Thursday, April 10, 2008

Það er aðeins ein B-mynd

Og hún heitir Full Impact. Þessi mynd er svo mikið drasl að það er ekki einu sinni grein um hana á wikipedia. En hún er að sjálfsögðu á imdb sem gefur henni 1.9 í einkunn.


Það eru einfaldlega til hlutir í heiminum sem orð fá ekki lýst. Þetta getur átt við hvað sem er, leiðinlegar manneskjur, falleg málverk, góð lög og vondar bíómyndir. Full Impact er fullkomið dæmi um slíka mynd. Sama hversu miklu púðri ég mun eyða í að reyna útskýra vondleika hennar þá mun það aldrei komast fyllilega til skila með orðum einum. Ég gæti bloggað þúsund færslur um hana, en samt næði ég ekki að lýsa hversu vond hún er. Tungumál mannanna skortir orð til að lýsa því hversu mikið drasl er hér á ferðinni.

En þessi mynd er engu að síður ein af mínum uppáhaldsmyndum. Ég hef horft á hana margoft og alltaf skemmt mér jafnvel. Fátt er betra en Full Impact í góðra vina hópi, og ég legg hér með til að við horfum á hana á næsta mánudag.

Söguþráðurinn í Full Impact er dásamlegur. Mín kenning er sú að þeir hafi valið um það bil 10 mismunandi handrit, valið handahófskennda kafla úr þeim og búið til eitt handrit úr þeim. Ég ætla aðeins að spoila „söguþræðinum“, hann er hvort eð er svo óskiljanlegur.

Jared Taskin (Gary Daniels fokk je!) er retired lögga, sem hætti útaf einhverjum sálfræðilegum kvillum. En hann tekur aftur til starfa eftir að hafa lesið blaðagrein sem ber titilinn „Death Touch Returns“, en Dauðasnertingin er raðmorðingi sem drepur vændiskonur. Á sama tíma og Taskin eltist við þennan morðingja er hann að reyna að komast til botns í máli sem á að hafa verið valdur af tilfinningalegum kvillum hans, þegar hópur manna, sem ekki er útskýrður á neinn hátt, réðst inn á heimili hans og skaut fjórum byssukúlum. Enginn dó í þeirri árás, og Taskin elskast meira að segja með konunni sinni í myndinni, sem maður hefði haldið að hefði dáið í árásinni. Taskin er líka að leita að einhverri fimmtu kúlu sem hann var sannfærður um að hafi verið skotið í árásinni þar sem enginn meiddist.

Þar sem engin myndbönd eru til á youtube af þessu meistarastykki langar mig að lýsa einu af fjölmörgum snilldaratriðum myndarinnar í orðum, vonandi að þið sannfærist um að horfa á þessa mynd á mánudaginn.

Þegar Taskin er í svaka slagsmálum við einhvern kumpána lendir hann í því óláni að vondi kallinn sest upp í bíl og reynir að keyra á Taskin. Taskin hleypur á undan bílnum og á miðju bílaplaninu er hrúga af pappakössum (og þetta er ekki eina pappakassaatriðið í myndinni, það eru allir alltaf að hoppa á pappakassa í henni). Okkar maður rétt nær að sleppa frá bílnum með því að fleygja sér á kassana, allt er sýnt í slow motion. Þegar Taskin er í loftinu, yfir pappakössunum og bíllinn rétt fyrir aftan hann, þá er klippt. Næsta skot sýnir bílinn, vera að keyra í gagnstæða átt og Taskin að lenda ofan á húddinu á fokkíng bílnum!!


Þetta er ekkert annað en helvítis snilld.

1 comment:

Siggi Palli said...

Ég er nú ekki alveg sannfærður...

En skemmtileg færsla samt. Vondar bíómyndir eru náttúrulega kapítuli út af fyrir sig, og nokkuð sem vel má hafa gaman af.

6 stig.