Thursday, September 27, 2007

RIFF - Híena (2006)

Jæja. Í kvöld skellti ég mér á pólsku myndina Híena. Myndin er sýnd á RIFF og var leikstýrt af Grzegorz Lewandowski. Ég get nú eiginlega ekki sagt annað en að þetta sé ein slakasta bíóferð sem ég hef farið.

Til að byrja með var sýningarstjórinn að drulla á sig. Eftir að hafa beðið heillengi meðan það var verið að laga eitthvað tæknivesen fengum við að horfa á myndina án hljóðs í nokkrar mínútur. Loksins komst hljóðið á og okkar kæri sýningarstjóri stækkaði myndina töluvert, eða zoomaði, því hún hafði bara þakið hluta tjaldsins fyrstu mínúturnar. Þá kom í ljós að myndin var í álíkla gæðum og myndband á youtube. Myndin var einnig illa þýdd og á tímapuntki voru engir textar. Robert Pajdak hefði eflaust ekki kippt sér upp við það en það sama gildir ekki um okkur hina í áfanganum.

Fyrir utan þessi tæknilegu atriði þá var myndin sjálf alveg ótrúlega leiðinleg. Ég áttaði mig engann veginn á þessum söguþræði og myndin var bara all around ótrúlega asnaleg. Ég fór eiginlega bara hálfhlæjandi út úr bíósalnum. Myndin er um einhvern krakka sem er með það á heilanum að það sé einhverj hýena að drepa alla í bænum sínum. Hann hittir einhvern burnt-face dude sem hlær geðveikt mikið og í lokin kemst hann að því að local löggan var alltaf með gínu heima hjá sér á nóttunni. Ég skil samt ekkert hvað var að gerast þarna. Kannski var löggan morðingi eða eitthvað.

En myndinni til varnar þá leið hún mikið fyrir slæmt hljóð og slæm myndgæði. Þessi mynd reiddi sig augljóslega á atmosphere-ið og ég verð að játa að sumar senurnar voru alveg ótrúlega morbid og töff.

En þetta var samt hundleiðinleg mynd.

Smelli einni og hálfri stjörnu á þetta.

No comments: