Wednesday, January 16, 2008

Kvikmyndatónlist í skemmtilegum búningi

Ég var í smá dilemma áðan hvort þessi færsla mundi qualify-a sem færsla um kvikmyndir, og ég komst að þeirri niðurstöðu að hún mundi gera það. Ég ætla að spjalla örlítið um plötuna The Director's Cut með hljómsveitinni Fantômas. Hljómsveitin er hugarfóstur Mike Patton, sem er best þekktur fyrir að hafa verið í Faith No More. Hann er mikill listamaður og er með virtari "raddlistamönnum" í heimi. Hann ljáir rödd sína meðal annars á plötunni Medúllu með Björk. Auk þess er hann snargeðveikur og kemur það vel í ljós á þessari plötu. Hann setur lög úr þekktum kvikmyndum, gömlum og drungalegum myndum, í nýjan búning.

Í hljómsveitinni eru auk hans Buzz Osbourne úr The Melvins, Trevor Dunn sem var með honum í Mr. Bungle og trommuhetjan Dave Lombardo úr Slayer. Lagalistinn á The Director's Cut er eftirfarandi (tekið beint af wiki):

  1. "The Godfather" (Nino Rota) – 2:45
  2. "Der Golem" (Karl Ernst Sasse) – 2:38
  3. "Experiment in Terror" (Henry Mancini) – 2:40
  4. "One Step Beyond" (Harry Lubin) – 2:57
  5. "Night of the Hunter (Remix)" (Walter Schumann) – 0:58
  6. "Cape Fear" (Bernard Herrmann) – 1:49
  7. "Rosemary's Baby" (Krzysztof Komeda) – 3:20
  8. "The Devil Rides Out (Remix)" (James Bernard) – 1:37
  9. "Spider Baby" (Ronald Stein) – 2:25
  10. "The Omen (Ave Satani)" (Jerry Goldsmith) – 1:49
  11. "Henry: Portrait of a Serial Killer" (Robert McNaughton) – 3:07
  12. "Vendetta" (John Barry) – 2:03
  13. Untitled – 0:05
  14. "Investigation of a Citizen Above Suspicion" (Ennio Morricone) – 4:00
  15. "Twin Peaks: Fire Walk with Me" (Angelo Badalamenti) – 3:28
  16. "Charade" (Henry Mancini) – 3:04

Það er ótrúlega gaman að hlusta á þessa plötu. Rosemary's Baby hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér.

Ég ætla að linka það, fyrir áhugasama:

Rosemary's Baby

3 comments:

Siggi Palli said...

Vitanlega uppfyllir færslan kröfur og er nokkuð áhugaverð. "Rosemary's Baby" lagið er ansi skemmtilegt...

Árni Þór Árnason said...

þetta er ein af uppáhaldsplötunum mínum. síðustu tvö lögin eru fokking sjúk.

Siggi Palli said...

Fersk og skemmtileg færsla. 4 stig.