Langaði bara að bomba inn einni örfærslu um sjónvarpsþættina um Dexter. Ég er ekki að tala um Dexter's Laboratory heldur skemmtilega og góða Dexter þáttinn sem er ekki ógeðslega leiðinleg teiknimynd á Cartoon Network.
Ég ætla svo sem ekkert að fara í einhverja djúpa greiningu á þættinum. Þessi færsla er hugsuð sem virðingavottur fyrir þáttinn sem breytti sýn minni á sjónvarpsþætti yfir höfuð.
Þannig er mál með vexti að ég var lengi vel mjög fordómafullur í garð sjónvarpsþátta. Á seinustu misserum hafa alls konar þættir verið að koma sterkir inn og fólk virðist verða hooked á sjónvarpsþáttum í mun meiri mæli en áður þekktist. Þetta gat ég aldrei skilið.
Þangað til ég varð mér út um 1. seríu af Dexter. Þá varð ekki aftur snúið. Þá gerði ég mér grein fyrir því að þættir gætu alveg verið á sama gæðaplani og góðar bíómyndir.
Nú eru komnir 9 þættir í 2. seríu. Þetta er bara að verða betra og betra.
Respect.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Tek undir það. Snilldarþáttur! Sá lang-lang-besti af þeim sem ég hef verið að horfa á í haust.
Post a Comment