Cocaine Cowboys, Billy Corben leikstýrði. Myndin er heimildarmynd um dópinnflutning og allt sem skapaðist í kringum hann í Miami á níunda áratug seinustu aldar. Í myndinni er sagan rakin frá því að ferlið hófst og þangað til því „lauk“, ef svo má að orði komast.
Myndin er að mestu leyti byggð á viðtölum við glæpamenn, lögreglumenn og aðra sem voru viðriðnir fíkniefnaheiminn. Það var ótrúlega gaman að sjá gamla eiturlyfjakónga láta allt flakka en þó var það einn helsti galli myndarinnar á sama tíma. Því myndin var ekki stutt, 116 mínútur, og hún var satt að segja frekar þreytandi á köflum. Til dæmis þegar einhver gamall, skemmdur og þoglumæltur handrukkari tók sér góðar 10 mínútur í að lýsa einhverju missioni sem hann var sendur í sem endaði í einhverri vitleysu.
Það sem mér fannst eftirminnilegast var það hversu agndofa ég var að sjá hversu stórt þetta varð. Eftir að hafa séð Scarface vissi maður að Miami á þessum árum var frekar fucked up staður en samkvæmt þessari heimildarmynd var þetta milljón sinnum stærra en ég hafði nokkurn tímann getað ímyndað mér. Í orðsins fyllstu merkingu voru lögreglumenn að flytja tugi kílóa í skottinu á löggubílunum yfir í banka sem eingöngu innihéldu dóppeninga. Í lokin var síðan gert eitthvað risa drugbust og þá fóru ógeðslega margir bankar, bílaumboð, spilavíti, skartgripaverslanir á hausinn í kjölfarið.
Í heildina var myndin helvíti góð. Eins og ég sagði áður varð hún kannski örlítið þreytandi á köflum en ég gekk sáttur út úr bíósal, fullur undrunar. Alltaf gaman þegar heimildarmyndir gera mann orðlausan.
Monday, September 24, 2007
Veðramót
Jæja, betra er seint en aldrei. Þar sem ég komst ekki með í bíó seinustu helgi þá skellti ég mér í gærkvöldi á nýja íslenska kvikmynd, Veðramót. Guðný Halldórsdóttir skrifaði handritið og leikstýrði.
Veðramót var töluvert betri en síðasta íslenska mynd sem ég sá, sú var Astrópía. Myndin gerist á hippatímabilinu á Íslandi og segir frá þremur ungmennum sem ráða sig sem forstöðufólk á Veðramótum, betrunarheimili fyrir vandræðaunglinga. Á heimilinu dvelja nokkrir unglingar, strákar og stelpur sem hafa öll sína sögu að segja.
Ég verð að segja að myndin kom mér á óvart á fleiri en eina vegu. Það sem kom mér hvað mest á óvart var það að söguþráðurinn var allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér. Ég hafði séð fyrir mér einhvern gamlan bónda eða prest sem forstöðumann, sem misnotaði krakkana og barði þá. En svo var víðs fjarri. Í sjálfu sér er Veðramót alls ekki svo slæmur staður sem slíkur. Það sem er meira fókuserað á er það að krakkar sem komu af slæmum heimilum og höfðu verið misnotuð af foreldrum sínum hafi einfaldlega verið send í sveit og farið að moka flór undir yfirumsjón ögn eldri einstaklinga sem höfðu ekki hundsvit á ummönnunarstörfum. Í raun var krökkunum refsað fyrir það sem þau höfðu lent í. Stelpurnar á Veðramótum höfðu verið misnotaðar að feðrum og stjúpfeðrum, strákarnir komu af drykkfelldum heimilum eða einhverju enn verra.
