
Fyrsta myndin sem ég smellti mér á var myndin Cocaine Cowboys, Billy Corben leikstýrði. Myndin er heimildarmynd um dópinnflutning og allt sem skapaðist í kringum hann í Miami á níunda áratug seinustu aldar. Í myndinni er sagan rakin frá því að ferlið hófst og þangað til því „lauk“, ef svo má að orði komast.
Myndin er að mestu leyti byggð á viðtölum við glæpamenn, lögreglumenn og aðra sem voru viðriðnir fíkniefnaheiminn. Það var ótrúlega gaman að sjá gamla eiturlyfjakónga láta allt flakka en þó var það einn helsti galli myndarinnar á sama tíma. Því myndin var ekki stutt, 116 mínútur, og hún var satt að segja frekar þreytandi á köflum. Til dæmis þegar einhver gamall, skemmdur og þoglumæltur handrukkari tók sér góðar 10 mínútur í að lýsa einhverju missioni sem hann var sendur í sem endaði í einhverri vitleysu.
Það sem mér fannst eftirminnilegast var það hversu agndofa ég var að sjá hversu stórt þetta varð. Eftir að hafa séð Scarface vissi maður að Miami á þessum árum var frekar fucked up staður en samkvæmt þessari heimildarmynd var þetta milljón sinnum stærra en ég hafði nokkurn tímann getað ímyndað mér. Í orðsins fyllstu merkingu voru lögreglumenn að flytja tugi kílóa í skottinu á löggubílunum yfir í banka sem eingöngu innihéldu dóppeninga. Í lokin var síðan gert eitthvað risa drugbust og þá fóru ógeðslega margir bankar, bílaumboð, spilavíti, skartgripaverslanir á hausinn í kjölfarið.
Í heildina var myndin helvíti góð. Eins og ég sagði áður varð hún kannski örlítið þreytandi á köflum en ég gekk sáttur út úr bíósal, fullur undrunar. Alltaf gaman þegar heimildarmyndir gera mann orðlausan.
1 comment:
Sammála. Rosaleg saga. Ég held að einn af aðalgaurunum sé grunnurinn að persónu Johnny Depp í Blow.
Post a Comment