Maður er orðinn andskoti vanur því að allar gangsta myndir sem maður sér séu annað hvort einhverjir dudes úr Harlem eða einhverjir ítalskir mafíósar. Shottas er hins vegar gangster mynd sem fjallar um gengi á Jamaica. Og þetta gengi á Jamaica er svo fokkíng hart að það hálfa væri nóg. Í Shottas er engin miskunn sýnd. Menn drepa hvorn annan hægri vinstri og það er ekki séns í helvíti að miðla málum við aðal gang leaderinn. Það eru líka nettir gaurar í þessari mynd, Wyclef og einhver af milljón sonum Bob Marley.
Þessi mynd er samt sem áður ekkert kvikmyndalegt stórvirki, en hún er samt merkileg og það var gaman að horfa á hana. Gaman að sjá svona mynd sem er ekki alveg útúr Hollívúdduð á því, en samt frekar "mainstream". Leikurinn í þessari mynd er líka mjög góður, ég þekki engan þeirra, fyrir utan Wyclef, ég vissi reyndar ekki að hann væri leikari líka en þetta virðist loða við rappara, þeir verða að láta til sín taka á hvíta tjaldinu líka. Síðasta minning mín um þann ágæta mann var í laginu þarna sem hann söng með Bono, sem var by the way alveg gjörsamlega vonlaust. Minnnir samt að það hafi verið einhversskonar styrktarlag fyrir fátæk börn. Bono alltaf tilbúinn að bjarga heiminum.
En alla vega, það var ein sena í þessari mynd sem var svo ógeðslega flott. Gengið var búið að ráðast inn til einhvers gaurs sem var með ógeðslega mikið af penginum í ferðatösku og nokkra innkaupapoka af grasi. Hann grátbað um miskunn og bað þá að taka allt grasið en skilja peningana eftir. Gengið hló bara að honum og batt hann niður í stól, og einn gaurinn í genginu, sem er einn mesti psycho sem ég hef séð í bíómynd, skar hann á háls með hníf sem virtist vera hálf bitlaus, því hann þurfti að sarga smá til að drepa gæjann. Í smástunda var nærmynd af andliti morðingjans og varir hans titruðu og sviti perlaði af enninu. Hann kveikti sér í sígarettu, sem er öll útötuð í blóði og reykir hana hægt og rólega. Hann hreyfir höfuðið og skilur eftir sig "draug", veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. En alla vega, leikstjórinn nær svo ógeðslega vel að fanga spennufallið eftir að hafa drepið mann með berum höndum.
Í öðru atriði er þessi sami gæji skotinn í kviðinn, en hann einhvernveginn heldur innyflinum inni með annari hendi og skýtur fullt af gaurum með hinni. Frekar hart. En alla vega, hér er trailerinn. Skemmtilegt líka hvernig jamaica...íska... er allt öðruvísi tungumál en enska.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Fín færsla. Myndin hljómar líka ágætlega. 7 stig.
Post a Comment