Fyrst um sinn varð ég fyrir örlitlum vonbrigðum með þetta, ég hafði ímyndað mér ögn meira krassandi söguþráð, ef svo má að orði komast. En eftir að hafa hugsað málið eftir myndina komst ég að þveröfugri niðurstöðu. Í fyrsta lagi hefði það verið svo ótrúlega týpískt ef það hefði verið einhver „vondur kall“ í myndinni. Þá hefði þungamiðjan verið sú að maður væri alltaf hræddur um hvað forstöðumaðurinn gerði og það hefði auðveldlega geta snúist upp í eitthvað sorgarklám eða drama overkill. Í öðru lagi hefði það einnig dregið athyglina frá aðalatriðinu, þ.e. þeim hugsunarhætti samfélagsins að óhamingjusamir og afvegaleiddir krakkar þyrftu bara að kynnast alvöru sveitavinnu til þess að geta ratað aftur yfir á rétta braut.
Mér finnst alltaf skemmtilegt þegar myndir koma manni svona á óvart. Það er gaman að þurfa að gera upp við sig myndir eftir að maður sér þær, að þær láti mann velta vöngum.
En að tæknilegum atriðum. Þar finnst mér Veðramót aftur hafa vinningin af helsta keppinaut sínum, Astrópíu. Flestar persónurnar eru unglingar og þar af leiðandi er leikarahópurinn mestmegnis skipaður ungmennum. Og ég verð að segja að leikurinn var alveg til fyrirmyndar hjá þessum ungu og tiltölulega ósjóuðu leikurum. Eldri leikararnir stóðu sig líka með prýði.
Myndatakan þótti mér einnig mjög vel unnin. Ekki það að ég viti eitthvað svaka mikið um angles og eitthvað þannig, en það var einhver hlýlegur og retro blær yfir öllu saman. En það er að sjálfsögðu ljósafólkinu og leikmyndahönnuðunum að þakka líka.
Það eina sem mér fannst ekki framúrskarandi við myndina var tónlistin. Ég er alls ekki að segja að hún hafi verið eitthvað léleg eða skemmt fyrir, en mér þótti vanta atriðin þar sem tónlistin einhvern veginn ýtir öllu sem er að gerast upp á eitthvað nýtt level, þegar tónlistin virkilega „gerir atriðið“.
Í heildina litið finnst mér Veðramót vera virkilega góð mynd, klárlega ein af bestu íslensku myndum sem ég hef séð. Það var líka ótrúlega gaman að horfa á hana eftir að hafa fengið Guðnýju Halldórsdóttur í tíma til okkar. Persónurnar voru allar trúverðugar og komu þessari átakanlegu sögu vel til skila. Ég held ég sé bara sammála flestum gagnrýnendum og smelli fjórum stjörnum á Veðramót.
Veðramót var töluvert betri en síðasta íslenska mynd sem ég sá, sú var Astrópía. Myndin gerist á hippatímabilinu á Íslandi og segir frá þremur ungmennum sem ráða sig sem forstöðufólk á Veðramótum, betrunarheimili fyrir vandræðaunglinga. Á heimilinu dvelja nokkrir unglingar, strákar og stelpur sem hafa öll sína sögu að segja.
Ég verð að segja að myndin kom mér á óvart á fleiri en eina vegu. Það sem kom mér hvað mest á óvart var það að söguþráðurinn var allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér. Ég hafði séð fyrir mér einhvern gamlan bónda eða prest sem forstöðumann, sem misnotaði krakkana og barði þá. En svo var víðs fjarri. Í sjálfu sér er Veðramót alls ekki svo slæmur staður sem slíkur. Það sem er meira fókuserað á er það að krakkar sem komu af slæmum heimilum og höfðu verið misnotuð af foreldrum sínum hafi einfaldlega verið send í sveit og farið að moka flór undir yfirumsjón ögn eldri einstaklinga sem höfðu ekki hundsvit á ummönnunarstörfum. Í raun var krökkunum refsað fyrir það sem þau höfðu lent í. Stelpurnar á Veðramótum höfðu verið misnotaðar að feðrum og stjúpfeðrum, strákarnir komu af drykkfelldum heimilum eða einhverju enn verra.
Fyrst um sinn varð ég fyrir örlitlum vonbrigðum með þetta, ég hafði ímyndað mér ögn meira krassandi söguþráð, ef svo má að orði komast. En eftir að hafa hugsað málið eftir myndina komst ég að þveröfugri niðurstöðu. Í fyrsta lagi hefði það verið svo ótrúlega týpískt ef það hefði verið einhver „vondur kall“ í myndinni. Þá hefði þungamiðjan verið sú að maður væri alltaf hræddur um hvað forstöðumaðurinn gerði og það hefði auðveldlega geta snúist upp í eitthvað sorgarklám eða drama overkill. Í öðru lagi hefði það einnig dregið athyglina frá aðalatriðinu, þ.e. þeim hugsunarhætti samfélagsins að óhamingjusamir og afvegaleiddir krakkar þyrftu bara að kynnast alvöru sveitavinnu til þess að geta ratað aftur yfir á rétta braut.
Mér finnst alltaf skemmtilegt þegar myndir koma manni svona á óvart. Það er gaman að þurfa að gera upp við sig myndir eftir að maður sér þær, að þær láti mann velta vöngum.
En að tæknilegum atriðum. Þar finnst mér Veðramót aftur hafa vinningin af helsta keppinaut sínum, Astrópíu. Flestar persónurnar eru unglingar og þar af leiðandi er leikarahópurinn mestmegnis skipaður ungmennum. Og ég verð að segja að leikurinn var alveg til fyrirmyndar hjá þessum ungu og tiltölulega ósjóuðu leikurum. Eldri leikararnir stóðu sig líka með prýði.
Myndatakan þótti mér einnig mjög vel unnin. Ekki það að ég viti eitthvað svaka mikið um angles og eitthvað þannig, en það var einhver hlýlegur og retro blær yfir öllu saman. En það er að sjálfsögðu ljósafólkinu og leikmyndahönnuðunum að þakka líka.
Það eina sem mér fannst ekki framúrskarandi við myndina var tónlistin. Ég er alls ekki að segja að hún hafi verið eitthvað léleg eða skemmt fyrir, en mér þótti vanta atriðin þar sem tónlistin einhvern veginn ýtir öllu sem er að gerast upp á eitthvað nýtt level, þegar tónlistin virkilega „gerir atriðið“.
Í heildina litið finnst mér Veðramót vera virkilega góð mynd, klárlega ein af bestu íslensku myndum sem ég hef séð. Það var líka ótrúlega gaman að horfa á hana eftir að hafa fengið Guðnýju Halldórsdóttur í tíma til okkar. Persónurnar voru allar trúverðugar og komu þessari átakanlegu sögu vel til skila. Ég held ég sé bara sammála flestum gagnrýnendum og smelli fjórum stjörnum á Veðramót.
Tuesday, September 18, 2007
Mary Poppins - Ein af kvikmyndum lífs míns
Þegar ég var lítill snáði elskaði ég kvikmyndina Mary Poppins. Frá því ég man eftir mér hefur þessi mynd verið til á spólu inn í skáp heima hjá mér, og ég held að enginn viti hvenær eða hvaðan hún kom. Eina vísbendingin sem spólan gefur okkur er sú að ef horft er á myndina má sjá merki Stöðvar 2 upp í hægra horninu. Einhver hafði augljóslega tekið upp myndina þegar hún var sýnd á Stöð 2. Mitt heimili hefur alla vega aldrei haft áskrift af þeirri stöð, sem gerir málið enn dularfyllra. En engu að síður get ég fullyrt það að ég hafi aldrei horft á neina mynd jafnoft og ég hef horft á Mary Poppins. Ég gjörsamlega elskaði þessa mynd og á árunum ca. 1991-1997 mundi ég giska á að ég hafi horft á þessa mynd að meðaltali einu sinni í viku. Einn, með mömmu, með systur minni, með frænkum mínum. Mary Poppins mun alltaf vera eignað örlítið brot af hjarta mínu.
