Monday, November 5, 2007

Fear and Loathing in Las Vegas (1998)

Kæru samnemendur. Ég hef risið upp frá dauðum. Mættur aftur, ferskari en allt sem ferskt er og tilbúinn að bomba út bloggi annan hvern dag fram að mánaðarlokum.

Hér í dag ætla ég að fjalla um myndina Fear and Loathing in Las Vegas, sem er frá árinu 1998.
Myndinni er leikstýrt af Terry Gilliam og með aðalhlutverk fara Johnny Depp og Benicio Del Toro.


Myndin segir frá Raoul Duke (Depp), meintum fréttaritara og lögfræðingi hans, Dr. Gonzo (Del Toro) og ferðalagi þeirra til Las Vegas. Í þessari mynd, sem er um tveir tímar að lengd, gerist voða lítið fyrir utan það að þeir bakkabræður eru að vaða uppi í Las Vegas á ofskynjunarlyfjum. Myndin er eiginlega laus við plott og söguþráðurinn er alls ekki krassandi. Þessi mynd er pjúra dópmynd. En hún var góð engu að síður. Leikstjórinn, með hjálp frábærra leikara nær að láta pælinguna sína ganga fullkomlega upp. Þrátt fyrir að myndin sé eitt stórt sýrutripp í orðsins fyllstu merkingu þá nær maður að halda athyglinni og skemmta sér allan tímann.

Í þessari mynd sýnir Johnny Depp okkur að hann er einn besti leikari samtímans. Leikur hans einn og sér væri næg ástæða til að horfa á myndina. Hann sekkur sér svo djúpt ofan í karakter sinn og nær að leika gæja á öllum eiturlyfjum sem til eru á ótrúlega sannfærandi hátt.

Ég held ég gefi myndinni 3,5 stjörnur, og eigna Depp meirihluta þeirra.

PS: Ég er kominn með imdb-linka á titla, leikstjóra og leikara.

No comments: