Thursday, January 31, 2008

Funny Games

Já, það er kominn tími til að blogga um þessa mynd sem við horfðum á seinasta mánudag. Myndinni er leikstýrt af hinum austurríska Michael Haneke. Hún fjallar um tvo sjúka gaura sem fokka upp fjölskyldu í sumarfríi. Ólíkt flestum strákunum í áfanganum þá þótti mér þessi mynd vera algjör snilld, fyrir utan eitt! Það gjörsamlega eyðilagði myndina fyrir mér þegar gæjinn fór að tala við áhorfendurna og ég hélt að ég yrði ekki eldri þegar hann spólaði til baka!

Ég ætla að tala aðeins um fjarstýringaratriðið. Það sem flestir sjá að myndinni er það hversu langdregin hún er og framvindan er ekki alveg nógu mikil. En þetta hefði mátt laga ef þetta helvítis fjarstýringaatriði hefði ekki verið þarna! Þegar gellan greip fokking shotgunnið og skaut gaurinn, þá sló það ultra rólega mastermind-geðsjúklinginn alveg út af laginu. Þarna sá ég fram á gott twist í myndinni! Loksins þegar eitthvað rosalegt gerðist, sem gjörbreytti aðstæðum og rauf þetta andrúmsloft sem var búið að vera að vaxa út alla myndina, þá tekur gæjinn bara fjarstýringu og undo-ar þetta. Og myndin verður aftur eins. Aftur langdregin og framvindulaus.

En það sem mér fannst vera algjör snilld við þessa mynd voru morðingjarnir tveir. Mér fannst þeir bara svo ógeðslega skondnir karakterar. Og ekki var verra að þeir minntu mig á Tófuna og Rylla Ryll.


=



&


Þegar þeir félagarnir voru að reyna að ýta á gelluna að fá fleiri egg, og geðveikin þeirra var fyrst að koma í ljós, djöfulsins snilld var það atriði! Mér fannst það svo ógeðslega skondið.

Einning gladdi mitt litla hjarta að sjá Ulrich Mühe í myndinni. Hann sá ég seinast í Das Leben der Anderen, og hann var frábær í þeirri frábæru mynd.


En myndin var ekki bara skondin. Hún náði líka að kveikja upp mjög óþægilegar tilfinningar hjá mér. Atriðið þar sem Tófan var að láta einkonu Ulrich afklæðast var svo ógeðslega raunverulegt. Ég varð sveittur og fékk geðveikt hraðan hjartslátt. Þetta var svo ótrúleg real eitthvað, þarna náði leikstjórinn gjörsamlega að fanga andrúmsloftið og miðla því til áhorfenda.

Þrátt fyrir bjánaleg samskipti Tófunnar við áhorfendur og god-like fjarstýringaratriðið þá fannst mér þessi mynd vera mjög góð. Bara virkilega góð. Vonandi sleppa þeir þessari vitleysu í bandarísku endurgerðinni sem Haneke ætlar að leikstýra sjálfur.

Thursday, January 24, 2008

Chinatown

Úff, ég er að reyna að velja úr einhverjum af þessum milljón myndum sem ég horfði á í jólafríinu. Ein af þessum myndum var Chinatown, sem Roman Polanski gerði. Eftir fyrirlesturinn hjá Birki og félögum langaði mér sjúklega að sjá þessa mynd. Ég horfði á hana og varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég byrjaði að fíla hana um leið og kreditlistinn byrjaði í byrjuninni. Tónlistin var eitthvað svo ótrúlega moody og samsvaraði sér svo vel við fontinn sem kreditin voru skrifum með, veit ekki hvað það var en það minnti mig ótrúlega á Tomma og Jenna.

Í þessari mynd sýndi Jack Nicholson líka enn og aftur hvað hann er magnaður leikari. Karakterinn hans var bara einum of svalur. Framvinda söguþráðarins var líka mögnuð. En það atriði sem situr hvað mest eftir í mér var þegar Evelyn dó. Þegar bíllinn hverfur úr augsýn og flautið byrjar. Það var alveg rosalegt. Polanski kom líka í myndinni og skar í nefið á Jack Nicholson.

Wednesday, January 16, 2008

Kvikmyndatónlist í skemmtilegum búningi

Ég var í smá dilemma áðan hvort þessi færsla mundi qualify-a sem færsla um kvikmyndir, og ég komst að þeirri niðurstöðu að hún mundi gera það. Ég ætla að spjalla örlítið um plötuna The Director's Cut með hljómsveitinni Fantômas. Hljómsveitin er hugarfóstur Mike Patton, sem er best þekktur fyrir að hafa verið í Faith No More. Hann er mikill listamaður og er með virtari "raddlistamönnum" í heimi. Hann ljáir rödd sína meðal annars á plötunni Medúllu með Björk. Auk þess er hann snargeðveikur og kemur það vel í ljós á þessari plötu. Hann setur lög úr þekktum kvikmyndum, gömlum og drungalegum myndum, í nýjan búning.

