Úff, ég er að reyna að velja úr einhverjum af þessum milljón myndum sem ég horfði á í jólafríinu. Ein af þessum myndum var Chinatown, sem Roman Polanski gerði. Eftir fyrirlesturinn hjá Birki og félögum langaði mér sjúklega að sjá þessa mynd. Ég horfði á hana og varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég byrjaði að fíla hana um leið og kreditlistinn byrjaði í byrjuninni. Tónlistin var eitthvað svo ótrúlega moody og samsvaraði sér svo vel við fontinn sem kreditin voru skrifum með, veit ekki hvað það var en það minnti mig ótrúlega á Tomma og Jenna.
Í þessari mynd sýndi Jack Nicholson líka enn og aftur hvað hann er magnaður leikari. Karakterinn hans var bara einum of svalur. Framvinda söguþráðarins var líka mögnuð. En það atriði sem situr hvað mest eftir í mér var þegar Evelyn dó. Þegar bíllinn hverfur úr augsýn og flautið byrjar. Það var alveg rosalegt. Polanski kom líka í myndinni og skar í nefið á Jack Nicholson.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
3 stig.
Post a Comment