Friday, December 7, 2007

Litið um öxl

Jæja, þá er fyrri önn í kvikmyndafræði lokið og mig langar til að drepa á nokkrum atriðum hver varða þessa stórskemmtilegu tíma.

-Ég hef ekki klárað nema 20 færslur í vetur. Ég hef kannski verið örlítið latur að blogga en þó tel ég mig vera með nokkuð vandaðar færslur. Einnig vantar nokkrar „skyldumyndir“ hingað inn og kenni ég því um að ég er alltaf að vinna á miðvikudögum, en framan af horfðum við á myndirnar þá. Til gamans má geta að ég tók aukavakt mánudag einn, en þá var einmitt ákveðið að horfa á myndirnar á mánudögum. Óheppnin eltir mig uppi.

-Eftir að hafa verið í kvikmyndafræði horfi ég á miklu fleiri bíómyndir en ég gerði. Já, ég horfi örugglega á svona 5 myndir í viku, einu sinni horfði ég nánast aldrei á myndir. Ég horfi líka á myndir frá allt öðru sjónarhorni en ég gerði. Núna spái ég virkilega í myndatöku, lýsingu, hljóði, leik og leikstjórn. Og ég spái líka í leikstjórum, hvaða leikstjóri gerði hvaða myndir og hvernig myndir gerir hann o.s.frv.

Það er óhætt að segja að þessi áfangi sé sá skemmtilegast í skólanum í vetur og ég hlakka til að halda áfram eftir jól. Djöfull á ég eftir að horfa á mikið af myndum í jólafríinu.

2 comments:

Siggi Palli said...
This comment has been removed by the author.
Siggi Palli said...

Umsögn um bloggið
20 færslur
Allar fínar (nema Family Guy færslan sem telst eiginlega ekki með).
Nokkrar færslur sem telja mætti sem fleiri en eina.
8,5