Í hljómsveitinni eru auk hans Buzz Osbourne úr The Melvins, Trevor Dunn sem var með honum í Mr. Bungle og trommuhetjan Dave Lombardo úr Slayer. Lagalistinn á The Director's Cut er eftirfarandi (tekið beint af wiki):

  1. "The Godfather" (Nino Rota) – 2:45
  2. "Der Golem" (Karl Ernst Sasse) – 2:38
  3. "Experiment in Terror" (Henry Mancini) – 2:40
  4. "One Step Beyond" (Harry Lubin) – 2:57
  5. "Night of the Hunter (Remix)" (Walter Schumann) – 0:58
  6. "Cape Fear" (Bernard Herrmann) – 1:49
  7. "Rosemary's Baby" (Krzysztof Komeda) – 3:20
  8. "The Devil Rides Out (Remix)" (James Bernard) – 1:37
  9. "Spider Baby" (Ronald Stein) – 2:25
  10. "The Omen (Ave Satani)" (Jerry Goldsmith) – 1:49
  11. "Henry: Portrait of a Serial Killer" (Robert McNaughton) – 3:07
  12. "Vendetta" (John Barry) – 2:03
  13. Untitled – 0:05
  14. "Investigation of a Citizen Above Suspicion" (Ennio Morricone) – 4:00
  15. "Twin Peaks: Fire Walk with Me" (Angelo Badalamenti) – 3:28
  16. "Charade" (Henry Mancini) – 3:04

Það er ótrúlega gaman að hlusta á þessa plötu. Rosemary's Baby hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér.

Ég ætla að linka það, fyrir áhugasama:

Rosemary's Baby

Sunday, January 13, 2008

Franskir bíódagar

Í gær var mér boðið á myndina Persepolis sem er opnunarmynd franskra bíódaga sem standa nú yfir. Þar sem um er að ræða teiknimynd var ég örlítið skeptískur í fyrstu en um leið og myndin byrjaði þá varð ég hugfanginn. Myndin segir sögu af íranskri stelpu sem fer til Evrópu. Þetta er í raun sjálfsævisaga Marjane Satrapi, sem leikstýrði myndinni ásamt Vincent Paronnaud. Sagan er magnþrungin og animationið er magnað. Myndin er byggð á samnefndri myndasögu og er því í comic stíl. Hún er mest megnis í svarthvítu eða mjög daufum litum. Mikið er unnið með skugga og ýktan contrast í litum. Þrátt fyrir að myndin sé þrungin var hún líka mjög kómísk og oft á tíðum brosti maður út í annað þrátt fyrir að sagan fjalli um stríð, kúgun, trúarofstæki, kynjamisrétti, fasisma og þunglyndi.

Í myndinni er einnig skírskotanir í aðrar myndir og þætti og það kom mjög skemmtileg út. T.d. þegar Marjane leigði hjá einhverri þýskri konu þá var hún að horfa á Derrick. Það var skemmtilegt að sjá teiknaðan Derrick.

Marjane fer líka á pönktónleika og myndin fær extra credit frá mér vegna þess.

Ég mæli hiklaust með að allir sjái þessa mynd, þó að það kosti fokkíngs 1000 smackers inná hana. Notendur imdb er sammála mér, en myndin er með 8,2 þar.

Friday, January 11, 2008

Will Smith er kannski ekki svo slæmur

Ég skellti mér á myndina I Am Legend um daginn. Ég hef nú aldrei verið mikill Will Smith aðdáandi og seinasta mynd í leikstjórn Francis Lawrence sem ég sá er hugsanlega ein af tíu ömurlegustu myndum sem ég hef nokkurn tímann séð. Það var myndin Constantine.

Ég hafði bara heyrt góða hluti um I Am Legend þannig að ég ákvað að skella mér á hana. Ég var rukkaður um 950 kall, því þetta var digital sýning. Textinn var að minnsta kosti ekki á skjávarpa, þannig að ef til vill fékk maður eitthvað fyrir þennan 50 kall, því það er slatti af dimmum atriðum í myndinni sem skjávarpi hefði getað eyðilegt.

Myndin var líka bara helvíti fín. Will Smith kom mér virkilega á óvart, síðasta minning mín um hann sem leikara er úr myndinni Wild Wild West og þar áður Men in Black og þar áður Independence Day. Ég hef reyndar ekki séð Ali en hann er sagður magnaður í henni. Hann er líka helvíti magnaður í I Am Legend. Hann er hér um bil eina hlutverkið í myndinni og nær að bera hana uppi á sannfærandi hátt.

Söguþráðurinn var kannski ekki sá allra frumlegasti, en ég hef alltaf nett gaman af svona post-apocalyptic pælingum.(SPOILER) Ég fíla líka alltaf þegar aðalhetjan deyr. (SPOILER)

En það sem sökkaði big time við þessa mynd voru tæknibrellurnar. Sýkta mannfólkið var alveg glatað. Það var eins og það væri klippt úr einhverjum tölvuleik inn í myndina. Sama má segja um ljónin sem verða á vegi Smitharans í upphafi myndarinnar. Ljónið í Madagascar hefði verið meira sannfærandi.

En í þessari mynd sýnir Will Smith hvers hann er megnugur. Vonandi heldur hann áfram á sömu braut. Vonandi leikur hann ekki í Wild Wild West 2 og berst við ennþá asnalegri vélkönguló og ennþá fatlaðri gæja í hjólastól.