Wednesday, February 6, 2008

Cloverfield - kom á óvart

„Úff, The Blair Witch Project“ var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá Cloverfield trailerinn fyrir nokkru. „Vá, hvað ég ætla ekki að sjá þessa mynd“ var það næsta sem ég hugsaði. En fyrir algjöra tilviljun áskotnaðist mér frímiði á þessa mynd um daginn og ég ákvað að skella mér í góðra vina hóp. Fyrir þá sem ekki vita er myndinni stillt up þannig að vídjókamera er fundin „in the area formerly known as Central Park“. Myndin fjallar um gæja sem er að documenta kveðjupartí fyrir bróður besta vinar síns. Fyrstu 20-25 mínúturnar eru frekar casual, gæjinn að labba um með kameruna í partíinu, zooma á júllur á gellum og er bara í almennt góðu djelli. Síðan kemur upp drama í partíinu og alles og svo allt í einu heyrist sprengin einhvers staðar úr New York borg. Ég ætla ekkert að rekja söguþráðinn frekar en það var aðallega tvennt við þessa mynd sem mér fannst ótrúlega skemmtilegt.


1. Þessi myndatökupæling svínvirkaði fyrir mig. Mörgum finnst þreytandi að hafa enga „alvöru“ myndatöku út heila kvikmynd í fullri lengd. Ég er ósammála því. Málið með þessa mynd er það að þessi pæling er vel útfærð. Hún er vel framkvæmd. Það skapar mjög svala og raunverulega (ég hélt ég mundi aldrei nota þetta orð um þessa mynd) stemningu að sjá myndavélina hristast og sjá þetta allt í svona point of view. Nokkuð frumleg pæling, þó hún hafi verið notuð áður, en aðallega vel útfærð og virkar einhverra hluta vegna.

2. Dulúðin sem ríkir yfir verunni sem ræðst á jörðina gerði alveg myndina fyrir mér. Málið með flestar Hollywoodmyndir er það að það þarf alltaf að útskýra allt, það þarf alltaf að sýna allt og það þarf alltaf að vera eitthvað rosalegt plott. En í Cloverfield fæst engin útskýring á því hvaðan veran kom, hvað hún er og af hverju hún réðst á New York. Það hefði verið glatað ef gæjinn með kameruna hefði rambað á einhverja ofursta í hernum sem hefðu sagt honum að veran væri eitthvað CIA top secret biochemical weapon of mass destruction project gone wrong.

Ég mundi jafnvel skella fjórum stjörnum á Cloverfield, ein stjarna fyrir surpriseið. Ég hélt ég mundi aldrei segja þetta þegar ég sá trailerinn, en ég mæli með þessari mynd.

Tuesday, February 5, 2008

Sweeney Todd

NEI. NEI. Nei takk. Ekki horfa á þetta rusl. Þetta er rusl, ógeð og helvítis drasl. Introið var samt nett. Kreditlistinn. Um leið og myndin byrjaði þá hataði ég hana. Þetta er drasl, leiðinlegt rusl. Asnalegt drasl sem einhverjir 15 ára gothkrakkar eiga eftir að elska. Burt úr hausnum á mér, ömurlega mynd. Johnny Depp: ALDREI aftur syngja í bíómynd. Tim Burton var á sveppum þegar hann leikstýrði þessu. Gæjinn sem samdi tónlistina er einhver hæfileikalaus lúser. Maður hefði alla vega haldið að það væri grípandi tónlist í þessu. En raunin er önnur. Þetta hljómar allt eins og það sé skáldað á staðnum. Það eru líka aaalltof mörg söngatriði. Í flestum söngvamyndum er lögum skotið inn á nokkurra mínútna fresti, en í þessari helvítis ruslmynd er sama sem ekkert talað. Bara sungið. Og söngvararnir í þessari mynd eru glataðir og lögin gætu alveg eins verið eftir heyrnalausa rollu. Ef ég hefði farið á hana í bíó þá hefði ég krafist endurgreiðslu. Ég hefði frekar viljað horfa á fjarstýringaratriðið í Funny Games hundrað sinnum í röð en þessa mynd. EKKI SJÁ ÞESSA MYND. EKKI EYÐA TÍMA YKKAR OG PENING Í ÞETTA RUSL.

Á döfinni á blogginu: The Devil's Backbone og Cloverfield.