7. des nálgast óðfluga. Ég var reyndar búinn að steingleyma að maður ætti að blogga um stuttmyndamaraþonið ógurlega en það gerir ekkert til, myndin er mér enn í fersku minni.
Ég, Ingólfur „Bóbó“ Halldórsson, Árni Þór „Aslan“ Árnason, Ari „Yrja“ Guðjónsson og Jón „Sugarsick“ Benediktsson vorum saman í hóp og eftir miklar vangaveltur varð til kvikmyndin Opinberun Hannesar 2: Í skugga trúar.
Plot outline: Tveir trúboðar ofsækja ungan, latan mann sem þráir ekkert heitar en að fá að vera í friði.
Arnar Már Ólafsson átti leiksigur í þessari mynd og er byrjunaratriðið talið vera eitt það besta í stuttmyndamaraþoninu. Þar má sjá augljós áhrif úr myndinni The Big Lebowski. Það er augljóst að The Dude er kominn til að vera í kvikmyndum, sama hvers lenskar þær kunna að vera.
Myndatakan heppnaðist vel, fyrir utan lýsinguna í lokaatriðinu, og það eyðilagði örlítið fyrir myndinni, því plottið er eitt það sjúkasta sem hefur sést á hvíta tjaldinu. Fyrir utan það var myndataka og klipping hnökralaus með öllu.
Það var samt nett pirrandi að þurfa að klippa og hljóðsetja allt í vélinni sjálfri, en það voru þær takmarkanir sem settar voru. Við hlökkum mikið til þess að fá að klippa í alvöru forriti eftir áramót.
Myndin hlaut lof bekkjarfélaganna og var æðsta vald áfangans, Sigurður Páll Guðbjartsson, svo ánægt með myndinni að hún hlaut 9,5 í einkunn, hæst allra mynda.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment