Thursday, January 31, 2008

Funny Games

Já, það er kominn tími til að blogga um þessa mynd sem við horfðum á seinasta mánudag. Myndinni er leikstýrt af hinum austurríska Michael Haneke. Hún fjallar um tvo sjúka gaura sem fokka upp fjölskyldu í sumarfríi. Ólíkt flestum strákunum í áfanganum þá þótti mér þessi mynd vera algjör snilld, fyrir utan eitt! Það gjörsamlega eyðilagði myndina fyrir mér þegar gæjinn fór að tala við áhorfendurna og ég hélt að ég yrði ekki eldri þegar hann spólaði til baka!

Ég ætla að tala aðeins um fjarstýringaratriðið. Það sem flestir sjá að myndinni er það hversu langdregin hún er og framvindan er ekki alveg nógu mikil. En þetta hefði mátt laga ef þetta helvítis fjarstýringaatriði hefði ekki verið þarna! Þegar gellan greip fokking shotgunnið og skaut gaurinn, þá sló það ultra rólega mastermind-geðsjúklinginn alveg út af laginu. Þarna sá ég fram á gott twist í myndinni! Loksins þegar eitthvað rosalegt gerðist, sem gjörbreytti aðstæðum og rauf þetta andrúmsloft sem var búið að vera að vaxa út alla myndina, þá tekur gæjinn bara fjarstýringu og undo-ar þetta. Og myndin verður aftur eins. Aftur langdregin og framvindulaus.

En það sem mér fannst vera algjör snilld við þessa mynd voru morðingjarnir tveir. Mér fannst þeir bara svo ógeðslega skondnir karakterar. Og ekki var verra að þeir minntu mig á Tófuna og Rylla Ryll.


=



&


Þegar þeir félagarnir voru að reyna að ýta á gelluna að fá fleiri egg, og geðveikin þeirra var fyrst að koma í ljós, djöfulsins snilld var það atriði! Mér fannst það svo ógeðslega skondið.

Einning gladdi mitt litla hjarta að sjá Ulrich Mühe í myndinni. Hann sá ég seinast í Das Leben der Anderen, og hann var frábær í þeirri frábæru mynd.


En myndin var ekki bara skondin. Hún náði líka að kveikja upp mjög óþægilegar tilfinningar hjá mér. Atriðið þar sem Tófan var að láta einkonu Ulrich afklæðast var svo ógeðslega raunverulegt. Ég varð sveittur og fékk geðveikt hraðan hjartslátt. Þetta var svo ótrúleg real eitthvað, þarna náði leikstjórinn gjörsamlega að fanga andrúmsloftið og miðla því til áhorfenda.

Þrátt fyrir bjánaleg samskipti Tófunnar við áhorfendur og god-like fjarstýringaratriðið þá fannst mér þessi mynd vera mjög góð. Bara virkilega góð. Vonandi sleppa þeir þessari vitleysu í bandarísku endurgerðinni sem Haneke ætlar að leikstýra sjálfur.

1 comment:

Siggi Palli said...

Flott færsla. 6 stig.