Myndin er Disney-söngvamynd (ég hata allar aðrar söngvamyndir) frá árinu 1964. Hún segir frá göldróttu fóstrunni Mary Poppins (Julie Andrews) sem kemur svífandi á regnhlíf í London og blæs öllum hinum barnfóstrunum í burtu til að fá starfið sem hinn fýldi og þurri Mr. Banks hafði boðið út. Starfið felst í að passa börnin hans, Jane og Michael, meðan hann telur peninga í banka.
Börnin eru ekki lengi að sjá að Mary Poppins er engin venjuleg fóstra og bindast þau sterkum tilfinningaböndum við hana. Þau lenda í ýmsum ævintýrum með henni og Bert (David Tomlinson).
Bert er vinur Mary og hugsanlega hallærislegasti náungi kvikmyndasögunnar. Ég man samt eftir því að ég gjörsamlega elskaði þennan mann og leit á hann sem æðri veru vegna nettleika hans þegar ég var lítill. Mig langaði að vera sótari alveg eins og Berti, en draumar mínir hrundu þegar foreldra mínur tjáðu mér að starf sótara fælist ekki í því að skjóta flugeldum og dansa upp á þaki á nóttunni.
Eftir að hafa lent í ýmsum ævintýrum, t.d. að hoppa inn í götumálverk og sprella í teiknuðum heimi þess og að drekka te heima hjá hlátursjúkum frænda í lausu lofti hverfur Mary Poppins á braut. Hún svífur í burtu á regnhlífinni sinni og skilur börnin (mig meðtalin) og Bert eftir í tárum.
Epísk saga af vináttu.
Ég ímynda mér að Mary Poppins sé merkileg í kvikmyndasögulegu samhengi. Sá hluti myndarinnar sem gerist í teiknaða heiminum er frekar nettur og ég ímynda mér að hann hafi þótt stórmagnaður á sínum tíma.
Eitt veit ég, Mary Poppins fer aftur í tækið við tækifæri.
Arnar
Myndin er Disney-söngvamynd (ég hata allar aðrar söngvamyndir) frá árinu 1964. Hún segir frá göldróttu fóstrunni Mary Poppins (Julie Andrews) sem kemur svífandi á regnhlíf í London og blæs öllum hinum barnfóstrunum í burtu til að fá starfið sem hinn fýldi og þurri Mr. Banks hafði boðið út. Starfið felst í að passa börnin hans, Jane og Michael, meðan hann telur peninga í banka.
Börnin eru ekki lengi að sjá að Mary Poppins er engin venjuleg fóstra og bindast þau sterkum tilfinningaböndum við hana. Þau lenda í ýmsum ævintýrum með henni og Bert (David Tomlinson).
Bert er vinur Mary og hugsanlega hallærislegasti náungi kvikmyndasögunnar. Ég man samt eftir því að ég gjörsamlega elskaði þennan mann og leit á hann sem æðri veru vegna nettleika hans þegar ég var lítill. Mig langaði að vera sótari alveg eins og Berti, en draumar mínir hrundu þegar foreldra mínur tjáðu mér að starf sótara fælist ekki í því að skjóta flugeldum og dansa upp á þaki á nóttunni.
Eftir að hafa lent í ýmsum ævintýrum, t.d. að hoppa inn í götumálverk og sprella í teiknuðum heimi þess og að drekka te heima hjá hlátursjúkum frænda í lausu lofti hverfur Mary Poppins á braut. Hún svífur í burtu á regnhlífinni sinni og skilur börnin (mig meðtalin) og Bert eftir í tárum.
Epísk saga af vináttu.
