Jæja, þá er komið að endalokun á þessu bloggi og þessum frábæra áfanga. Í heildina litið fannst mér þessi áfangi frábær og ég ætla að ganga svo langt að segja að þetta hafi verið skemmtilegasti áfangi sem ég hef tekið í skóla frá upphafi. Það eru örfá atriði sem að mínu mati hefðu mátt vera örlítið öðruvísi, en þau eru ekki nærri því jafnmörg og það sem mér þótti heppnast vel. Ég ætla að halda stutt yfirlit yfir það sem mér fannst standa upp úr og það sem mér hefði þótt mega fara betur. Ég ætla að byrja á leiðinlega stöffinu.
1. Stuttmyndin á haustönn
Ég geri mér fyllilega grein fyrir mikilvægi þess að læra á myndavélina áður en lengra er haldið í stuttmyndagerð. En ég set spurningamerki við það að láta nemendur gera stuttmynd þar sem eingöngu má nota myndavélina. Stuttmyndirnar voru augljóslega illa klipptar, oft oflýstar eða of dimmar og hljóðið var stundum allt of lágt eða alltof hátt. Mér finnst eftir á að hyggja frekar mikil óþarfi að láta nemendur búa til eina lélega stuttmynd til þess eins að kenna þeim á myndavélina, sérstaklega af því að eftir jól gerðum við stuttmynd þar sem öll trix voru leyfileg. Ég spyr mig hvort það hefði ekki verið hægt að raða námsefninu þannig að fyrst væri farið yfir hvernig myndavélin virkar og síðan bara búin til ein eða tvær alvöru stuttmyndir. Auk þess fannst mér við ekkert vera neitt áberandi betri á myndavélina sjálfa í seinni stuttmyndinni en fyrri. Ég held að sú fyrri hafi beinlýnis verið óþörf, ef tilgangur hennar var að kynna okkur fyrir myndavélinni. Ég held að það væri betra að gera eina góða stuttmynd... eða tvær góðar, í staðinn fyrir eina takmarkandi og lélega stuttmynd og eina full blown mynd.
2. Val á bíómyndum
Þegar kemur að því að velja hvaða bíómyndir á að horfa á finnst mér að nemendur eigi að fá að ráða meiru. Einhvern tímann fengum við að kjósa um nokkrar myndir og The Devil's Backbone varð fyrir valinu. Ef til vill eru til myndir sem eru svo crucial að þær verða að vera skyldumyndir en ég held að það yrði námskeiðinu til góðs ef nemendur fengju að kjósa um fleiri myndir.
Jæja, nóg af leiðindum. Nú kemur góða stöffið.
1. Kvikmyndafræði er ógeðslega skemmtilegur áfangi
Já, ég lýg því ekki. Námið í Menntaskólanum getur verið algjört andskotans torf og það er ótrúlega gaman að það skuli vera eitt fag, og þá sérstaklega fag með alvöru einingafjölda en ekki bara eitthvað málamynda-skemmti-ölmusa sem telur eina einingu, sem er frjálst og skemmtilegt. Það er mjög gott að það sé eitt fag þar sem kennarinn er ekki ógnarvald heldur meira svona leiðbeinandi sem er samt næstum því "einn af strákunum" og að heimaverkefni séu frjáls. Þá er ég að sjálfsögðu að tala um bloggið. Það lyftir deginum að horfa á myndir og spjalla um leikstjóra eftir að hafa þurft að þola Heimi Pálsson og tegurreikning.
2. Kvikmyndafræðinemendur mynduðu skemmtilegt samfélag
Eitt af því skemmtilegasta í vetur var það hversu mikið unity var í þessum áfanga. Það var gaman að sjá bloggsamfélagið blómstra fyrr í vetur, leiðinlegt að það dó hálfpartinn í lok annar. Það var líka gaman að sjá klíkur myndast innan kvikmyndafræðisamfélagsins. Alltaf sömu menn með sömu mönnum í hópverkefnum og svona. Ég verð líka að hrósa Sigga Palla fyrir hvernig hann háttaði samskiptum sínum við nemendur. Ég var að fíla þessi jafningjasamskipti í botn.
3. Dýpkaður skilningur á kvikmyndum
Eftir að ég byrjaði í þessum áfanga hefur áhugi minn á kvikmyndum aukist um nokkur hundruð prósent, en ég hafði samt alveg töluverðan áhuga á bíómyndum áður, en einhvern veginn á allt annan hátt. Þessi áfangi hefur breytt sýn minni á kvikmyndir, ég horfi öðruvísi á myndir en ég gerði áður. Ég spái í hlutum sem ég spáði ekki í áður, eins og kvikmyndatöku, leikstjórn og einkennum leikstjóra, notkun tónlistar, litasamsetningu, listinn er endalaus. Til að gera langa sögu stutta mætti segja að ég hafi lært að meta kvikmyndir sem listform, en ekki aðeins afþreyingu.
4. Flótti úr Hollywood fangelsinu
Djöfull er þetta flottur titill á efnisgrein. Það sem ég á við þessu er að ég hef núna séð myndir sem ég hefði aldrei séð hefði ég ekki skráð mig í þennan áfanga. Ég hefði eflaust aldrei séð myndir á borð við Chinatown, Nosferatu, Die Falscher, Rashomon, Funny Games, Apocalypse Now og fleiri hefði ekki verið fyrir kvikmyndafræði. Áfanginn opnaði dyr að nýrri vídd kvikmynda og kvikmyndaþorsti minn er óseðjandi. Áður en ég byrjaði í kvikmyndafræði horfði ég að meðaltali á svona 2 myndir í mánuði, en núna er 2 myndir á viku nærri lagi.
Þrátt fyrir smávægilega annmarka, sem eru svo sem skiljanlegir þar sem áfanginn er frekar nýr, þá er kvikmyndafræði geðveikur áfangi og ég mæli með honum við hvern sem er. Besti áfangi fyrr og síðar. Ég vil þakka Sigga Palla og öllum samnemendum mínum í áfanganum fyrir árið. Og sorry Siggi hvað ég svaf oft yfir mig.
Over and out.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ágætispunktar. 8 stig. Þú endar þá í 90 stigum.
Ég er sammála því að það eru greinilegir annmarkar á því að láta ykkur klippa fyrstu myndina í myndavélinni, sérstaklega þar sem myndavélin er ekkert rosalega samvinnuþýð í þeim vinnubrögðum. Samt heyrist mér að flestir myndu kjósa það framyfir t.d. 48 tíma maraþonmynd þar sem þið mynduð taka í 24 tíma og klippa í 24. Pælingin með þessari mynd er m.a. að brjóta ísinn og "start the ball rolling".
Varðandi val á bíómyndum, þá mætti vissulega skoða það að leyfa nemendum að velja fleiri myndir. Þó myndi ég ekki vilja leyfa þeim að velja allar, því eitt meginmarkmiðið með bíósýningunum er að sýna ykkur eitthvað sem þið mynduð annars ekki sjá.
Takk fyrir veturinn.
Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Smartphone, I hope you enjoy. The address is http://smartphone-brasil.blogspot.com. A hug.
Post a Comment