Oldboy (2003)
Leikstjórinn Chan-wook Park sýndi meistaratakta við gerð Oldboy. Þessi mynd er ein sú rosalegasta sem ég hef á ævi minni séð. Myndin er frá Suður-Kóreu og segir frá Oh Dae-Su sem vaknar einn daginn eftir fyllerí í herbergi sem hann hefur aldrei séð áður. Þar er hann læstur inni í 15 ár án þess að hitta aðra manneskju og án útskýringa. Einn daginn vaknar hann svo í tösku upp á húsþaki, hann er frjáls og veit ekkert af hverju. Stuttu síðar fara að berast honum símtöl frá manninum sem fangaði hann og þar Oh-Dae Su að komast að því af hverju hann var læstur inni. Hefst svo gríðarlega spennandi atburðarrás sem endar með plotti, sem ég held að geti fullyrt að sé það rosalegasta sem ég hef séð. Ég veit ekki hvert ég ætlaði þegar það kom í ljós, svo agndofa varð ég.
Eitt það eftirminnilegasta úr myndinni er bardagaatriði þar sem Oh Dae-Su lemur fullt af gaurum í klessu inn á einhverjum gangi. Atriðið er örugglega vel á þriðju mínútu og er tekið upp í einu skoti. Ég horfði á aukaefni um gerð myndarinnar og þar var fjallað um þegar þeir voru að æfa þetta atriði. Það tók ekki stuttan tíma. Þessi mynd er ein af þremur bestu myndum sem ég hef séð, svo mikið er víst.
Eitt það eftirminnilegasta úr myndinni er bardagaatriði þar sem Oh Dae-Su lemur fullt af gaurum í klessu inn á einhverjum gangi. Atriðið er örugglega vel á þriðju mínútu og er tekið upp í einu skoti. Ég horfði á aukaefni um gerð myndarinnar og þar var fjallað um þegar þeir voru að æfa þetta atriði. Það tók ekki stuttan tíma. Þessi mynd er ein af þremur bestu myndum sem ég hef séð, svo mikið er víst.
American History X (1998)
Tony Kaye er leikstjóri sem ekki hefur farið mikið fyrir. Hann á tiltölulega fá verk að baki sér en ein af myndum hans er American History X, sem er ein rosalegasta mynd sem ég hef séð. Myndin segir frá nýnasistahetjunni Derek og litla bróður hans Danny. Faðir þeirra var myrtur af blökkumanni og í kjölfarið greip gamall nýnasisti, Cameron, tækifærið og innrætti Derek með vafasömum hugmyndum. Derek lendir svo í fangelsi fyrir að myrða tvo blökkumenn og meðan hann er í fangelsinu kynnist hann blökkumanni og þeir tveir verða ágætis félagar þegar yfir líkur. Þegar Derek kemur svo út hefur hann sagt skilið við fyrri hugmyndir sínar og berst fyrir því að litli bróðir hans taki þær ekki upp.
Myndin er ótrúlega átakanleg. Ég man þegar ég sá hana fyrst, árið sem hún kom út. Ég fylltist óhug yfir atriðinu þegar gengið ræðst inn í verslun mannaða af innflytjendum. En þessi saga á vel við hvar sem er, hún er sígild og tímalaus. Hún minnir á það að ekki er hægt að dæma fjöldann, heldur einstaklingana. Vonandi að fólkið í ÍFÍ horfi á þessa mynd og hugsi.
Myndin er ótrúlega átakanleg. Ég man þegar ég sá hana fyrst, árið sem hún kom út. Ég fylltist óhug yfir atriðinu þegar gengið ræðst inn í verslun mannaða af innflytjendum. En þessi saga á vel við hvar sem er, hún er sígild og tímalaus. Hún minnir á það að ekki er hægt að dæma fjöldann, heldur einstaklingana. Vonandi að fólkið í ÍFÍ horfi á þessa mynd og hugsi.
No comments:
Post a Comment