Wednesday, April 16, 2008

Elephant

Nú ætla ég að víkja mér að einni stórfurðulegri mynd. Hún heitir Elephant og segir sögu af skotárásum í bandarískum skóla á hátt sem maður hefur ekki séð áður í bíómynd. Myndin einkennist af ógeðslega löngum senum. Sagan fjallar bara um venjulegan skóladag í bandarískum skóla sem endar á því að tveir drengir marsera inn og skjóta fullt af samnemendum sínum.



Leikstjóri myndarinnar, Gus Van Sant, hefur ætlað sér að ná að fanga raunveruleikann. Að reyna að skapa sem hversdagslegasta mynd, langdregna, sem minnir á langdreginn skóladag sem endar síðan í hörmungum. Í þessari mynd er ekkert óvænt, ekkert svakalegt, engir special effects, ekkert ris í söguþræði, bara hversdagslegur og langdreginn dagur sem endar í fjöldamorðum. The harsh reality. Blautt handklæði í andlitið.

Pælingar Van Sant ganga vel upp. Hann nær að búa til mjög raunhæfa mynd af því hvernig hörmungar eru í daglegu lífi. Þegar ég horfði á myndina hugsaði ég með mér "fokk, ef þetta mundi gerast í MR einn daginn". Það var frekar fucked up að horfa á þetta og skotatriðin voru ótrúlega gruesome á einhvern raunverulegan og nærtækan hátt. Eins og ég sagði áðan er myndin afar langdregin og sérstaklega líka af því að sama atburðarrásin er oft sýnd frá sjónarhorni mismunandi einstaklinga. Þrátt fyrir að þessi mynd var mjög góð þá var þolimæði mín oft nærri því komin í þrot. En ætli það hafi kannski bara verið effectinn sem Van Sant var að reyna að skapa?

Já, hér er trailerinn fyrir þá sem hafa áhuga.