
Þessir þættir eru ekkert viðbjóðslega vel skrifaðir og þeir eru ekki fyndnir á þann hátt að maður liggi í krampakasti þegar maður er að horfa á þá. En þeir eru fyrst og fremst ótrúlega skondnir. Það er ef til vill orðið sem lýsir þeim best. Skondnir og skemmtilegir. Ég held að ég geti sagt með góðri samvisku að Jemaine er nýji uppáhalds grínleikarinn minn. Hann er svo suddalega skondinn.
En það sem gerir þættina svona skemmtilega eru ekki síður allir aukaleikararnir. Umboðsmaður strákanna, Murray, er án efa einn sá allra misheppnaðasti lúði sem sést hefur í sjónvarpi. Og sá gaur er líka ógeðslega góður leikari. Fyndið að aðalleikararnir séu eiginlega þeir slöppustu. Murray heldur hljómsveitarfundi reglulega og les alltaf upp, þrátt fyrir að aðeins þrír sæki fundinn í hvert sinn. Hann les sjálfan sig meira að segja upp. Hann reddar þeim aldrei neinum giggum því hann vill ekki að þeir spili að kvöldi til því hann álítur það of hættulegt. Þess vegna fá þeir bara einstaka gigg í nýsjálenska sendiráðinu eða eitthvað.

Eini aðdáandi Flight of the Conchords heitir Mel og hún ofsækir strákana og ýjar að kynferðislegum hlutum við þá þrátt fyrir að vera harðgift. Hún er reyndar gift einhverjum aumingja og hún er alltaf að reyna við Bret og Jemaine fyrir framan eiginmann sinn, Doug. En gellan sem leikur Mel er líka frábær leikkona og nær að búa til ógeðslega fyndinn og frumlegan karakter.

Seinasti félagi strákanna er eiginlega langversti leikarinn í þáttunum. Hann er samt skondinn dúd. Hann heitir Arj Barker og er stand up comedian. Hann leikur gaur sem heitir Dave.
En ég ætla að enda þetta með einu af uppáhaldsmyndbandinu mínu úr Flight of the Conchords. Fokking Bisniss Tæm, Jemaine er meistari.
2 comments:
Góð fokkin' klippa. Ég hef enn ekkert séð af þáttunum, bara speccað uppistandið öðru hvoru og það er hrein snilld.
Fín færsla og stórskemmtilegt myndband. 7 stig.
Post a Comment