Friday, January 11, 2008

Will Smith er kannski ekki svo slæmur

Ég skellti mér á myndina I Am Legend um daginn. Ég hef nú aldrei verið mikill Will Smith aðdáandi og seinasta mynd í leikstjórn Francis Lawrence sem ég sá er hugsanlega ein af tíu ömurlegustu myndum sem ég hef nokkurn tímann séð. Það var myndin Constantine.

Ég hafði bara heyrt góða hluti um I Am Legend þannig að ég ákvað að skella mér á hana. Ég var rukkaður um 950 kall, því þetta var digital sýning. Textinn var að minnsta kosti ekki á skjávarpa, þannig að ef til vill fékk maður eitthvað fyrir þennan 50 kall, því það er slatti af dimmum atriðum í myndinni sem skjávarpi hefði getað eyðilegt.

Myndin var líka bara helvíti fín. Will Smith kom mér virkilega á óvart, síðasta minning mín um hann sem leikara er úr myndinni Wild Wild West og þar áður Men in Black og þar áður Independence Day. Ég hef reyndar ekki séð Ali en hann er sagður magnaður í henni. Hann er líka helvíti magnaður í I Am Legend. Hann er hér um bil eina hlutverkið í myndinni og nær að bera hana uppi á sannfærandi hátt.

Söguþráðurinn var kannski ekki sá allra frumlegasti, en ég hef alltaf nett gaman af svona post-apocalyptic pælingum.(SPOILER) Ég fíla líka alltaf þegar aðalhetjan deyr. (SPOILER)

En það sem sökkaði big time við þessa mynd voru tæknibrellurnar. Sýkta mannfólkið var alveg glatað. Það var eins og það væri klippt úr einhverjum tölvuleik inn í myndina. Sama má segja um ljónin sem verða á vegi Smitharans í upphafi myndarinnar. Ljónið í Madagascar hefði verið meira sannfærandi.

En í þessari mynd sýnir Will Smith hvers hann er megnugur. Vonandi heldur hann áfram á sömu braut. Vonandi leikur hann ekki í Wild Wild West 2 og berst við ennþá asnalegri vélkönguló og ennþá fatlaðri gæja í hjólastól.

1 comment:

Siggi Palli said...

Tek undir það að Will Smith er fínn í henni. Ég ætlaði reyndar ekkert að sjá þessa mynd en ákvað að kíkja á hana vegna margra fínna umsagna (m.a. þessarar). Hefði betur mátt sleppa því. Mér fannst þetta nefnilega frekar slöpp mynd, og mér finnst uppvakningarnir hræðilega lélegir (hvaða ömurlegu öskur voru þetta alltaf?).

Færslan er samt fín. 5 stig.