Tuesday, April 15, 2008
Þetta hefur allt verið gert áður, miklu betur
Já, ég er alveg að missa mig í vondum myndum þessa dagana. Næsta mynd á dagskrá er stórvirkið Doom, sem byggir lauslega á gömlu klassíkinni, fokkíngs tölvuleiknum. Ég held samt að söguþráðurinn sé allt annar og það eina sem þessi mynd á sameiginlegt með leikjunum er eitt ógeðslega misheppnað fyrstu persónu atriði í blálok myndarinnar. Myndin er skipuð stórleikurum á borð við The Rock og Karl Urban. Nú er The Rock enginn Jack Nicholson, en hann, fyrir utan Karl Urban, er laaaangbesti leikarinn í myndinni. Hinir leikararnir eru allir svo ógeðslega lélegir að það er ekkert grín.
Hér heldur The Rock á BFG, Big Fucking Gun. Hún var aðalbyssan í Doom leikjunum. Einhverra hluta vegna hét hún officially Bio Force Gun í myndinni, örugglega af því að Big Fucking Gun er ekkert sannfærandi nafn á byssu í geðveikt alvarlegum sci-fi trylli. En The Rock segir samt "Big Fucking Gun" þegar hann handleikur hana.
En fyrir utan það augljósa, að þessi mynd er ógeðslega léleg, þá vakti það athygli mína hvað hún fær margt lánað úr öðrum myndum. Allt sem gerist í Doom hefur verið gert áður, miklu betur. Myndin er eins og léleg samsuða af Alien, Resident Evil (sem var reyndar ekkert góð) og Event Horizon.
Á Mars er eitthvað fyrirtæki að þróa eitthvað svakalega leynilegt dót sem enginn má vita hvað er. Að sjálfsögðu fer allt í fokk og The Rock og félagar eru sendir til að bjarga málunum. Ekki líður á löngu þangað til að þeir komast að því að þessi tilraunastofa var að þróa einhvern vírus sem breytir fólki í superhumans sem verða geðveikt árásargjarnir og drepa alla vísindamennina. Nákvæmlega eins og í Resident Evil.
Stökkbreyttu gæjarnir ráðast svo á annað fólk og smita þau. Aðferðin þeirra er svo shameless rippoff úr Alien að það hálfa væri helmingi meira en nóg. Verurnar skjóta einhverjum litlum snák útúr sér sem fer inní fórnarlambið. Ógeðslega lame.
Event Horizon pælingin er kannski aðeins meira abstract. Mér fannst bara eins og pælingin með fullt af gaurum lokuðum inní tilraunarstofu í geimnum og allt að fara í fokk vera dáldil stæling á atmóinu sem er verið að reyna að skapa í Event Horizon.
En það sem var líka slæmt við þessa mynd var aðallega tvennt. Í fyrsta lagi var það hversu ógeðslega grunn persónusköpunin var. Allar persónurnar voru algjörar erkitýpur, illa útfærð og ósannfærandi dæmi um karaktera sem allir þekkja. Það var slísí gaurinn, harði gaurinn, óöryggi n00binn.
Í öðru lagi er plottið í myndinni eitt það lélegasta sem ég hef orðið vitni af á minni 20 ára löngu ævi. Ég nenni eiginlega ekki að fara frekar í saumana á því. Sjón er sögu ríkari. Leigið þessa mynd.
Karl Urban var töluvert svalari í LOTR en Doom.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Fín umfjöllun um vafalaust lélega mynd. 7 stig.
Post a Comment