Sunday, January 13, 2008

Franskir bíódagar

Í gær var mér boðið á myndina Persepolis sem er opnunarmynd franskra bíódaga sem standa nú yfir. Þar sem um er að ræða teiknimynd var ég örlítið skeptískur í fyrstu en um leið og myndin byrjaði þá varð ég hugfanginn. Myndin segir sögu af íranskri stelpu sem fer til Evrópu. Þetta er í raun sjálfsævisaga Marjane Satrapi, sem leikstýrði myndinni ásamt Vincent Paronnaud. Sagan er magnþrungin og animationið er magnað. Myndin er byggð á samnefndri myndasögu og er því í comic stíl. Hún er mest megnis í svarthvítu eða mjög daufum litum. Mikið er unnið með skugga og ýktan contrast í litum. Þrátt fyrir að myndin sé þrungin var hún líka mjög kómísk og oft á tíðum brosti maður út í annað þrátt fyrir að sagan fjalli um stríð, kúgun, trúarofstæki, kynjamisrétti, fasisma og þunglyndi.

Í myndinni er einnig skírskotanir í aðrar myndir og þætti og það kom mjög skemmtileg út. T.d. þegar Marjane leigði hjá einhverri þýskri konu þá var hún að horfa á Derrick. Það var skemmtilegt að sjá teiknaðan Derrick.

Marjane fer líka á pönktónleika og myndin fær extra credit frá mér vegna þess.

Ég mæli hiklaust með að allir sjái þessa mynd, þó að það kosti fokkíngs 1000 smackers inná hana. Notendur imdb er sammála mér, en myndin er með 8,2 þar.

2 comments:

Siggi Palli said...

Sammála í einu og öllu. Frábær mynd. Magnþrungin og kómísk, og það eru móment þar sem animasjónin er snilldarleg (m.a. hreyfingar slæðukvennanna í atriðinu sem myndin er frá - þær eru svolítið eins og nöðrur...)

Siggi Palli said...

Flott færsla. 5 stig.