Fokkíng hell. Ég er back from the dead. New and improved with even less to lose. Neinei, þetta var tilvitnun í rapptexta. En anyway. Um daginn stækkuðu hreðjarnar á mér til muna, testósteronmagn í blóðinu jókst um 80% og ég er orðinn svo djúpraddaður að ég næ tveimur áttundum neðar en áður.
Ég settist niður með þremur sveittum vinum mínum, með bjór í hönd og horfði á nýjasta meistaraverk Sylvester Stallone, Rambo IV. Aðra eins geðveiki hef ég sjaldan séð. Ofbeldið í þessari mynd er svo ógeðslega brutal og einhvern veginn in your face. Söguþráðurinn skipti mig litlu sem engu máli, þetta fjallar um einhvern spilltan einræðisherra í Tælandi sem er að drepa alla. Síðan koma einhverjir trúboðar frá USA og ætla að fara með lyf til bágstaddra og ein gellan í þeim hópi, sem er einmitt Julie Benz, gellan sem leikur Ritu í Dexter þáttunum, bræðir stálhjarta Rambo sem fer með þeim. Þar hittir hann einhverja special ops gaura og þeir hakka alla í spað.
En nú kemur SPOILER.
Hér er listi yfir uppáhalds atriðin mín í myndinni. Njótið vel.
5. Þegar einn af gæjunum sem var með Rambo stingur óvin sinn geðveikt oft í síðuna.
Það var helvítis brutality. Rambo og félagar voru að laumast í óvina base og máttu ekki gefa frá sér hljóð. Einn af samstarsmönnum hans stekkur þá ofan á einhvern gæja og þeir rúlla nokkra hringi í faðmlögum, og sá tælenski lendir undir. Okkar maður dregur þá upp hníf sem er svo harður að manni verður illt við að sjá hann og hjakkar honum inn og út um síðuna og rifbeinin á gæjanum, með tilheyrandi blóðgusum og bældum sársaukaöskrum.
4. Þegar Rambo drepur aðal vondakallinn í lokin.
Í lok myndarinnar fær einræðisherrann spillti makleg málagjöld þegar hann verður fyrir því óláni að hitta eitt stykki pissed off John Rambo á förnum vegi. Rambo stingur hann í magann með heimatilbúni sveðjunni sinni, og tekur síðan svona harakirki múv og kviðristir gæjann. Einhver innyfli detta út úr honum og hann hnígur niður á hné, Rambo sparkar í hann og gæjinn rúllar nokkra hringi og dettur næstum því í tvennt.
3. Þegar Rambo gerir valdarán í jeppa með vélbyssu aftan á.
Skæruliðarnir voru vopnaðir einhvers konar jeppum, svona opnum safari útlítandi jeppum með risastórum vélbyssum aftan á. Þessi sjálfvirku vopn gerðu Rambo og hans mönnum lífið leitt og okkar maður tekur málin í sínar hendur. Hann læðist upp að einum slíkum, heggur hausinn af gæjanum sem stjórnar vélbyssunni með heimatilbúnu sveðjunni sinni, stekkur upp í vélbyssuna og skýtur bílstjórann með henni af svona 20 cm færi. Bílstjórinn fer bókstaflega í hengla. Á næstu mínútnni drepur hann svona 400 aðra gæja með þessari vélbyssu.
2. Þegar Rambo mætir með bogann.
Ég man ekki hvort það var í First Blood 1 eða 2 þar sem Rambo var með boga með sprengjuoddum. En Rambo hefur engu gleymt og honum brást ekki bogalistin í þessari mynd frekar en fyrri verkum sínum. Þegar útlitið er ansi svart fyrir vini Rambo birtist hann allt í einu með boga í hönd og byrjar að drita niður óvinina. Ég gjörsamlega missti mig í einni senunni þar sem Rambo skýtur gæja aftan í hnakkann og örin kemur útum augntóftina á honum. Það var bara einum of hart.
Hér er kominn tími á eitt stykki youtube myndband. Ég fann þetta myndband sem er compilation úr ofbeldisfullum atriðum úr myndinni. Held að það sé footage úr öllum þessum fjórum senum, njótið vel.
Og nú að aðalatriðinu. Vinningsatriðinu.
1. Þegar Rambo rífur barkakýli úr gæja.
Á einum stað í myndinni er einn þrjóturinn sem mig minnir að hafi verið bróðir vonda einræðisherrans búinn að gera hosur sínar grænar fyrir vinkonu Rambo, Sarah, kærustunni hans Dexters. Hann fer með hana inn í mannlausan kofa og ætlar að veita henni ást án hennar samþykkis. En kofinn var ekki ýkja mannlaus því þar bíður Rambo sjálfur og læðist upp að gæjanum, tekur utan um kjaftinn á honum og hálsinn, og fokkíngs rífur barkakýlið úr honum. HVERSU FOKKÍNG HARÐUR GETUR EINNI GÆJI VERIÐ!!!?!?!?!
Já, þetta er ekkert annað en helvítis harka. Stallone hefur engu gleymt. Hann veit enn að graphic violence er leiðin að hjarta hvers karlmanns. Þessi mynd fær fimm stjörnur af fimm fyrir maximum brutality.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Vá! Fyrra klippið er djöfullegt!
Ég hef ekki séð myndina, en hafði auðvitað heyrt að hún væri verulega brútal. Mig grunaði samt ekki að hún væri svona rosaleg. Mér sýndist a.m.k. 5-6 gaurar fara í tætlur...
Að rífa barkann úr mönnum er líka ansi brútal, en ég tengi það alltaf við Patrick Swayze í Road House (í þá gömlu daga þegar Patrick Swayze var kúl).
Fín færsla. Upptalningin á ógeðinu var fín en myndbrotin gerðu útslagið. 6 stig.
Skipti um skoðun. 7 stig.
Post a Comment