Fyrsta mynd á dagskrá er...
Das Leben der Anderes (2006)
Myndin Das Leben der Anderes, eða The Lives of Others, kom mér rækilega á óvart. Ein af þessum bíóferðum þar sem maður spáir ekkert í hverju maður er að fara að sjá, en svo kemur einhver bomba. Ég fékk nefnilega frímiða á þessa mynd, minnir að það hafi verið á vegum Græna ljóssins. Ég tók frímiðanum fagnandi og spáði ekkert í því hvaða mynd var um að ræða.
Eins og titillinn gefur til kynna er myndin þýsk. Henni er leikstýrt af Florian Henckel von Donnersmarck. Myndin gerist í Austur-Þýskalandi, nokkrum árum fyrir fall Berlínarmúrsins, og hún fjallar um mann í leyniþjónustunni sem vinnur meðal annars við að hlera íbúðir fólks sem gætu verið „ógn við kommúnismann“. Þessi maður, Gerd Wiesler, fær það verkefni að hlera íbúð hins frjálslynda skálds Georg Dreyman því hann er grunaður um að vera hliðhollur Vestur-Þýskalandi. Ekki líður á löngu áður en að Wiesler fer að sogast inn í líf Dreyman og verða eiginlega hooked á því. Upp frá því skapast mikil togstreita innra með honum, og vel sköpuð og raunveruleg persóna hans fær að njóta sín. Það var eitt af því sem heillaði mig við þessa mynd, hversu raunverulegt tilfinningalíf fólksins var. Draman var rosaleg á köflum, og hún var alltaf átakanleg og aldrei klaufaleg. Þegar ég gekk útaf myndinni leið mér ekki eins og þegar ég gekk inn á hana. Það nota ég stundum sem mælikvarða á góðar myndir.
Myndin Das Leben der Anderes, eða The Lives of Others, kom mér rækilega á óvart. Ein af þessum bíóferðum þar sem maður spáir ekkert í hverju maður er að fara að sjá, en svo kemur einhver bomba. Ég fékk nefnilega frímiða á þessa mynd, minnir að það hafi verið á vegum Græna ljóssins. Ég tók frímiðanum fagnandi og spáði ekkert í því hvaða mynd var um að ræða.
Eins og titillinn gefur til kynna er myndin þýsk. Henni er leikstýrt af Florian Henckel von Donnersmarck. Myndin gerist í Austur-Þýskalandi, nokkrum árum fyrir fall Berlínarmúrsins, og hún fjallar um mann í leyniþjónustunni sem vinnur meðal annars við að hlera íbúðir fólks sem gætu verið „ógn við kommúnismann“. Þessi maður, Gerd Wiesler, fær það verkefni að hlera íbúð hins frjálslynda skálds Georg Dreyman því hann er grunaður um að vera hliðhollur Vestur-Þýskalandi. Ekki líður á löngu áður en að Wiesler fer að sogast inn í líf Dreyman og verða eiginlega hooked á því. Upp frá því skapast mikil togstreita innra með honum, og vel sköpuð og raunveruleg persóna hans fær að njóta sín. Það var eitt af því sem heillaði mig við þessa mynd, hversu raunverulegt tilfinningalíf fólksins var. Draman var rosaleg á köflum, og hún var alltaf átakanleg og aldrei klaufaleg. Þegar ég gekk útaf myndinni leið mér ekki eins og þegar ég gekk inn á hana. Það nota ég stundum sem mælikvarða á góðar myndir.
Pulp Fiction (1994)
Tja, það er varla að maður þurfi að kynna þessa mynd fyrir neinum. Eitt af svölustu myndum allra tíma. Leikstýrt af Tarantino. En ekki hverjum. En þessi mynd er samt nokkuð merkileg á marga vegu. Það sem er lang svalast við hana er það að það er ósköp lítill söguþráður í henni, þannig séð. Myndin er bara blanda af nokkrum smásögum, ef svo mætti að orði komast. Hún er aðallega keyrð á góðum karakterum og það er magnað hvað það virkar vel. Maður fær bara ekki nóg af því að horfa á þessa karaktera gera einhverja vitleysu. Ég held ég geti fullyrt það að Samuel L. Jackson sé imhumanly svalur í þessari mynd og að Bruce Willis sé inhumanly harður. Travolta nær að núlla út hversu hallærislegur hann var í Grease. Eins og einhver notandi á imdb segir: „Masterpiece without a message“. Gæti ekki orðað það betur.
Braveheart (1995)
Um daginn fór ég á Elizabeth: The Golden Age í bíó. Þvílík helvítis drulla og niðurgangur. Flestar svona „era“ myndir sem hafa verið gerðar nýverið eru svooo lélegar að það hálfa væri nóg. Það sama má þó ekki segja um Braveheart, sem er að mínu mati ein allra magnaðasta mynd allra tíma. Mel Gibson leikstýrði henni ásamt því að sjá um aðalhlutverkið. Myndin segir frá sögu William Wallace og baráttu hans og Skota gegn kúgun Breta. Það er ekki nóg með það að það séu flottar leikmyndir og búningar, eins og í Elizabeth, heldur er sagan vel sögð og bardagaatriðin eru fáránlega hörð. Ekkert baby stuff, bara alvöru slagsmál, ekkert tæknibrelluklám. Þetta er ein af þessum myndum sem ég get horft á aftur og aftur. Og ég er ekki mikið fyrir það að horfa á sömu myndirnar. Tónlistin í myndinni er líka stórfengleg. Stefið sem er spilað af og til út myndina lætur engan mann ósnortinn, ekki frekar en myndin sjálf.
No comments:
Post a Comment