Friday, December 7, 2007

Die Hard!

Djöfull er langt síðan maður sá Die Hard myndirnar. Ég horfði á fyrstu þrjár um daginn og varð helvíti hrifinn. Þetta er ekkert verra en í minningunni. Ég hef reyndar ekki séð fjórðu myndina, en hef heyrt misjafna hluti um hana. Mörgum finnst hún vera geðveik, en sumum finnst hún vera hálfslöpp. Ég er eiginlega á því að fyrsta myndin sé sú besta í trílogíunni. Bruce Willis, í hlutverki John McClane, er án efa sá allra harðasti í bransanum. Alltaf þegar hryðjuverkamennirnir hringja í hann og vilja tala um eitthvað upp á líf og dauða, þá er McClane-inn alltaf með einhverja helvítis stæla og útúrsnúninga. Þvílíkur meistari.

Önnur myndin var líka helvíti góð. Söguþráðurinn tók skemmtilegar beygjur og ekki vantaði testósteronið í McClane. Það bar þá stundum á svona „over the top“ súrum atriðum sem voru of asnaleg.

Þriðja myndin er síst, að mínu mati. Samt er hún mjög góð og frábær afþreygin. En Simon var bara einum of súr á köflum fyrir minn smekk.

En ég fór einmitt að spá eftir að hafa horft á þetta, það eru ekki gerðar svona action myndir lengur. Kannski er ég bara uppfullur af nostalgíu en mér finnst dáldið eins og spennumyndir dagsins í dag séu flestar annað hvort á miklu lægri gæðastandardi, eða þá alltof alvarlegar.


No comments: