Thursday, April 3, 2008

Mynd sem var einu sinni geðveik

Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað það er sem lætur kvikmyndasmekk manna þróast. Í þessari færslu ætla ég ekki að tala um augljós dæmi um myndir sem mér fannst trylltar sem barn eins og 3 Ninjas eða eitthvað, mig langar að tala meira um eitt afar nærtækt dæmi.



Kvikmyndin The Boondock seinst er gott dæmi um mynd sem mér fannst ógeðslega geðveik fyrir nokkrum árum en finnst frekar hallærisleg í dag. Ég man þegar ég sá hana fyrst, það var í afmæli hjá félaga mínum úr grunnskóla, líklega 14 eða 15 ára afmæli. Mér fannst öll pælingin, allt conceptið, allir leikararnir og fokkíngs action atriðin svo ógeðslega geðveik. Ég horfði á myndina aftur fyrir svona þremur árum og rifjaði upp hvað hún var ógeðslega nett, og svo horfði ég á hana aftur fyrir nokkrum mánuðum og þá fattaði ég að mér fannst hún ekkert spes. Eiginlega bara ótrúlega hallærisleg.

Ég fór að velta því fyrir mér af hverju ég hafði ekki séð hversu kjánaleg þessi mynd var fyrir örfáum árum. Hafði hugur minn tekið eitthvað þroskaskref á þessum árum? Var þetta Sigga Palla og kvikmyndafræðiáfanganum að kenna? Hvað sem því líður þá voru fjögur atriði, og þá er ég ekki að meina atriði as in senur, heldur atriði as in hlutir, sem mér álit mitt breyttist á og gerði það að verkum að The Boondock Saints breyttist úr ógeðslega kúl mynd úr ógeðslega hallærislega mynd.

Asnaleg atriði í framvindu söguþráðar.

Hugmyndin að þessari mynd er eiginlega bara frekar töff, Bandaríkjamenn af írskum uppruna sem í einhverri kaþólskri trúarsannfæringu ákveða að taka málin í sínar hendur og hreinsa götur borgarinnar af óþjóðalýð. Söguþráðurinn er borinn uppi ágætlega stærstan hluta myndarinnar en á einum stað missir það aaaalveg marks. Þegar löggan nær í einhvern gamlan dólg úr fangelsi og fær hann til að ná gaurunum sem eru að taka valdið í sínar hendur. Þessi gamli kall er alltaf með vindil og sex byssur, en reynist í lok myndarinnar líka vera írskur kaþólikki sem joinar strákana og hjálpar þeim í landhreinsun sinni. Vægast sagt ógeðslega hallærislegt. Af hverju ætti lögreglan að sleppa einhverjum gömlum skarf úr fangelsi til að berjast við glæpamenn? Hvernig ætti hún að fá leyfi til þess? Og af hverju ætti gamli skarfurinn að vera "góður" glæpon og ákveða að ganga til liðs við gæjana sem hann átti að fangelsa?


Ógeðslega svali og skemmtileg gaurinn sem allir elska en reynist við frekar athugun vera frekar lame.

Já, ég er að tala um David Della Rocco, eða The Funny Man, sem er einn aðalspaðinn í myndinni. Hann er svaka fyndinn og er alltaf dumbfounded yfir allri vitleysunni sem þeir lenda í. Þessi gæji sem er alltaf í geðshræringu og spyr geðveikt margra spurninga um af hverju í fjandanum hann sé í byssubardaga við mafíuna þegar hann ætti að vera heima hjá sér að horfa á spólu eða eitthvað. Þegar hann deyr í seinni hluta myndarinnar grípur um sig ótrúleg drama en það er frekar ankannalegt því maður hefur í raun ekki bundist neinum böndum við karakterinn. Ætli þetta sé ekki það sem kvikmyndafræðingar myndu kalla grunna persónusköpun. Ég mundi alla vega halda það. Mér fannst þessi gaur samt óendanlega svalur þegar ég var yngri. Hann var minn eiginn persónulegi Jesús.




Fyndni comic relief gaurinn sem er ekkert fyndinn og er bara ógeðslega glataður.

Þessi karakter var svo ómerkilegur að ég man ekkert hvað hann hét í myndinni eða hvernig hann leit út eða hver lék hann. En ég man, að Willem Dafoe lék FBI gæja sem var á eftir The Saints og local löggan var alltaf að reyna leggja eitthvað til málanna en Dafoe sendi hann alltaf til að ná í beyglur og kaffi handa sér. Dafoe var alltaf með einhverjar brjálaðar kenningar á "the crime scene" um hvað hefði gerst en þær voru alltaf far off. En kjánalega local löggan kom alltaf með sínar ágiskanir sem voru alltaf réttar, nákvæmar lýsingar á því hvernig morðin höfðu farið fram. En Dafoe trúði honum aldrei og sendi hann alltaf á Starbucks. Þú veist ógeðslega fyndið, aðallöggan vissi sko ekki að hinn gæjinn hafði rétt fyrir sér og hlustaði aldrei á hann og tapaði geðveikt mikið á því, geðveikt sniðugt. Þetta gerist líka svona átta sinnum í myndinni og hittir aldrei í mark, ekki í fyrsta skiptið og ekki í áttunda skiptið.

Action senur sem voru sjúkar í minningunni en eru frekar glataðar.

Já, það er nóg um slíkar senur í þessari blessuðu mynd. Mér eru minnisstæðust lokasenan í myndinni þegar The Saints og gamli skarfurinn ryðjast inn í réttarsal, sem er by the way ekki vaktaður nóg til að þrír óboðnir gestir með ógeðslega mikið af byssum geti ekki gengið inn í hann, og aflífa mafíuforingja sem er alltaf sýknaður. Sama gæja og drap The Funny Man. Þeir halda ógeðslega langa ræðu yfir fólkinu í salnum þar sem þeir útskýra fyrir þeim að þeir séu sendiboðar Guðs og ætli að taka lögin í sínar eigin hendur, allt með írskum hreim sem á að vera geðveikt svalur. Klippingin í því atriði er geðveikt intense, allt hringsnýst og það er alltaf verið að sýna nærmyndir af gæjunum til skiptist halda þvílíkar dómsdagsræður. Síðan fara þeir með einhverja Maríubæn sem fór alveg með mig. Afar hallærislegt.

Ég fann þetta atriði á youtube, snilld.




Þá hef ég lokið yfirskitu minni yfir þessa mynd. Vonandi fæ ég ekki reiðilestur frá einhverjum sem elskar þessa mynd ennþá.

2 comments:

Arnar said...

Ekki nóg með það heldur reyndist gamli kallinn vera pabbi þeirra!!

-Arnar Már

Siggi Palli said...

6 stig.

Fín færsla og fullkomið dæmi um mynd sem var einu sinni kúl. Mér fannst hún meira að segja alveg ágæt þegar ég sá hana á sínum tíma, og ég hafði það ekki mér til afsökunar að vera 14 ára.

Mig dauðlangar einmitt að sjá Overnight, mynd um gaurinn sem gerði þessa mynd. Hann er víst algjört fífl, og var búinn að fá samning hjá Miramax til þess að gera þessa mynd, en klúðraði næstum því öllu með fíflaskap og stælum, þ.a. myndin rétt svo fékkst gefin út, en var ekkert auglýst og náði litlum sem engum vinsældum fyrr en hún kom út á DVD.