Monday, November 26, 2007

Stuttmyndamaraþonið

7. des nálgast óðfluga. Ég var reyndar búinn að steingleyma að maður ætti að blogga um stuttmyndamaraþonið ógurlega en það gerir ekkert til, myndin er mér enn í fersku minni.

Ég, Ingólfur „Bóbó“ Halldórsson, Árni Þór „Aslan“ Árnason, Ari „Yrja“ Guðjónsson og Jón „Sugarsick“ Benediktsson vorum saman í hóp og eftir miklar vangaveltur varð til kvikmyndin Opinberun Hannesar 2: Í skugga trúar.

Plot outline: Tveir trúboðar ofsækja ungan, latan mann sem þráir ekkert heitar en að fá að vera í friði.

Arnar Már Ólafsson átti leiksigur í þessari mynd og er byrjunaratriðið talið vera eitt það besta í stuttmyndamaraþoninu. Þar má sjá augljós áhrif úr myndinni The Big Lebowski. Það er augljóst að The Dude er kominn til að vera í kvikmyndum, sama hvers lenskar þær kunna að vera.

Myndatakan heppnaðist vel, fyrir utan lýsinguna í lokaatriðinu, og það eyðilagði örlítið fyrir myndinni, því plottið er eitt það sjúkasta sem hefur sést á hvíta tjaldinu. Fyrir utan það var myndataka og klipping hnökralaus með öllu.

Það var samt nett pirrandi að þurfa að klippa og hljóðsetja allt í vélinni sjálfri, en það voru þær takmarkanir sem settar voru. Við hlökkum mikið til þess að fá að klippa í alvöru forriti eftir áramót.

Myndin hlaut lof bekkjarfélaganna og var æðsta vald áfangans, Sigurður Páll Guðbjartsson, svo ánægt með myndinni að hún hlaut 9,5 í einkunn, hæst allra mynda.

No comments: