Jæja, þá er komið að endalokun á þessu bloggi og þessum frábæra áfanga. Í heildina litið fannst mér þessi áfangi frábær og ég ætla að ganga svo langt að segja að þetta hafi verið skemmtilegasti áfangi sem ég hef tekið í skóla frá upphafi. Það eru örfá atriði sem að mínu mati hefðu mátt vera örlítið öðruvísi, en þau eru ekki nærri því jafnmörg og það sem mér þótti heppnast vel. Ég ætla að halda stutt yfirlit yfir það sem mér fannst standa upp úr og það sem mér hefði þótt mega fara betur. Ég ætla að byrja á leiðinlega stöffinu.
1. Stuttmyndin á haustönn
Ég geri mér fyllilega grein fyrir mikilvægi þess að læra á myndavélina áður en lengra er haldið í stuttmyndagerð. En ég set spurningamerki við það að láta nemendur gera stuttmynd þar sem eingöngu má nota myndavélina. Stuttmyndirnar voru augljóslega illa klipptar, oft oflýstar eða of dimmar og hljóðið var stundum allt of lágt eða alltof hátt. Mér finnst eftir á að hyggja frekar mikil óþarfi að láta nemendur búa til eina lélega stuttmynd til þess eins að kenna þeim á myndavélina, sérstaklega af því að eftir jól gerðum við stuttmynd þar sem öll trix voru leyfileg. Ég spyr mig hvort það hefði ekki verið hægt að raða námsefninu þannig að fyrst væri farið yfir hvernig myndavélin virkar og síðan bara búin til ein eða tvær alvöru stuttmyndir. Auk þess fannst mér við ekkert vera neitt áberandi betri á myndavélina sjálfa í seinni stuttmyndinni en fyrri. Ég held að sú fyrri hafi beinlýnis verið óþörf, ef tilgangur hennar var að kynna okkur fyrir myndavélinni. Ég held að það væri betra að gera eina góða stuttmynd... eða tvær góðar, í staðinn fyrir eina takmarkandi og lélega stuttmynd og eina full blown mynd.
2. Val á bíómyndum
Þegar kemur að því að velja hvaða bíómyndir á að horfa á finnst mér að nemendur eigi að fá að ráða meiru. Einhvern tímann fengum við að kjósa um nokkrar myndir og The Devil's Backbone varð fyrir valinu. Ef til vill eru til myndir sem eru svo crucial að þær verða að vera skyldumyndir en ég held að það yrði námskeiðinu til góðs ef nemendur fengju að kjósa um fleiri myndir.
Jæja, nóg af leiðindum. Nú kemur góða stöffið.
1. Kvikmyndafræði er ógeðslega skemmtilegur áfangi
Já, ég lýg því ekki. Námið í Menntaskólanum getur verið algjört andskotans torf og það er ótrúlega gaman að það skuli vera eitt fag, og þá sérstaklega fag með alvöru einingafjölda en ekki bara eitthvað málamynda-skemmti-ölmusa sem telur eina einingu, sem er frjálst og skemmtilegt. Það er mjög gott að það sé eitt fag þar sem kennarinn er ekki ógnarvald heldur meira svona leiðbeinandi sem er samt næstum því "einn af strákunum" og að heimaverkefni séu frjáls. Þá er ég að sjálfsögðu að tala um bloggið. Það lyftir deginum að horfa á myndir og spjalla um leikstjóra eftir að hafa þurft að þola Heimi Pálsson og tegurreikning.
2. Kvikmyndafræðinemendur mynduðu skemmtilegt samfélag
Eitt af því skemmtilegasta í vetur var það hversu mikið unity var í þessum áfanga. Það var gaman að sjá bloggsamfélagið blómstra fyrr í vetur, leiðinlegt að það dó hálfpartinn í lok annar. Það var líka gaman að sjá klíkur myndast innan kvikmyndafræðisamfélagsins. Alltaf sömu menn með sömu mönnum í hópverkefnum og svona. Ég verð líka að hrósa Sigga Palla fyrir hvernig hann háttaði samskiptum sínum við nemendur. Ég var að fíla þessi jafningjasamskipti í botn.
3. Dýpkaður skilningur á kvikmyndum
Eftir að ég byrjaði í þessum áfanga hefur áhugi minn á kvikmyndum aukist um nokkur hundruð prósent, en ég hafði samt alveg töluverðan áhuga á bíómyndum áður, en einhvern veginn á allt annan hátt. Þessi áfangi hefur breytt sýn minni á kvikmyndir, ég horfi öðruvísi á myndir en ég gerði áður. Ég spái í hlutum sem ég spáði ekki í áður, eins og kvikmyndatöku, leikstjórn og einkennum leikstjóra, notkun tónlistar, litasamsetningu, listinn er endalaus. Til að gera langa sögu stutta mætti segja að ég hafi lært að meta kvikmyndir sem listform, en ekki aðeins afþreyingu.
4. Flótti úr Hollywood fangelsinu
Djöfull er þetta flottur titill á efnisgrein. Það sem ég á við þessu er að ég hef núna séð myndir sem ég hefði aldrei séð hefði ég ekki skráð mig í þennan áfanga. Ég hefði eflaust aldrei séð myndir á borð við Chinatown, Nosferatu, Die Falscher, Rashomon, Funny Games, Apocalypse Now og fleiri hefði ekki verið fyrir kvikmyndafræði. Áfanginn opnaði dyr að nýrri vídd kvikmynda og kvikmyndaþorsti minn er óseðjandi. Áður en ég byrjaði í kvikmyndafræði horfði ég að meðaltali á svona 2 myndir í mánuði, en núna er 2 myndir á viku nærri lagi.
Þrátt fyrir smávægilega annmarka, sem eru svo sem skiljanlegir þar sem áfanginn er frekar nýr, þá er kvikmyndafræði geðveikur áfangi og ég mæli með honum við hvern sem er. Besti áfangi fyrr og síðar. Ég vil þakka Sigga Palla og öllum samnemendum mínum í áfanganum fyrir árið. Og sorry Siggi hvað ég svaf oft yfir mig.
Over and out.
Thursday, April 17, 2008
Flight of the Conchords
Ég er búinn að vera að detta í þessa þætti núna undanfarið. Fékk fyrstu seríuna lánaða hjá vini mínum. Þetta eru rosalega spes þættir. Flight of the Conchords er nýsjálenskt dúó sem samanstendur af félögunum Brett McKenzie og Jemaine Clement. Þættirnir fjalla í grófum dráttum um þá tvo, sem eru hljómsveitin Flight of the Conchords, og tilraunir þeirra til að meika það í New York. Þeir lenda í allskonar ævintýrum, stelpuveseni og öðru slíku. Hver þáttur inniheldur að minnsta kosti eitt tónlistarmyndband og eru þau flest mjög spaugileg.
Þessir þættir eru ekkert viðbjóðslega vel skrifaðir og þeir eru ekki fyndnir á þann hátt að maður liggi í krampakasti þegar maður er að horfa á þá. En þeir eru fyrst og fremst ótrúlega skondnir. Það er ef til vill orðið sem lýsir þeim best. Skondnir og skemmtilegir. Ég held að ég geti sagt með góðri samvisku að Jemaine er nýji uppáhalds grínleikarinn minn. Hann er svo suddalega skondinn.
En það sem gerir þættina svona skemmtilega eru ekki síður allir aukaleikararnir. Umboðsmaður strákanna, Murray, er án efa einn sá allra misheppnaðasti lúði sem sést hefur í sjónvarpi. Og sá gaur er líka ógeðslega góður leikari. Fyndið að aðalleikararnir séu eiginlega þeir slöppustu. Murray heldur hljómsveitarfundi reglulega og les alltaf upp, þrátt fyrir að aðeins þrír sæki fundinn í hvert sinn. Hann les sjálfan sig meira að segja upp. Hann reddar þeim aldrei neinum giggum því hann vill ekki að þeir spili að kvöldi til því hann álítur það of hættulegt. Þess vegna fá þeir bara einstaka gigg í nýsjálenska sendiráðinu eða eitthvað.
Eini aðdáandi Flight of the Conchords heitir Mel og hún ofsækir strákana og ýjar að kynferðislegum hlutum við þá þrátt fyrir að vera harðgift. Hún er reyndar gift einhverjum aumingja og hún er alltaf að reyna við Bret og Jemaine fyrir framan eiginmann sinn, Doug. En gellan sem leikur Mel er líka frábær leikkona og nær að búa til ógeðslega fyndinn og frumlegan karakter.
Seinasti félagi strákanna er eiginlega langversti leikarinn í þáttunum. Hann er samt skondinn dúd. Hann heitir Arj Barker og er stand up comedian. Hann leikur gaur sem heitir Dave.
En ég ætla að enda þetta með einu af uppáhaldsmyndbandinu mínu úr Flight of the Conchords. Fokking Bisniss Tæm, Jemaine er meistari.
Þessir þættir eru ekkert viðbjóðslega vel skrifaðir og þeir eru ekki fyndnir á þann hátt að maður liggi í krampakasti þegar maður er að horfa á þá. En þeir eru fyrst og fremst ótrúlega skondnir. Það er ef til vill orðið sem lýsir þeim best. Skondnir og skemmtilegir. Ég held að ég geti sagt með góðri samvisku að Jemaine er nýji uppáhalds grínleikarinn minn. Hann er svo suddalega skondinn.
En það sem gerir þættina svona skemmtilega eru ekki síður allir aukaleikararnir. Umboðsmaður strákanna, Murray, er án efa einn sá allra misheppnaðasti lúði sem sést hefur í sjónvarpi. Og sá gaur er líka ógeðslega góður leikari. Fyndið að aðalleikararnir séu eiginlega þeir slöppustu. Murray heldur hljómsveitarfundi reglulega og les alltaf upp, þrátt fyrir að aðeins þrír sæki fundinn í hvert sinn. Hann les sjálfan sig meira að segja upp. Hann reddar þeim aldrei neinum giggum því hann vill ekki að þeir spili að kvöldi til því hann álítur það of hættulegt. Þess vegna fá þeir bara einstaka gigg í nýsjálenska sendiráðinu eða eitthvað.
Eini aðdáandi Flight of the Conchords heitir Mel og hún ofsækir strákana og ýjar að kynferðislegum hlutum við þá þrátt fyrir að vera harðgift. Hún er reyndar gift einhverjum aumingja og hún er alltaf að reyna við Bret og Jemaine fyrir framan eiginmann sinn, Doug. En gellan sem leikur Mel er líka frábær leikkona og nær að búa til ógeðslega fyndinn og frumlegan karakter.
Seinasti félagi strákanna er eiginlega langversti leikarinn í þáttunum. Hann er samt skondinn dúd. Hann heitir Arj Barker og er stand up comedian. Hann leikur gaur sem heitir Dave.
En ég ætla að enda þetta með einu af uppáhaldsmyndbandinu mínu úr Flight of the Conchords. Fokking Bisniss Tæm, Jemaine er meistari.
Wednesday, April 16, 2008
Elephant
Nú ætla ég að víkja mér að einni stórfurðulegri mynd. Hún heitir Elephant og segir sögu af skotárásum í bandarískum skóla á hátt sem maður hefur ekki séð áður í bíómynd. Myndin einkennist af ógeðslega löngum senum. Sagan fjallar bara um venjulegan skóladag í bandarískum skóla sem endar á því að tveir drengir marsera inn og skjóta fullt af samnemendum sínum.
Leikstjóri myndarinnar, Gus Van Sant, hefur ætlað sér að ná að fanga raunveruleikann. Að reyna að skapa sem hversdagslegasta mynd, langdregna, sem minnir á langdreginn skóladag sem endar síðan í hörmungum. Í þessari mynd er ekkert óvænt, ekkert svakalegt, engir special effects, ekkert ris í söguþræði, bara hversdagslegur og langdreginn dagur sem endar í fjöldamorðum. The harsh reality. Blautt handklæði í andlitið.
Pælingar Van Sant ganga vel upp. Hann nær að búa til mjög raunhæfa mynd af því hvernig hörmungar eru í daglegu lífi. Þegar ég horfði á myndina hugsaði ég með mér "fokk, ef þetta mundi gerast í MR einn daginn". Það var frekar fucked up að horfa á þetta og skotatriðin voru ótrúlega gruesome á einhvern raunverulegan og nærtækan hátt. Eins og ég sagði áðan er myndin afar langdregin og sérstaklega líka af því að sama atburðarrásin er oft sýnd frá sjónarhorni mismunandi einstaklinga. Þrátt fyrir að þessi mynd var mjög góð þá var þolimæði mín oft nærri því komin í þrot. En ætli það hafi kannski bara verið effectinn sem Van Sant var að reyna að skapa?
Já, hér er trailerinn fyrir þá sem hafa áhuga.
Leikstjóri myndarinnar, Gus Van Sant, hefur ætlað sér að ná að fanga raunveruleikann. Að reyna að skapa sem hversdagslegasta mynd, langdregna, sem minnir á langdreginn skóladag sem endar síðan í hörmungum. Í þessari mynd er ekkert óvænt, ekkert svakalegt, engir special effects, ekkert ris í söguþræði, bara hversdagslegur og langdreginn dagur sem endar í fjöldamorðum. The harsh reality. Blautt handklæði í andlitið.
Pælingar Van Sant ganga vel upp. Hann nær að búa til mjög raunhæfa mynd af því hvernig hörmungar eru í daglegu lífi. Þegar ég horfði á myndina hugsaði ég með mér "fokk, ef þetta mundi gerast í MR einn daginn". Það var frekar fucked up að horfa á þetta og skotatriðin voru ótrúlega gruesome á einhvern raunverulegan og nærtækan hátt. Eins og ég sagði áðan er myndin afar langdregin og sérstaklega líka af því að sama atburðarrásin er oft sýnd frá sjónarhorni mismunandi einstaklinga. Þrátt fyrir að þessi mynd var mjög góð þá var þolimæði mín oft nærri því komin í þrot. En ætli það hafi kannski bara verið effectinn sem Van Sant var að reyna að skapa?
Já, hér er trailerinn fyrir þá sem hafa áhuga.
Fugazi - Instrument
Núna ætla ég að stelast til að gera færslu sem er alveg jafntónlistartengd og kvikmyndatengd. Samt, þessi er töluvert meira kvikmyndatengd. Ég ætla að fjalla um kvikmyndina Instrument, sem er heimildarmynd um hljómsveitina Fugazi, sem er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum. Þessi hljómsveit er klárlega ein sú allra merkilegasta allra tíma, bara hvernig hún starfaði, fyrir utan tónlistarleg áhrif. Þeir gáfu út allar plöturnar sínar sjálfir, og þeir prentuðu á plöturnar "8$ Postpaid from Dischord" til að reyna að stilla verðinu í hóf, því þeir vildu ekki að einhverjir aðilar væru að græða pening af öðru fólki á tónlistinni þeirra. Listinn yfir svala hluti sem Fugazi gerðu er endalaus.
En ég er hins vegar ekki alveg tilbúinn að samþykkja að Instrument sé einungis heimildarmynd. Hún er eitthvað svo miklu meira. Þessi mynd er listaverk, bara artistic statement frá Fugazi. Þessi mynd er engan veginn sambærileg við hefðbundnar hljómsveitaheimildar myndir eins og hryllinginn Some Kind of Monster sem Metallica gerðu.
Fyrir utan viðtöl og live footage þá er helling af myndbrotum sem eru bara allt öðruvísi. Sjón er sögu ríkari, fann þetta á youtube. Algjör snilld. Fugazi að skamma gaura sem voru að reyna að efna til slagsmála á tónleikum.
Mjög dæmigert fyrir myndina að hafa eitthvað ljósmyndaskeið yfir þetta allt saman. En annars mæli ég eindregið með þessari mynd bæði fyrir áhugafólk um tónlist og kvikmyndir. Þetta er geggjað stöff, sem krest þolinmæði. En ég ábyrgist að fólk verið ekki fyrir vonbrigðum, ef það hefur á annað borð smekk fyrir hlutum.
Langar að enda hérna á að sýna byrjunina á myndinni.
Og síðan smá live footage úr myndinni fyrir þá rokkþyrstu.
Shottas - dáldið öðruvísi gangstamynd
Maður er orðinn andskoti vanur því að allar gangsta myndir sem maður sér séu annað hvort einhverjir dudes úr Harlem eða einhverjir ítalskir mafíósar. Shottas er hins vegar gangster mynd sem fjallar um gengi á Jamaica. Og þetta gengi á Jamaica er svo fokkíng hart að það hálfa væri nóg. Í Shottas er engin miskunn sýnd. Menn drepa hvorn annan hægri vinstri og það er ekki séns í helvíti að miðla málum við aðal gang leaderinn. Það eru líka nettir gaurar í þessari mynd, Wyclef og einhver af milljón sonum Bob Marley.
Þessi mynd er samt sem áður ekkert kvikmyndalegt stórvirki, en hún er samt merkileg og það var gaman að horfa á hana. Gaman að sjá svona mynd sem er ekki alveg útúr Hollívúdduð á því, en samt frekar "mainstream". Leikurinn í þessari mynd er líka mjög góður, ég þekki engan þeirra, fyrir utan Wyclef, ég vissi reyndar ekki að hann væri leikari líka en þetta virðist loða við rappara, þeir verða að láta til sín taka á hvíta tjaldinu líka. Síðasta minning mín um þann ágæta mann var í laginu þarna sem hann söng með Bono, sem var by the way alveg gjörsamlega vonlaust. Minnnir samt að það hafi verið einhversskonar styrktarlag fyrir fátæk börn. Bono alltaf tilbúinn að bjarga heiminum.
En alla vega, það var ein sena í þessari mynd sem var svo ógeðslega flott. Gengið var búið að ráðast inn til einhvers gaurs sem var með ógeðslega mikið af penginum í ferðatösku og nokkra innkaupapoka af grasi. Hann grátbað um miskunn og bað þá að taka allt grasið en skilja peningana eftir. Gengið hló bara að honum og batt hann niður í stól, og einn gaurinn í genginu, sem er einn mesti psycho sem ég hef séð í bíómynd, skar hann á háls með hníf sem virtist vera hálf bitlaus, því hann þurfti að sarga smá til að drepa gæjann. Í smástunda var nærmynd af andliti morðingjans og varir hans titruðu og sviti perlaði af enninu. Hann kveikti sér í sígarettu, sem er öll útötuð í blóði og reykir hana hægt og rólega. Hann hreyfir höfuðið og skilur eftir sig "draug", veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. En alla vega, leikstjórinn nær svo ógeðslega vel að fanga spennufallið eftir að hafa drepið mann með berum höndum.
Í öðru atriði er þessi sami gæji skotinn í kviðinn, en hann einhvernveginn heldur innyflinum inni með annari hendi og skýtur fullt af gaurum með hinni. Frekar hart. En alla vega, hér er trailerinn. Skemmtilegt líka hvernig jamaica...íska... er allt öðruvísi tungumál en enska.
Þessi mynd er samt sem áður ekkert kvikmyndalegt stórvirki, en hún er samt merkileg og það var gaman að horfa á hana. Gaman að sjá svona mynd sem er ekki alveg útúr Hollívúdduð á því, en samt frekar "mainstream". Leikurinn í þessari mynd er líka mjög góður, ég þekki engan þeirra, fyrir utan Wyclef, ég vissi reyndar ekki að hann væri leikari líka en þetta virðist loða við rappara, þeir verða að láta til sín taka á hvíta tjaldinu líka. Síðasta minning mín um þann ágæta mann var í laginu þarna sem hann söng með Bono, sem var by the way alveg gjörsamlega vonlaust. Minnnir samt að það hafi verið einhversskonar styrktarlag fyrir fátæk börn. Bono alltaf tilbúinn að bjarga heiminum.
En alla vega, það var ein sena í þessari mynd sem var svo ógeðslega flott. Gengið var búið að ráðast inn til einhvers gaurs sem var með ógeðslega mikið af penginum í ferðatösku og nokkra innkaupapoka af grasi. Hann grátbað um miskunn og bað þá að taka allt grasið en skilja peningana eftir. Gengið hló bara að honum og batt hann niður í stól, og einn gaurinn í genginu, sem er einn mesti psycho sem ég hef séð í bíómynd, skar hann á háls með hníf sem virtist vera hálf bitlaus, því hann þurfti að sarga smá til að drepa gæjann. Í smástunda var nærmynd af andliti morðingjans og varir hans titruðu og sviti perlaði af enninu. Hann kveikti sér í sígarettu, sem er öll útötuð í blóði og reykir hana hægt og rólega. Hann hreyfir höfuðið og skilur eftir sig "draug", veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. En alla vega, leikstjórinn nær svo ógeðslega vel að fanga spennufallið eftir að hafa drepið mann með berum höndum.
Í öðru atriði er þessi sami gæji skotinn í kviðinn, en hann einhvernveginn heldur innyflinum inni með annari hendi og skýtur fullt af gaurum með hinni. Frekar hart. En alla vega, hér er trailerinn. Skemmtilegt líka hvernig jamaica...íska... er allt öðruvísi tungumál en enska.
Tuesday, April 15, 2008
Þetta hefur allt verið gert áður, miklu betur
Já, ég er alveg að missa mig í vondum myndum þessa dagana. Næsta mynd á dagskrá er stórvirkið Doom, sem byggir lauslega á gömlu klassíkinni, fokkíngs tölvuleiknum. Ég held samt að söguþráðurinn sé allt annar og það eina sem þessi mynd á sameiginlegt með leikjunum er eitt ógeðslega misheppnað fyrstu persónu atriði í blálok myndarinnar. Myndin er skipuð stórleikurum á borð við The Rock og Karl Urban. Nú er The Rock enginn Jack Nicholson, en hann, fyrir utan Karl Urban, er laaaangbesti leikarinn í myndinni. Hinir leikararnir eru allir svo ógeðslega lélegir að það er ekkert grín.
Hér heldur The Rock á BFG, Big Fucking Gun. Hún var aðalbyssan í Doom leikjunum. Einhverra hluta vegna hét hún officially Bio Force Gun í myndinni, örugglega af því að Big Fucking Gun er ekkert sannfærandi nafn á byssu í geðveikt alvarlegum sci-fi trylli. En The Rock segir samt "Big Fucking Gun" þegar hann handleikur hana.
En fyrir utan það augljósa, að þessi mynd er ógeðslega léleg, þá vakti það athygli mína hvað hún fær margt lánað úr öðrum myndum. Allt sem gerist í Doom hefur verið gert áður, miklu betur. Myndin er eins og léleg samsuða af Alien, Resident Evil (sem var reyndar ekkert góð) og Event Horizon.
Á Mars er eitthvað fyrirtæki að þróa eitthvað svakalega leynilegt dót sem enginn má vita hvað er. Að sjálfsögðu fer allt í fokk og The Rock og félagar eru sendir til að bjarga málunum. Ekki líður á löngu þangað til að þeir komast að því að þessi tilraunastofa var að þróa einhvern vírus sem breytir fólki í superhumans sem verða geðveikt árásargjarnir og drepa alla vísindamennina. Nákvæmlega eins og í Resident Evil.
Stökkbreyttu gæjarnir ráðast svo á annað fólk og smita þau. Aðferðin þeirra er svo shameless rippoff úr Alien að það hálfa væri helmingi meira en nóg. Verurnar skjóta einhverjum litlum snák útúr sér sem fer inní fórnarlambið. Ógeðslega lame.
Event Horizon pælingin er kannski aðeins meira abstract. Mér fannst bara eins og pælingin með fullt af gaurum lokuðum inní tilraunarstofu í geimnum og allt að fara í fokk vera dáldil stæling á atmóinu sem er verið að reyna að skapa í Event Horizon.
En það sem var líka slæmt við þessa mynd var aðallega tvennt. Í fyrsta lagi var það hversu ógeðslega grunn persónusköpunin var. Allar persónurnar voru algjörar erkitýpur, illa útfærð og ósannfærandi dæmi um karaktera sem allir þekkja. Það var slísí gaurinn, harði gaurinn, óöryggi n00binn.
Í öðru lagi er plottið í myndinni eitt það lélegasta sem ég hef orðið vitni af á minni 20 ára löngu ævi. Ég nenni eiginlega ekki að fara frekar í saumana á því. Sjón er sögu ríkari. Leigið þessa mynd.
Karl Urban var töluvert svalari í LOTR en Doom.
Thursday, April 10, 2008
Það er aðeins ein B-mynd
Og hún heitir Full Impact. Þessi mynd er svo mikið drasl að það er ekki einu sinni grein um hana á wikipedia. En hún er að sjálfsögðu á imdb sem gefur henni 1.9 í einkunn.
Það eru einfaldlega til hlutir í heiminum sem orð fá ekki lýst. Þetta getur átt við hvað sem er, leiðinlegar manneskjur, falleg málverk, góð lög og vondar bíómyndir. Full Impact er fullkomið dæmi um slíka mynd. Sama hversu miklu púðri ég mun eyða í að reyna útskýra vondleika hennar þá mun það aldrei komast fyllilega til skila með orðum einum. Ég gæti bloggað þúsund færslur um hana, en samt næði ég ekki að lýsa hversu vond hún er. Tungumál mannanna skortir orð til að lýsa því hversu mikið drasl er hér á ferðinni.
En þessi mynd er engu að síður ein af mínum uppáhaldsmyndum. Ég hef horft á hana margoft og alltaf skemmt mér jafnvel. Fátt er betra en Full Impact í góðra vina hópi, og ég legg hér með til að við horfum á hana á næsta mánudag.
Söguþráðurinn í Full Impact er dásamlegur. Mín kenning er sú að þeir hafi valið um það bil 10 mismunandi handrit, valið handahófskennda kafla úr þeim og búið til eitt handrit úr þeim. Ég ætla aðeins að spoila „söguþræðinum“, hann er hvort eð er svo óskiljanlegur.
Jared Taskin (Gary Daniels fokk je!) er retired lögga, sem hætti útaf einhverjum sálfræðilegum kvillum. En hann tekur aftur til starfa eftir að hafa lesið blaðagrein sem ber titilinn „Death Touch Returns“, en Dauðasnertingin er raðmorðingi sem drepur vændiskonur. Á sama tíma og Taskin eltist við þennan morðingja er hann að reyna að komast til botns í máli sem á að hafa verið valdur af tilfinningalegum kvillum hans, þegar hópur manna, sem ekki er útskýrður á neinn hátt, réðst inn á heimili hans og skaut fjórum byssukúlum. Enginn dó í þeirri árás, og Taskin elskast meira að segja með konunni sinni í myndinni, sem maður hefði haldið að hefði dáið í árásinni. Taskin er líka að leita að einhverri fimmtu kúlu sem hann var sannfærður um að hafi verið skotið í árásinni þar sem enginn meiddist.
Þar sem engin myndbönd eru til á youtube af þessu meistarastykki langar mig að lýsa einu af fjölmörgum snilldaratriðum myndarinnar í orðum, vonandi að þið sannfærist um að horfa á þessa mynd á mánudaginn.
Þegar Taskin er í svaka slagsmálum við einhvern kumpána lendir hann í því óláni að vondi kallinn sest upp í bíl og reynir að keyra á Taskin. Taskin hleypur á undan bílnum og á miðju bílaplaninu er hrúga af pappakössum (og þetta er ekki eina pappakassaatriðið í myndinni, það eru allir alltaf að hoppa á pappakassa í henni). Okkar maður rétt nær að sleppa frá bílnum með því að fleygja sér á kassana, allt er sýnt í slow motion. Þegar Taskin er í loftinu, yfir pappakössunum og bíllinn rétt fyrir aftan hann, þá er klippt. Næsta skot sýnir bílinn, vera að keyra í gagnstæða átt og Taskin að lenda ofan á húddinu á fokkíng bílnum!!
Þetta er ekkert annað en helvítis snilld.
Það eru einfaldlega til hlutir í heiminum sem orð fá ekki lýst. Þetta getur átt við hvað sem er, leiðinlegar manneskjur, falleg málverk, góð lög og vondar bíómyndir. Full Impact er fullkomið dæmi um slíka mynd. Sama hversu miklu púðri ég mun eyða í að reyna útskýra vondleika hennar þá mun það aldrei komast fyllilega til skila með orðum einum. Ég gæti bloggað þúsund færslur um hana, en samt næði ég ekki að lýsa hversu vond hún er. Tungumál mannanna skortir orð til að lýsa því hversu mikið drasl er hér á ferðinni.
En þessi mynd er engu að síður ein af mínum uppáhaldsmyndum. Ég hef horft á hana margoft og alltaf skemmt mér jafnvel. Fátt er betra en Full Impact í góðra vina hópi, og ég legg hér með til að við horfum á hana á næsta mánudag.
Söguþráðurinn í Full Impact er dásamlegur. Mín kenning er sú að þeir hafi valið um það bil 10 mismunandi handrit, valið handahófskennda kafla úr þeim og búið til eitt handrit úr þeim. Ég ætla aðeins að spoila „söguþræðinum“, hann er hvort eð er svo óskiljanlegur.
Jared Taskin (Gary Daniels fokk je!) er retired lögga, sem hætti útaf einhverjum sálfræðilegum kvillum. En hann tekur aftur til starfa eftir að hafa lesið blaðagrein sem ber titilinn „Death Touch Returns“, en Dauðasnertingin er raðmorðingi sem drepur vændiskonur. Á sama tíma og Taskin eltist við þennan morðingja er hann að reyna að komast til botns í máli sem á að hafa verið valdur af tilfinningalegum kvillum hans, þegar hópur manna, sem ekki er útskýrður á neinn hátt, réðst inn á heimili hans og skaut fjórum byssukúlum. Enginn dó í þeirri árás, og Taskin elskast meira að segja með konunni sinni í myndinni, sem maður hefði haldið að hefði dáið í árásinni. Taskin er líka að leita að einhverri fimmtu kúlu sem hann var sannfærður um að hafi verið skotið í árásinni þar sem enginn meiddist.
Þar sem engin myndbönd eru til á youtube af þessu meistarastykki langar mig að lýsa einu af fjölmörgum snilldaratriðum myndarinnar í orðum, vonandi að þið sannfærist um að horfa á þessa mynd á mánudaginn.
Þegar Taskin er í svaka slagsmálum við einhvern kumpána lendir hann í því óláni að vondi kallinn sest upp í bíl og reynir að keyra á Taskin. Taskin hleypur á undan bílnum og á miðju bílaplaninu er hrúga af pappakössum (og þetta er ekki eina pappakassaatriðið í myndinni, það eru allir alltaf að hoppa á pappakassa í henni). Okkar maður rétt nær að sleppa frá bílnum með því að fleygja sér á kassana, allt er sýnt í slow motion. Þegar Taskin er í loftinu, yfir pappakössunum og bíllinn rétt fyrir aftan hann, þá er klippt. Næsta skot sýnir bílinn, vera að keyra í gagnstæða átt og Taskin að lenda ofan á húddinu á fokkíng bílnum!!
Þetta er ekkert annað en helvítis snilld.
Thursday, April 3, 2008
Mynd sem var einu sinni geðveik
Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað það er sem lætur kvikmyndasmekk manna þróast. Í þessari færslu ætla ég ekki að tala um augljós dæmi um myndir sem mér fannst trylltar sem barn eins og 3 Ninjas eða eitthvað, mig langar að tala meira um eitt afar nærtækt dæmi.
Kvikmyndin The Boondock seinst er gott dæmi um mynd sem mér fannst ógeðslega geðveik fyrir nokkrum árum en finnst frekar hallærisleg í dag. Ég man þegar ég sá hana fyrst, það var í afmæli hjá félaga mínum úr grunnskóla, líklega 14 eða 15 ára afmæli. Mér fannst öll pælingin, allt conceptið, allir leikararnir og fokkíngs action atriðin svo ógeðslega geðveik. Ég horfði á myndina aftur fyrir svona þremur árum og rifjaði upp hvað hún var ógeðslega nett, og svo horfði ég á hana aftur fyrir nokkrum mánuðum og þá fattaði ég að mér fannst hún ekkert spes. Eiginlega bara ótrúlega hallærisleg.
Ég fór að velta því fyrir mér af hverju ég hafði ekki séð hversu kjánaleg þessi mynd var fyrir örfáum árum. Hafði hugur minn tekið eitthvað þroskaskref á þessum árum? Var þetta Sigga Palla og kvikmyndafræðiáfanganum að kenna? Hvað sem því líður þá voru fjögur atriði, og þá er ég ekki að meina atriði as in senur, heldur atriði as in hlutir, sem mér álit mitt breyttist á og gerði það að verkum að The Boondock Saints breyttist úr ógeðslega kúl mynd úr ógeðslega hallærislega mynd.
Asnaleg atriði í framvindu söguþráðar.
Hugmyndin að þessari mynd er eiginlega bara frekar töff, Bandaríkjamenn af írskum uppruna sem í einhverri kaþólskri trúarsannfæringu ákveða að taka málin í sínar hendur og hreinsa götur borgarinnar af óþjóðalýð. Söguþráðurinn er borinn uppi ágætlega stærstan hluta myndarinnar en á einum stað missir það aaaalveg marks. Þegar löggan nær í einhvern gamlan dólg úr fangelsi og fær hann til að ná gaurunum sem eru að taka valdið í sínar hendur. Þessi gamli kall er alltaf með vindil og sex byssur, en reynist í lok myndarinnar líka vera írskur kaþólikki sem joinar strákana og hjálpar þeim í landhreinsun sinni. Vægast sagt ógeðslega hallærislegt. Af hverju ætti lögreglan að sleppa einhverjum gömlum skarf úr fangelsi til að berjast við glæpamenn? Hvernig ætti hún að fá leyfi til þess? Og af hverju ætti gamli skarfurinn að vera "góður" glæpon og ákveða að ganga til liðs við gæjana sem hann átti að fangelsa?
Ógeðslega svali og skemmtileg gaurinn sem allir elska en reynist við frekar athugun vera frekar lame.
Já, ég er að tala um David Della Rocco, eða The Funny Man, sem er einn aðalspaðinn í myndinni. Hann er svaka fyndinn og er alltaf dumbfounded yfir allri vitleysunni sem þeir lenda í. Þessi gæji sem er alltaf í geðshræringu og spyr geðveikt margra spurninga um af hverju í fjandanum hann sé í byssubardaga við mafíuna þegar hann ætti að vera heima hjá sér að horfa á spólu eða eitthvað. Þegar hann deyr í seinni hluta myndarinnar grípur um sig ótrúleg drama en það er frekar ankannalegt því maður hefur í raun ekki bundist neinum böndum við karakterinn. Ætli þetta sé ekki það sem kvikmyndafræðingar myndu kalla grunna persónusköpun. Ég mundi alla vega halda það. Mér fannst þessi gaur samt óendanlega svalur þegar ég var yngri. Hann var minn eiginn persónulegi Jesús.
Fyndni comic relief gaurinn sem er ekkert fyndinn og er bara ógeðslega glataður.
Þessi karakter var svo ómerkilegur að ég man ekkert hvað hann hét í myndinni eða hvernig hann leit út eða hver lék hann. En ég man, að Willem Dafoe lék FBI gæja sem var á eftir The Saints og local löggan var alltaf að reyna leggja eitthvað til málanna en Dafoe sendi hann alltaf til að ná í beyglur og kaffi handa sér. Dafoe var alltaf með einhverjar brjálaðar kenningar á "the crime scene" um hvað hefði gerst en þær voru alltaf far off. En kjánalega local löggan kom alltaf með sínar ágiskanir sem voru alltaf réttar, nákvæmar lýsingar á því hvernig morðin höfðu farið fram. En Dafoe trúði honum aldrei og sendi hann alltaf á Starbucks. Þú veist ógeðslega fyndið, aðallöggan vissi sko ekki að hinn gæjinn hafði rétt fyrir sér og hlustaði aldrei á hann og tapaði geðveikt mikið á því, geðveikt sniðugt. Þetta gerist líka svona átta sinnum í myndinni og hittir aldrei í mark, ekki í fyrsta skiptið og ekki í áttunda skiptið.
Action senur sem voru sjúkar í minningunni en eru frekar glataðar.
Já, það er nóg um slíkar senur í þessari blessuðu mynd. Mér eru minnisstæðust lokasenan í myndinni þegar The Saints og gamli skarfurinn ryðjast inn í réttarsal, sem er by the way ekki vaktaður nóg til að þrír óboðnir gestir með ógeðslega mikið af byssum geti ekki gengið inn í hann, og aflífa mafíuforingja sem er alltaf sýknaður. Sama gæja og drap The Funny Man. Þeir halda ógeðslega langa ræðu yfir fólkinu í salnum þar sem þeir útskýra fyrir þeim að þeir séu sendiboðar Guðs og ætli að taka lögin í sínar eigin hendur, allt með írskum hreim sem á að vera geðveikt svalur. Klippingin í því atriði er geðveikt intense, allt hringsnýst og það er alltaf verið að sýna nærmyndir af gæjunum til skiptist halda þvílíkar dómsdagsræður. Síðan fara þeir með einhverja Maríubæn sem fór alveg með mig. Afar hallærislegt.
Ég fann þetta atriði á youtube, snilld.
Þá hef ég lokið yfirskitu minni yfir þessa mynd. Vonandi fæ ég ekki reiðilestur frá einhverjum sem elskar þessa mynd ennþá.
Kvikmyndin The Boondock seinst er gott dæmi um mynd sem mér fannst ógeðslega geðveik fyrir nokkrum árum en finnst frekar hallærisleg í dag. Ég man þegar ég sá hana fyrst, það var í afmæli hjá félaga mínum úr grunnskóla, líklega 14 eða 15 ára afmæli. Mér fannst öll pælingin, allt conceptið, allir leikararnir og fokkíngs action atriðin svo ógeðslega geðveik. Ég horfði á myndina aftur fyrir svona þremur árum og rifjaði upp hvað hún var ógeðslega nett, og svo horfði ég á hana aftur fyrir nokkrum mánuðum og þá fattaði ég að mér fannst hún ekkert spes. Eiginlega bara ótrúlega hallærisleg.
