Monday, September 10, 2007

A Clockwork Orange

Jæja, þessi blessaði listi yfir 102 mikilvægustu kvikmyndir allra tíma var mjög hvetjandi fyrir mig hvað varðar að horfa á myndir sem ég hef ætlað að horfa á í mörg ár. Um helgina horfði ég á A Clockwork Orange, eftir Stanley Kubrick. Hún kom mér skemmtilega á óvart, ekki það að ég hafi efast um að hún væri góð, ég bara vissi ekkert hvernig mynd hún væri og ég bjóst satt að segja ekki við einhverjum últra póstmódernisma úr Englandi framtíðarinnar, eins og fólk á sjöunda áratugnum hafði séð það fyrir sér. Allt conceptið bakvið myndina fannst mér mjög skemmtilegt og satt að segja fannst mér hún bara vera ótrúlega skondin. Aðalpersónan Alex var klárlega mitt uppáhald. Algjörlega siðblindur uppskafningur, gerist ekki mikið betra en það. Ég mundi hugsanlega skella 5 stjörnum á þessa mynd, alla vega 4 og hálfri.

Næst ætla ég að tala um The Seven Samurai og þar á eftir er ég að spá í að bomba inn einu ofurbloggi um allar myndirnar sem ég sá á bíódögum Græna ljóssins.

Arnar

No comments: