Wednesday, April 16, 2008

Fugazi - Instrument


Núna ætla ég að stelast til að gera færslu sem er alveg jafntónlistartengd og kvikmyndatengd. Samt, þessi er töluvert meira kvikmyndatengd. Ég ætla að fjalla um kvikmyndina Instrument, sem er heimildarmynd um hljómsveitina Fugazi, sem er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum. Þessi hljómsveit er klárlega ein sú allra merkilegasta allra tíma, bara hvernig hún starfaði, fyrir utan tónlistarleg áhrif. Þeir gáfu út allar plöturnar sínar sjálfir, og þeir prentuðu á plöturnar "8$ Postpaid from Dischord" til að reyna að stilla verðinu í hóf, því þeir vildu ekki að einhverjir aðilar væru að græða pening af öðru fólki á tónlistinni þeirra. Listinn yfir svala hluti sem Fugazi gerðu er endalaus.


En ég er hins vegar ekki alveg tilbúinn að samþykkja að Instrument sé einungis heimildarmynd. Hún er eitthvað svo miklu meira. Þessi mynd er listaverk, bara artistic statement frá Fugazi. Þessi mynd er engan veginn sambærileg við hefðbundnar hljómsveitaheimildar myndir eins og hryllinginn Some Kind of Monster sem Metallica gerðu.

Fyrir utan viðtöl og live footage þá er helling af myndbrotum sem eru bara allt öðruvísi. Sjón er sögu ríkari, fann þetta á youtube. Algjör snilld. Fugazi að skamma gaura sem voru að reyna að efna til slagsmála á tónleikum.



Mjög dæmigert fyrir myndina að hafa eitthvað ljósmyndaskeið yfir þetta allt saman. En annars mæli ég eindregið með þessari mynd bæði fyrir áhugafólk um tónlist og kvikmyndir. Þetta er geggjað stöff, sem krest þolinmæði. En ég ábyrgist að fólk verið ekki fyrir vonbrigðum, ef það hefur á annað borð smekk fyrir hlutum.

Langar að enda hérna á að sýna byrjunina á myndinni.



Og síðan smá live footage úr myndinni fyrir þá rokkþyrstu.


1 comment:

Siggi Palli said...

Ágætisfærsla. 6 stig.