Ég fór að velta því fyrir mér af hverju ég hafði ekki séð hversu kjánaleg þessi mynd var fyrir örfáum árum. Hafði hugur minn tekið eitthvað þroskaskref á þessum árum? Var þetta Sigga Palla og kvikmyndafræðiáfanganum að kenna? Hvað sem því líður þá voru fjögur atriði, og þá er ég ekki að meina atriði as in senur, heldur atriði as in hlutir, sem mér álit mitt breyttist á og gerði það að verkum að The Boondock Saints breyttist úr ógeðslega kúl mynd úr ógeðslega hallærislega mynd.
Asnaleg atriði í framvindu söguþráðar.
Hugmyndin að þessari mynd er eiginlega bara frekar töff, Bandaríkjamenn af írskum uppruna sem í einhverri kaþólskri trúarsannfæringu ákveða að taka málin í sínar hendur og hreinsa götur borgarinnar af óþjóðalýð. Söguþráðurinn er borinn uppi ágætlega stærstan hluta myndarinnar en á einum stað missir það aaaalveg marks. Þegar löggan nær í einhvern gamlan dólg úr fangelsi og fær hann til að ná gaurunum sem eru að taka valdið í sínar hendur. Þessi gamli kall er alltaf með vindil og sex byssur, en reynist í lok myndarinnar líka vera írskur kaþólikki sem joinar strákana og hjálpar þeim í landhreinsun sinni. Vægast sagt ógeðslega hallærislegt. Af hverju ætti lögreglan að sleppa einhverjum gömlum skarf úr fangelsi til að berjast við glæpamenn? Hvernig ætti hún að fá leyfi til þess? Og af hverju ætti gamli skarfurinn að vera "góður" glæpon og ákveða að ganga til liðs við gæjana sem hann átti að fangelsa?
Ógeðslega svali og skemmtileg gaurinn sem allir elska en reynist við frekar athugun vera frekar lame.
Já, ég er að tala um David Della Rocco, eða The Funny Man, sem er einn aðalspaðinn í myndinni. Hann er svaka fyndinn og er alltaf dumbfounded yfir allri vitleysunni sem þeir lenda í. Þessi gæji sem er alltaf í geðshræringu og spyr geðveikt margra spurninga um af hverju í fjandanum hann sé í byssubardaga við mafíuna þegar hann ætti að vera heima hjá sér að horfa á spólu eða eitthvað. Þegar hann deyr í seinni hluta myndarinnar grípur um sig ótrúleg drama en það er frekar ankannalegt því maður hefur í raun ekki bundist neinum böndum við karakterinn. Ætli þetta sé ekki það sem kvikmyndafræðingar myndu kalla grunna persónusköpun. Ég mundi alla vega halda það. Mér fannst þessi gaur samt óendanlega svalur þegar ég var yngri. Hann var minn eiginn persónulegi Jesús.
Fyndni comic relief gaurinn sem er ekkert fyndinn og er bara ógeðslega glataður.
Þessi karakter var svo ómerkilegur að ég man ekkert hvað hann hét í myndinni eða hvernig hann leit út eða hver lék hann. En ég man, að Willem Dafoe lék FBI gæja sem var á eftir The Saints og local löggan var alltaf að reyna leggja eitthvað til málanna en Dafoe sendi hann alltaf til að ná í beyglur og kaffi handa sér. Dafoe var alltaf með einhverjar brjálaðar kenningar á "the crime scene" um hvað hefði gerst en þær voru alltaf far off. En kjánalega local löggan kom alltaf með sínar ágiskanir sem voru alltaf réttar, nákvæmar lýsingar á því hvernig morðin höfðu farið fram. En Dafoe trúði honum aldrei og sendi hann alltaf á Starbucks. Þú veist ógeðslega fyndið, aðallöggan vissi sko ekki að hinn gæjinn hafði rétt fyrir sér og hlustaði aldrei á hann og tapaði geðveikt mikið á því, geðveikt sniðugt. Þetta gerist líka svona átta sinnum í myndinni og hittir aldrei í mark, ekki í fyrsta skiptið og ekki í áttunda skiptið.
Action senur sem voru sjúkar í minningunni en eru frekar glataðar.
Já, það er nóg um slíkar senur í þessari blessuðu mynd. Mér eru minnisstæðust lokasenan í myndinni þegar The Saints og gamli skarfurinn ryðjast inn í réttarsal, sem er by the way ekki vaktaður nóg til að þrír óboðnir gestir með ógeðslega mikið af byssum geti ekki gengið inn í hann, og aflífa mafíuforingja sem er alltaf sýknaður. Sama gæja og drap The Funny Man. Þeir halda ógeðslega langa ræðu yfir fólkinu í salnum þar sem þeir útskýra fyrir þeim að þeir séu sendiboðar Guðs og ætli að taka lögin í sínar eigin hendur, allt með írskum hreim sem á að vera geðveikt svalur. Klippingin í því atriði er geðveikt intense, allt hringsnýst og það er alltaf verið að sýna nærmyndir af gæjunum til skiptist halda þvílíkar dómsdagsræður. Síðan fara þeir með einhverja Maríubæn sem fór alveg með mig. Afar hallærislegt.
Ég fann þetta atriði á youtube, snilld.
Þá hef ég lokið yfirskitu minni yfir þessa mynd. Vonandi fæ ég ekki reiðilestur frá einhverjum sem elskar þessa mynd ennþá.
Subscribe to:
Posts (Atom)