Ég ímynda mér að Mary Poppins sé merkileg í kvikmyndasögulegu samhengi. Sá hluti myndarinnar sem gerist í teiknaða heiminum er frekar nettur og ég ímynda mér að hann hafi þótt stórmagnaður á sínum tíma.
Eitt veit ég, Mary Poppins fer aftur í tækið við tækifæri.
Arnar
Monday, September 17, 2007
Requiem for a Dream
Um helgina horfði ég á mynd sem mig hafði lengi langað til að sjá. Kvikmyndin Requiem for a Dream olli mér engum vonbrigðum, enda hafði ég heyrt marga góða hluti um hana. Sögur segja að fílefldir menn hafi skælt eins og smákrakkar eftir að hafa séð þessa mynd. Reyndar felldi ég engin tár en var þó ekki langt frá því þegar lokaatriðið var búið. Þessi mynd er ein sú átakanlegasta sem ég hef séð á ævi minni. Darren Aronofsky leikstýrði.
Myndin segir sögu fjögurra fíkla í Brooklyn. Sara Goldfarb er einstæð móðir og sjónvarpsfíkill sem verður háð amfetamíni sem hún tekur inn til að grennast, samkvæmt læknisráði. Sonur hennar Harry, kærasta hans, Marion og vinur þeirra, Tyrone eru öll háð ýmsum efnum, aðallega heróíni en þó sjást þau snorta kókaín og reykja maríjúana í myndinni. Requiem for a Dream er ekki þessi týpíska dópmynd, eins og t.d. Trainspotting. Í Trainspotting eru dópistarnir pínu kúl og dópið er nokkuð nett á köflum þrátt fyrir að skemma allt í endann. Í Requiem for a Dream er nákvæmlega ekkert töff við dópið. Það dregur aðalpersónurnar hægt og bítandi ofan í svaðið og eyðileggur líf þeirra að lokum. Aronofsky tekst að skapa ótrúlega sérstakt andrúmsloft sem er mjög mikilvæg þar sem atburðarrásin í myndinni er frekar hæg. Það mætti kalla myndina atmo-mynd þar sem andrúmsloftið vegur jafnþungt, ef ekki þyngra, en sjálf atburðarrásin.
Tónlistin spilar stórt hlutverk í myndinni og sándtrakkið er satt að segja eitt það besta sem ég hef heyrt. Stefið sem er spilað nokkrum sinnum í gegnum myndina er ótrúlega grípandi og ýtir undir dramatískt andrúmsloftið. Í lokaatriðinu hrífur tónlistin svo rosalega að maður fær gæsahúð frá hvirfli til ilja.
Ég hika ekki við að gefa Requiem for a Dream fimm stjörnur. Óhefðbundin mynd sem skilur eftir hafsjó tilfinninga hjá áhorfanda, að því gefnu að viðkomandi sé tilfinningavera. Myndin ætti að vera sýnd í öllum forvarnarfræðslum.
Arnar
PS: Ég skrifa seinna um The Seven Samurai. Nennti ekki að byrja að horfa á hana um daginn.
Myndin segir sögu fjögurra fíkla í Brooklyn. Sara Goldfarb er einstæð móðir og sjónvarpsfíkill sem verður háð amfetamíni sem hún tekur inn til að grennast, samkvæmt læknisráði. Sonur hennar Harry, kærasta hans, Marion og vinur þeirra, Tyrone eru öll háð ýmsum efnum, aðallega heróíni en þó sjást þau snorta kókaín og reykja maríjúana í myndinni. Requiem for a Dream er ekki þessi týpíska dópmynd, eins og t.d. Trainspotting. Í Trainspotting eru dópistarnir pínu kúl og dópið er nokkuð nett á köflum þrátt fyrir að skemma allt í endann. Í Requiem for a Dream er nákvæmlega ekkert töff við dópið. Það dregur aðalpersónurnar hægt og bítandi ofan í svaðið og eyðileggur líf þeirra að lokum. Aronofsky tekst að skapa ótrúlega sérstakt andrúmsloft sem er mjög mikilvæg þar sem atburðarrásin í myndinni er frekar hæg. Það mætti kalla myndina atmo-mynd þar sem andrúmsloftið vegur jafnþungt, ef ekki þyngra, en sjálf atburðarrásin.
Tónlistin spilar stórt hlutverk í myndinni og sándtrakkið er satt að segja eitt það besta sem ég hef heyrt. Stefið sem er spilað nokkrum sinnum í gegnum myndina er ótrúlega grípandi og ýtir undir dramatískt andrúmsloftið. Í lokaatriðinu hrífur tónlistin svo rosalega að maður fær gæsahúð frá hvirfli til ilja.
Ég hika ekki við að gefa Requiem for a Dream fimm stjörnur. Óhefðbundin mynd sem skilur eftir hafsjó tilfinninga hjá áhorfanda, að því gefnu að viðkomandi sé tilfinningavera. Myndin ætti að vera sýnd í öllum forvarnarfræðslum.
Arnar
PS: Ég skrifa seinna um The Seven Samurai. Nennti ekki að byrja að horfa á hana um daginn.
Monday, September 10, 2007
A Clockwork Orange
Jæja, þessi blessaði listi yfir 102 mikilvægustu kvikmyndir allra tíma var mjög hvetjandi fyrir mig hvað varðar að horfa á myndir sem ég hef ætlað að horfa á í mörg ár. Um helgina horfði ég á A Clockwork Orange, eftir Stanley Kubrick. Hún kom mér skemmtilega á óvart, ekki það að ég hafi efast um að hún væri góð, ég bara vissi ekkert hvernig mynd hún væri og ég bjóst satt að segja ekki við einhverjum últra póstmódernisma úr Englandi framtíðarinnar, eins og fólk á sjöunda áratugnum hafði séð það fyrir sér. Allt conceptið bakvið myndina fannst mér mjög skemmtilegt og satt að segja fannst mér hún bara vera ótrúlega skondin. Aðalpersónan Alex var klárlega mitt uppáhald. Algjörlega siðblindur uppskafningur, gerist ekki mikið betra en það. Ég mundi hugsanlega skella 5 stjörnum á þessa mynd, alla vega 4 og hálfri.
Næst ætla ég að tala um The Seven Samurai og þar á eftir er ég að spá í að bomba inn einu ofurbloggi um allar myndirnar sem ég sá á bíódögum Græna ljóssins.
Arnar
Næst ætla ég að tala um The Seven Samurai og þar á eftir er ég að spá í að bomba inn einu ofurbloggi um allar myndirnar sem ég sá á bíódögum Græna ljóssins.
Arnar
Monday, September 3, 2007
Astrópía
Jæja, um daginn fór ég á kvikmyndina Astrópíu, nýja íslenska mynd eftir Gunnar Björn Guðmundsson. Í sannleika sagt var ég ekkert yfir mig hrifinn af myndinni þó hún hafi verið
ágætis skemmtun og innihaldið mjög töff pælingar. Til að byrja með þótti mér aðalleikonan alls ekki vera nógu sannfærandi og hinir leikararnir gripu mig ekkert sérstaklega heldur. Mér þótti Davíð Þór eiginlega standa sig best.
Svo ég haldi aðeins áfram á neikvæðu nótunum þá fannst mér fantasíuatriðin ekki gera jafnmikið fyrir myndina og þau hefðu getað gert. Frábær hugmynd sem mér hefði fundist þurfa að útfæra betur. Lokaatriðið þótti mér bara frekar asnalegt og ég hefði nú eiginlega frekar viljað sjá það í „real world“ hluta myndarinnar. Ég geri mér þó vel grein fyrir að Gunnar hafði ekki allar milljónirnar sem þarf til að gera LOTR-style bardagasenur, og ég viðurkenni fúslega að ég er algjör sucker fyrir epískum high budget bardagaatriðum. Auðveldlega blekktur af Hollywood í þeim efnum.
