En að öðru. Fyrsta mynd á dagskrá:
Þegar ég heyrði fyrst um þessa mynd þá var ég örlítið efins um hana. Mér fannst pælingin um tvo töframenn að berjast um rosalegasta töfrabragð allra tíma vera hálf tæp. En þegar ég sá leikarana þá fór ég að verða ögn bjartsýnni. Christian Bale og Hugh Jackman eru í aðalhlutverkunum. Þegar ég horfði svo á myndina þá kom hún mér rækilega á óvart.
Christopher Nolan fer hrikalega vel með söguna og er myndinni vel leikstýrt í alla staði. Það sem heillaði mig mest við myndina var hversu ótrúlega vönduð hún var. Góð leikstjórn, góð myndataka, góðir leikarar, skemmtileg saga með ógeðslega töff plotti. Allt sem góð mynd þarf að hafa. Myndin er ein eftirminnilegasta nýja mynd sem ég hef séð lengi, og þess vegna fannst mér hún eiga erindi á topp 10 listann minn.
Christopher Nolan fer hrikalega vel með söguna og er myndinni vel leikstýrt í alla staði. Það sem heillaði mig mest við myndina var hversu ótrúlega vönduð hún var. Góð leikstjórn, góð myndataka, góðir leikarar, skemmtileg saga með ógeðslega töff plotti. Allt sem góð mynd þarf að hafa. Myndin er ein eftirminnilegasta nýja mynd sem ég hef séð lengi, og þess vegna fannst mér hún eiga erindi á topp 10 listann minn.
Næsta mynd á listanum er Rosemary's Baby. Þá mynd ætti varla að þurfa að kynna fyrir nokkrum. Myndinni er leikstýrt af sjálfum Roman Polanski og hin undurfagra Mia Farrow fer með aðalhlutverkið. Myndin er talin vera ein af meistarastykkjum kvikmyndasögunnar og ég get fúslega skrifað undir það.
Það sem myndin skilur eftir fyrir mig er „atmóið“. Myndin fjallar um Rosemary Woodhouse, sem verður ólétt og sjálfur Kölski er faðir barnsins. Myndin er laus við gore og bregðuatriði en það er andrúmsloftið sem gerir hana eins creepy og hún er. Hún er frekar geðveikisleg út í gegn, hvernig allir í kringum Rosemary eru með í plottinu. Hún er í svo hrikalegri aðstöðu í allri myndinni að ég fylltist af einhverjum undarlegum tilfinningum þegar ég horfði á hana. Polanski sýnir vel snilli sína í þessari mynd og tel ég hana eiga fullt erindi á listann minn.
The Shawshank Redemption er mynd byggð á sögu Stephen King. Þar sem ég er forfallinn King aðdáandi þá hitti þessi mynd beint í mark fyrir mig. Myndin segir frá bankamanninum Andy Dufresne, leiknum af Tim Robbins, sem er dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki. Í fangelsinu nær hann að pota sér í fremstu röð eftirlætisfanga fangelsisyfirvalda og á endanum fer hann að sjá um fjármál fyrir ýmsa starfsmenn fangelsisins. Í lokin strýkur hann úr fangelsinu í gegnum gat sem hann bjó til með pínulitlum hamri, kemur upp um fjársvik fangelsisstjórans og hirðir alla peningana hans.
Myndinni er leikstýrt af Frank Darabont og á hann hrós skilið fyrir góða leikstjórn. Þó finnst mér Stephen King eiga mest kredit skilið fyrir þessa mynd, því það er í rauninni þessi frábæra saga sem gerir myndina að því sem hún er.
Frásagnaraðferð myndarinnar er dálítið skemmtileg. Þrátt fyrir að Andy Dufresne sé aðalpersónan í myndinni þá er vinur hans, Red, leikinn af Morgan Freeman, sögumaður myndarinnar. Áhorfendur sjá inn í huga hans og hann segir söguna af aðalpersónunni.
Þessi frábæra mynd á fullt erindi inn á listann minn. Til gamans má geta að hún er í 2. sæti á imdb.com.
No comments:
Post a Comment