Kvikmyndin Zodiac fór fram hjá fæstum þegar hún kom í bíó hér á landi. Ég var samt einn af þeim fáu sem sá hana aldrei. Um daginn ákvað ég þó að kíkja á hana því hún hafði fengið svo brjálaða dóma og var talað um hana sem bestu spennumynd sem hefur verið gerð í mörg ár. Enda var ekki af öðru að búast frá leikstjóranum sem leikstýrði Fight Club, David Fincher.
Ég settist því niður fyrir framan skjáinn, fullur eftirvæntingar. Ég verð þó að viðurkenna að ég varð fyrir örlitlum vonbrigðum með þessa blessuðu mynd. Ég er alls ekki að segja að hún hafi verið léleg, en það var bara búið að hæpa hana svo ógeðslega mikið upp.
Myndin byrjar mjög vel, myndatakan og atmóið er alveg ógeðslega töff og ég sá fram á frábæra mynd fyrsta hálftímann eða svo. En mér fannst myndin svo leysast svolítið upp þegar leið á hana. Ég náði ekki að halda athyglinni út alla myndina. Morðinginn náðist aldrei en myndin skilur eftir sig „prime suspect“. Aðalpointið með myndinni var eiginlega hvernig Robert Graysmith (Jake Gyllenhaal) varð obsessed og missti vitið út af þessum blessaða raðmorðingja.
Eins og ég segi, myndin var mjög töff og hún lofaði góðu í byrjun. En myndin endaði dáldið í lausu lofti og það var pæling sem mér fannst ekki virka nógu vel á mig. Kannski var það vegna þess að ég hafði gert mér hugmynd um mynd sem var jafnsjúk og Se7en eða eitthvað.
Ég skelli þremur stjörnum á Zodiac. Kannski þremur og hálfri.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment