
Ég er ef til vill algjör menningaróviti en mér fannst þessi mynd alveg hundleiðinleg. Eins og svo margar gamlar myndir. Mér fannst sagan leiðinleg til að byrja með og ofleikurinn hjá konunni sérstaklega fór í mínar fínustu. Kvikmyndin er eflaust merkileg í kvikmyndasögulegu samhengi en ég held ég sé bara ekki nógu harður kvikmyndanölli til að geta haft gaman af þessu.
Það eina sem ég man eftir sem mér fannst virkilega töff voru skotin þar sem fólkið talaði fyrir rétti. Þar var nett „point of view“ skot og dómarinn virtist ósýnilegur.

No comments:
Post a Comment