Wednesday, September 26, 2007

American Hardcore (2006)

Já. Mér datt allt í einu í hug um að blogga um mynd sem ég er nokkuð viss um að enginn í áfanganum hefur horft á. Ég er ekki einu sinni viss um að Siggi Palli hafi séð hana. Ef ég ætti að giska þá mundi ég segja nei. Og þó. Sjáum til.

Kvikmyndin American Hardcore er heimildarmynd byggð á bókinni American Hardcore: A Tribal History sem var skrifuð af Steven Blush. Myndinni er leikstýrt af Paul Rachman.

Eins og nafnið gefur kannski til kynna fjallar myndin um frumbernsku Hardcore-tónlistar sem blómstrar enn þann dag í dag. Stefnan á rætur sínar að rekja til Bandaríkjana, late 70's/early 80's.
Millistéttarkrakkar sem fengu einn daginn upp í kok af samfélaginu sem þau bjuggu í slitu sig frá því og stofnuðu hreyfingu sem fór eins og eldur í sinu um heiminn. Eins og svo oft áður var fagnaðarerindið boðað með tónlist.

Þar sem ég hef mikinn áhuga á þessari tónlist og menningu var ótrúlega gaman að sjá þessa mynd. Skemmtilegt að heyra viðtöl við gamla garpa og sjá footage af tónleikum hjá legendary hljómsveitum eins og Minor Threat og Black Flag.

Það er svo sem ekki mikið meira að segja um þessa mynd þannig séð, nema ef ég mundi rekja öll viðtölin eða eitthvað. Það mundi sökka.

Í staðinn ætla ég að linka á youtube myndband ef einhver skyldi hafa áhuga. Sjón er sögu ríkari, tékkið á þessu myndbandi. Gefur smjörþefinn af því hvernig hlutirnir voru þarna. Hljóðið er samt ömurlegt. Verið þolinmóð, þeir blaðra mikið milli laga, en um leið og þeir byrja að spila - the place goes apeshit.

PS: Ég sá þessa mynd í USA, gaman að segja frá því. Leigði hana á DVD á 2 dollara, glænýja.

1 comment:

Siggi Palli said...

Rétt er það. Ég er ekki búinn að sjá þessa. Hún hljómar ágætlega, og ég var búinn að heyra um hana áður. Mig minnir að ég hafi rekist á hana á netinu en ekki tímt bandbreiddinni á hana.