En að því góða. Það sem mér þótti eiginlega flottast við myndina var þegar raunveruleikaskotin samtvinnuðust við teiknimyndasögur. Það þótti mér virkilega skemmtileg og vel útfærð pæling sem gekk alveg hundrað prósent upp. Einnig skellti ég virkilega uppúr þegar gæjarnir voru böstaðir við að LARP-a í Öskjuhlíðinni. Ég hef ekki hugsað um margt annað en LARP síðan þá.
Í heildina litið fannst mér Astrópía ágæt mynd. Ég passa mig að dæma unga og fátæka leikstjóra á Íslandi ekki oft hart en ég velti því líka fyrir mér hversu mikið maður getur fyrirgefið leikstjóra bara því hann er íslenskur. Oft finnst mér fólk gefa myndum einhverja forgjöf bara því þær eru íslenskar. En það er efni í sér færslu. Það sem mér fannst einna mest gagnrýnivert var það að fyrir mér var myndin dáldið svona „going nowhere“. Ekki nógu fyndin til að vera grínmynd, ekki nógu epísk til að vera ævintýramynd og ekki nógu dramatísk til að vera alvöru dramamynd. Ef til vill var það pæling leikstjórans að gera einhvers konar samsuðu, en hún virkaði alla vega ekki nógu vel á mig. Tæplega þriggja stjörnu mynd að mínu mati.
Arnar
ágætis skemmtun og innihaldið mjög töff pælingar. Til að byrja með þótti mér aðalleikonan alls ekki vera nógu sannfærandi og hinir leikararnir gripu mig ekkert sérstaklega heldur. Mér þótti Davíð Þór eiginlega standa sig best.
Svo ég haldi aðeins áfram á neikvæðu nótunum þá fannst mér fantasíuatriðin ekki gera jafnmikið fyrir myndina og þau hefðu getað gert. Frábær hugmynd sem mér hefði fundist þurfa að útfæra betur. Lokaatriðið þótti mér bara frekar asnalegt og ég hefði nú eiginlega frekar viljað sjá það í „real world“ hluta myndarinnar. Ég geri mér þó vel grein fyrir að Gunnar hafði ekki allar milljónirnar sem þarf til að gera LOTR-style bardagasenur, og ég viðurkenni fúslega að ég er algjör sucker fyrir epískum high budget bardagaatriðum. Auðveldlega blekktur af Hollywood í þeim efnum.
En að því góða. Það sem mér þótti eiginlega flottast við myndina var þegar raunveruleikaskotin samtvinnuðust við teiknimyndasögur. Það þótti mér virkilega skemmtileg og vel útfærð pæling sem gekk alveg hundrað prósent upp. Einnig skellti ég virkilega uppúr þegar gæjarnir voru böstaðir við að LARP-a í Öskjuhlíðinni. Ég hef ekki hugsað um margt annað en LARP síðan þá.
Í heildina litið fannst mér Astrópía ágæt mynd. Ég passa mig að dæma unga og fátæka leikstjóra á Íslandi ekki oft hart en ég velti því líka fyrir mér hversu mikið maður getur fyrirgefið leikstjóra bara því hann er íslenskur. Oft finnst mér fólk gefa myndum einhverja forgjöf bara því þær eru íslenskar. En það er efni í sér færslu. Það sem mér fannst einna mest gagnrýnivert var það að fyrir mér var myndin dáldið svona „going nowhere“. Ekki nógu fyndin til að vera grínmynd, ekki nógu epísk til að vera ævintýramynd og ekki nógu dramatísk til að vera alvöru dramamynd. Ef til vill var það pæling leikstjórans að gera einhvers konar samsuðu, en hún virkaði alla vega ekki nógu vel á mig. Tæplega þriggja stjörnu mynd að mínu mati.
Arnar
Subscribe to:
Posts (Atom)